Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum Sveinn Arnarsson skrifar 26. mars 2018 08:00 Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Vísir/Pjetur Í dag verður ný hraðhleðslustöð Orku náttúrunnar (ON) fyrir rafbíla tekin í gagnið á Mývatni og við það opnast hringvegurinn fyrir rafbíla. Innan við hundrað kílómetrar eru á milli hleðslustöðva fyrirtækisins á hringveginum. „Stór áfangi í samgöngusögu þjóðarinnar,“ segir framkvæmdastjóri ON. Orkuskipti í samgöngum eru á dagskrá stjórnvalda. Orkuskipti, sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að hraða þrífösun rafmagns, varmadæluvæðingu á köldum svæðum og auknum innviðum fyrir rafbíla, á að taka föstum tökum á þessu kjörtímabili. Fjöldi rafbíla hér á landi hefur stóraukist síðustu misseri. Í mars árið 2016 voru þúsund rafbílar á landinu. Í lok árs 2017 nálguðust rafbílar að verða 5.000 talsins. Því má segja að orkuskipti í samgöngum hér á landi séu hröð og rími við markmið um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda í Parísarsamkomulaginu. ,,Það er afar ánægjulegt að nú sé með góðu móti hægt að komast eftir öllum hringveginum á rafbíl. Orkuskipti í samgöngum eru ein af mörgum aðgerðum sem verið er að vinna að til að mæta alþjóðlegum skuldbindingum okkar í loftslagsmálum. Bætt drægni rafbíla skiptir hér líka miklu máli,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.„En nokkrar áskoranir eru enn til staðar, til dæmis heimahleðsla víða í fjölbýlishúsum og mörgum grónari hverfum í þéttbýli og einnig þarf að finna leiðir til að bílaleiguflotinn nýti sér vistvænni bifreiðar, því þær ráða miklu um endurnýjun bílaflotans,“ segir Guðmundur Ingi. Ár er síðan Orka náttúrunnar opnaði leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur fyrir rafbíla. Nú, ári síðar, eru hleðslustöðvar fyrirtækisins orðnar 31 talsins og stefnan er að bæta við um 20 stöðvum á næstu mánuðum. Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri ON, segir þessi tímamót á pari við opnun Skeiðarárbrúar á áttunda áratugnum. „Það má segja að þetta sé hin síðari opnun hringvegarins sem mun stuðla að umhverfisvænni samgöngum,“ segir Bjarni Már en bílaleigurnar hafa verið tregar til að kaupa inn rafbíla. „Erlendir ferðamenn eru að koma hingað til að upplifa hreinleikann og því myndu þeir fagna því ef þeim stæði til boða rafbíll, það er okkar mat.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Í dag verður ný hraðhleðslustöð Orku náttúrunnar (ON) fyrir rafbíla tekin í gagnið á Mývatni og við það opnast hringvegurinn fyrir rafbíla. Innan við hundrað kílómetrar eru á milli hleðslustöðva fyrirtækisins á hringveginum. „Stór áfangi í samgöngusögu þjóðarinnar,“ segir framkvæmdastjóri ON. Orkuskipti í samgöngum eru á dagskrá stjórnvalda. Orkuskipti, sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að hraða þrífösun rafmagns, varmadæluvæðingu á köldum svæðum og auknum innviðum fyrir rafbíla, á að taka föstum tökum á þessu kjörtímabili. Fjöldi rafbíla hér á landi hefur stóraukist síðustu misseri. Í mars árið 2016 voru þúsund rafbílar á landinu. Í lok árs 2017 nálguðust rafbílar að verða 5.000 talsins. Því má segja að orkuskipti í samgöngum hér á landi séu hröð og rími við markmið um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda í Parísarsamkomulaginu. ,,Það er afar ánægjulegt að nú sé með góðu móti hægt að komast eftir öllum hringveginum á rafbíl. Orkuskipti í samgöngum eru ein af mörgum aðgerðum sem verið er að vinna að til að mæta alþjóðlegum skuldbindingum okkar í loftslagsmálum. Bætt drægni rafbíla skiptir hér líka miklu máli,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.„En nokkrar áskoranir eru enn til staðar, til dæmis heimahleðsla víða í fjölbýlishúsum og mörgum grónari hverfum í þéttbýli og einnig þarf að finna leiðir til að bílaleiguflotinn nýti sér vistvænni bifreiðar, því þær ráða miklu um endurnýjun bílaflotans,“ segir Guðmundur Ingi. Ár er síðan Orka náttúrunnar opnaði leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur fyrir rafbíla. Nú, ári síðar, eru hleðslustöðvar fyrirtækisins orðnar 31 talsins og stefnan er að bæta við um 20 stöðvum á næstu mánuðum. Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri ON, segir þessi tímamót á pari við opnun Skeiðarárbrúar á áttunda áratugnum. „Það má segja að þetta sé hin síðari opnun hringvegarins sem mun stuðla að umhverfisvænni samgöngum,“ segir Bjarni Már en bílaleigurnar hafa verið tregar til að kaupa inn rafbíla. „Erlendir ferðamenn eru að koma hingað til að upplifa hreinleikann og því myndu þeir fagna því ef þeim stæði til boða rafbíll, það er okkar mat.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira