Eru leikskólar fyrsta skólastigið, eða staðir þar sem við viljum geyma börn? Nichole Leigh Mosty skrifar 25. mars 2018 20:55 Sumir hugsa um leikskóla einungis sem gæslu því fólk þarf að komast í vinnuna. Af hverju ekki að ráðast á manneklu með því að breyta almenna tryggingakerfinu? Út með krónur á móti krónuskerðingu og látum lífeyrisþega leysa vandann. Reyndar var spurningin, hvernig ætlið þið að fjölga leikskólakennurum? En það var ekkert svar við því. Ég vil taka það fram að mér finnst það falleg hugsun að koma saman kynslóðum, en hversu lengi og í hvaða hlutfalli er hægt að ráða eldri borgara í starfið? Er það raunhæft? Munu þessir öflugu lífeyrisþegar ná að mæta öllum þeim faglegu kröfum sem ekki eru uppfylltar í dag? Vita þau sem vilja selja þessa hugmynd hvað felst í því að starfa á leikskóla? Afsakið tilvonandi borgarfulltrúi en þú þarft að læra það að leikskólakennarar eru sérfræðingar í menntun og uppeldi yngstu kynslóðarinnar. Sorglegt, í það minnsta, að þurfa að útskýra það, sérstaklega núna þegar innan Menntamálastofnunarinnar er verið að fikra sig áfram með „Baby PISA.“ Já það er rétt, ég hef það staðfest frá forstjóranum sjálfum að verið sé að leggja vinnu í að skoða hvort við eigum að byrja að leggja PISA próf fyrir fimm ára börn í leikskólum hérlendis. Svo var það hinn ásinn, að tala um aðgerðir sem fjármögnun og framtíðarsýn. Aðgerðir í stuttu máli flottar, brýn nauðsyn, en ég tek undir með leikskólastjórum, of lítið og of seint. Framtíðarsýnin er falleg og réttmæt en það endurspeglar engan veginn lærdóminn sem hægt er að draga af síðastliðnum átta árum með málaflokkinn. Álag á stjórnendur og starfsfólk hefur aldrei verið meiri og til eru leikskólar þar sem einungis einn faglærður leikskólakennari er í stjórnendastöðu. En hey já, fjölgum deildum, byggjum fleiri skóla, tökum inn enn yngri börn og fáum ungt sumarstarfsfólk, sem gerir hvað þegar leikskólar eru lokaðir í fjórar vikur? Getur einhver í þessu bixi PLEASE verið talsmaður barna og fagstéttar sem er í áhættu við að deyja! Hvað erum við að bjóða börnum upp á? Hvað erum við að bjóða leikskólakennurum upp á? Eru leikskólar fyrsta skólastigið þar sem faglegt starf fer fram eða staðir þar sem við geymum börn og bjóðum ömmum og öfum að aðstoða við pössun? Já, þetta voru kaldhæðniskveðjur til stjórnmálamanna, alls ekki vanvirðing gagnvart eldri kynslóðinni. Ég var að tala við deildarstjóra um daginn sem hefur aldrei lesið Aðalnámskrá Leikskóla, hefur aldrei fengið handleiðslu eða leiðsögn um kennslufræði tengda leikskólastarfsemi. Er það ekki áhyggjuefni? Leikskólar eru farnir að kaupa utanaðkomandi fagþekkingu því hana skortir innan veggja skólanna. Einu sinni var hægt að leita til Skóla- og frístundasviðs en staðreyndin er sú að í dag eru heilir 8 starfsmenn sem sinna ráðgjöf, fræðslu og eftirliti leikskólamála hjá 64 leikskólum og 17 sjálfstætt starfandi leikskólum um borgina alla. Þegar ég var á Alþingi fékk ég skeyti frá leikskólastjóra sem bað mig um að beita því fyrir mig að breyta verndarlögum leikskólastéttarinnar svo að viðkomandi mætti ráða inn annað háskólamenntað fólk strax í staðinn fyrir að bíða eftir leikskólakennara sem er ekki til, því að einhver menntun er betri en engin. Við erum að tala um SKÓLA, gott fólk, og MENNTUN barnanna. Ég ætlaði að fara aftur að starfa í leikskóla eftir að ég datt af Alþingi. Ég leitaði til leikskólastjóra sem ég ber mikla virðingu fyrir. Mér fannst sem ég myndi njóta þess að starfa hjá henni. Ég myndi nýta skjólið sem felst í því að vinna samhliða jafn skörpum fagmanni og hún er og að ég myndi finna þetta spark á ný. Þegar nær dró að taka starfinu kveið ég mikið fyrir. Ég kenndi sjálfri mér um. Sannleikurinn er sá að það var starfið sjálft, álagið, endalaus barátta og óvissan sem tengist starfinu sem þvældist fyrir mér. Ég skil núna að þegar ég fór frá starfinu var ég byrjuð að finna fyrir kulnun í starfi án þess að geta viðurkennt það. Það var og er mjög erfitt að viðurkenna því að þegar meðalaldur leikskólakennara er skoðaður er ég enn frekar ung, hef einungis starfað á þeim vettvangi í 17 ár. Ástríðan er ennþá til staðar og ég sakna þess mikið að vera leikskólakennari, en ekki í núverandi ástandi. Ég finn fyrir reiði að sjá pólitíkusa lofa kjósendum gull og silfur á kostnað faglegs starfs með yngstu kynslóðinni. Ég mun finna leið aftur inn í leikskólann og mun leggja mig alla fram eins og ég gerði í mörg ár. Ég get samt sagt það að það var stundum auðveldara að vera óvinsæll þingmaður sem var hótað og drullað yfir en að berjast fyrir fagstétt sem enginn pólitíkus eða ábyrgarðarembættismaður leggur metnað í að berjast fyrir af heilum hug. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Sumir hugsa um leikskóla einungis sem gæslu því fólk þarf að komast í vinnuna. Af hverju ekki að ráðast á manneklu með því að breyta almenna tryggingakerfinu? Út með krónur á móti krónuskerðingu og látum lífeyrisþega leysa vandann. Reyndar var spurningin, hvernig ætlið þið að fjölga leikskólakennurum? En það var ekkert svar við því. Ég vil taka það fram að mér finnst það falleg hugsun að koma saman kynslóðum, en hversu lengi og í hvaða hlutfalli er hægt að ráða eldri borgara í starfið? Er það raunhæft? Munu þessir öflugu lífeyrisþegar ná að mæta öllum þeim faglegu kröfum sem ekki eru uppfylltar í dag? Vita þau sem vilja selja þessa hugmynd hvað felst í því að starfa á leikskóla? Afsakið tilvonandi borgarfulltrúi en þú þarft að læra það að leikskólakennarar eru sérfræðingar í menntun og uppeldi yngstu kynslóðarinnar. Sorglegt, í það minnsta, að þurfa að útskýra það, sérstaklega núna þegar innan Menntamálastofnunarinnar er verið að fikra sig áfram með „Baby PISA.“ Já það er rétt, ég hef það staðfest frá forstjóranum sjálfum að verið sé að leggja vinnu í að skoða hvort við eigum að byrja að leggja PISA próf fyrir fimm ára börn í leikskólum hérlendis. Svo var það hinn ásinn, að tala um aðgerðir sem fjármögnun og framtíðarsýn. Aðgerðir í stuttu máli flottar, brýn nauðsyn, en ég tek undir með leikskólastjórum, of lítið og of seint. Framtíðarsýnin er falleg og réttmæt en það endurspeglar engan veginn lærdóminn sem hægt er að draga af síðastliðnum átta árum með málaflokkinn. Álag á stjórnendur og starfsfólk hefur aldrei verið meiri og til eru leikskólar þar sem einungis einn faglærður leikskólakennari er í stjórnendastöðu. En hey já, fjölgum deildum, byggjum fleiri skóla, tökum inn enn yngri börn og fáum ungt sumarstarfsfólk, sem gerir hvað þegar leikskólar eru lokaðir í fjórar vikur? Getur einhver í þessu bixi PLEASE verið talsmaður barna og fagstéttar sem er í áhættu við að deyja! Hvað erum við að bjóða börnum upp á? Hvað erum við að bjóða leikskólakennurum upp á? Eru leikskólar fyrsta skólastigið þar sem faglegt starf fer fram eða staðir þar sem við geymum börn og bjóðum ömmum og öfum að aðstoða við pössun? Já, þetta voru kaldhæðniskveðjur til stjórnmálamanna, alls ekki vanvirðing gagnvart eldri kynslóðinni. Ég var að tala við deildarstjóra um daginn sem hefur aldrei lesið Aðalnámskrá Leikskóla, hefur aldrei fengið handleiðslu eða leiðsögn um kennslufræði tengda leikskólastarfsemi. Er það ekki áhyggjuefni? Leikskólar eru farnir að kaupa utanaðkomandi fagþekkingu því hana skortir innan veggja skólanna. Einu sinni var hægt að leita til Skóla- og frístundasviðs en staðreyndin er sú að í dag eru heilir 8 starfsmenn sem sinna ráðgjöf, fræðslu og eftirliti leikskólamála hjá 64 leikskólum og 17 sjálfstætt starfandi leikskólum um borgina alla. Þegar ég var á Alþingi fékk ég skeyti frá leikskólastjóra sem bað mig um að beita því fyrir mig að breyta verndarlögum leikskólastéttarinnar svo að viðkomandi mætti ráða inn annað háskólamenntað fólk strax í staðinn fyrir að bíða eftir leikskólakennara sem er ekki til, því að einhver menntun er betri en engin. Við erum að tala um SKÓLA, gott fólk, og MENNTUN barnanna. Ég ætlaði að fara aftur að starfa í leikskóla eftir að ég datt af Alþingi. Ég leitaði til leikskólastjóra sem ég ber mikla virðingu fyrir. Mér fannst sem ég myndi njóta þess að starfa hjá henni. Ég myndi nýta skjólið sem felst í því að vinna samhliða jafn skörpum fagmanni og hún er og að ég myndi finna þetta spark á ný. Þegar nær dró að taka starfinu kveið ég mikið fyrir. Ég kenndi sjálfri mér um. Sannleikurinn er sá að það var starfið sjálft, álagið, endalaus barátta og óvissan sem tengist starfinu sem þvældist fyrir mér. Ég skil núna að þegar ég fór frá starfinu var ég byrjuð að finna fyrir kulnun í starfi án þess að geta viðurkennt það. Það var og er mjög erfitt að viðurkenna því að þegar meðalaldur leikskólakennara er skoðaður er ég enn frekar ung, hef einungis starfað á þeim vettvangi í 17 ár. Ástríðan er ennþá til staðar og ég sakna þess mikið að vera leikskólakennari, en ekki í núverandi ástandi. Ég finn fyrir reiði að sjá pólitíkusa lofa kjósendum gull og silfur á kostnað faglegs starfs með yngstu kynslóðinni. Ég mun finna leið aftur inn í leikskólann og mun leggja mig alla fram eins og ég gerði í mörg ár. Ég get samt sagt það að það var stundum auðveldara að vera óvinsæll þingmaður sem var hótað og drullað yfir en að berjast fyrir fagstétt sem enginn pólitíkus eða ábyrgarðarembættismaður leggur metnað í að berjast fyrir af heilum hug.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun