Handbolti

Dómstóll HSÍ vísar kæru Selfoss frá

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
ÍBV er deildarmeistari Olís deildar karla og því verður ekki haggað úr þessu
ÍBV er deildarmeistari Olís deildar karla og því verður ekki haggað úr þessu Vísir/Valli
Selfoss kærði í vikunni framkvæmd leiks Fram og ÍBV í lokaumferð Olísdeildar karla sem fram fór á miðvikudag. Dómstóll HSÍ hefur vísað málinu frá.

Vísir greindi frá því í gær að Selfos hefði lagt fram kæru þar sem ÍBV var með of marga leikmenn inn á vellinum eftir sigurmark Agnars Smára Jónssonar og hefði Fram átt að fá vítakast. Hefði það gerst og Framarar skorað hefðu Selfyssingar orðið deildarmeistarar. Þess í stað er ÍBV deildarmeistari.

Í niðurstöðu dóms HSÍ segir að þar sem Selfoss hafi ekki verið aðili að umræddum leik uppfyllir liðið ekki skilyrði 33. greinar laga HSÍ og hefur þar af leiðandi ekki kærurétt.

Þar með er allt óbreytt, ÍBV er deidlarmeistari og Selfoss í öðru sæti.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.


Tengdar fréttir

Selfoss kærir leik ÍBV og Fram

Handknattleiksdeild UMF Selfoss hefur kært framkvæmd leiks Fram og ÍBV í loka umferð Olís deildar karla sem fram fór á miðvikudag. Stjórn handknattleiksdeildar gaf út yfirlýsingu þess efnis í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×