Heimsmeistari frá 1978 skilaði sér ekki upp í flugvél til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2018 20:00 René Houseman. Vísir/Getty Argentínumaðurinn René Houseman lést á föstudaginn en hann var lykilmaður í heimsmeistaraliði Argentínumanna árið 1978. René átti líka á miðjum níunda áratugnum að hjálpa KR-liðinu að verða Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tæpa tvo áratugi. Argentínumenn urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn sumarið 1978 en keppnin fór fram í Argentínu. Houseman skoraði eitt mark í úrslitakeppninni og kom það í 6-0 sigri á móti Perú.World Cup winner with @Argentina in 1978, René HOUSEMAN has passed away. A true maverick, a legend who would be worth millions these days. #RIP René! pic.twitter.com/4LIX0RW7sG — Mundo Albiceleste (@MundoAlbicelest) March 22, 2018 René Houseman var næstum því orðinn leikmaður KR sumarið 1986 en kom þó aldrei til Íslands eins og ætlunin var. Gunnar Guðmundsson sem var formaður knattspyrnudeildar KR á þeim tíma rifjar upp söguna í kringum félagaskiptin í viðtali við Fréttablaðið. KR-ingar töldu sig hafa náð samningum við bræðurnar Marcelo og René Houseman og kynntu þá fyrir íslensku þjóðinni í nóvember 1985. Aðeins Marcelo skilaði sér þó til Íslands og var síðan farinn af landi burt áður en hann spilaði sinn fyrsta leik með Vesturbæjarfélaginu. Gunnar segir að Marcelo Houseman hafi fyrst haft samband en þeir voru aðallega spenntir að sjá René Houseman í KR-búningnum sumarið 1986.La Asociación del Fútbol Argentino expresa su mayor tristeza por el fallecimiento de René Houseman, campeón del mundo en 1978 con @Argentina. pic.twitter.com/PMFyUK3Tch — AFA (@afa) March 22, 2018 „Við vorum áfjáðir í að hann myndi spila með okkur. Á endanum tókust samningar okkar á milli og þetta hefði líklega verið í fyrsta skipti sem heimsmeistari í knattspyrnu karla hefði leikið á íslenskri grundu,“ sagði Gunnar Guðmundsson í viðtali við frettabladid.is. Gunnar Guðmundsson var á miðri árshátíð KR þegar hann frétti af því að eitthvað hefði komið upp á í ferðalagi René Houseman til Íslands. „Við fengum veður af því að René Houseman hefði ekki skilað sér í flugvél sem átti að ferja hann frá New York til Íslands og við heyrðum ekkert meira frá honum,“ sagði Gunnar um ferðalag René Houseman en það má lesa allt viðtalið við hann hér. KR varð ekki Íslandsmeistari fyrr en 1999 en þá var liðið búið að bíða eftir stóra titlinum í 31 ár eða síðan árið 1968. HM 2018 í Rússlandi Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira
Argentínumaðurinn René Houseman lést á föstudaginn en hann var lykilmaður í heimsmeistaraliði Argentínumanna árið 1978. René átti líka á miðjum níunda áratugnum að hjálpa KR-liðinu að verða Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tæpa tvo áratugi. Argentínumenn urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn sumarið 1978 en keppnin fór fram í Argentínu. Houseman skoraði eitt mark í úrslitakeppninni og kom það í 6-0 sigri á móti Perú.World Cup winner with @Argentina in 1978, René HOUSEMAN has passed away. A true maverick, a legend who would be worth millions these days. #RIP René! pic.twitter.com/4LIX0RW7sG — Mundo Albiceleste (@MundoAlbicelest) March 22, 2018 René Houseman var næstum því orðinn leikmaður KR sumarið 1986 en kom þó aldrei til Íslands eins og ætlunin var. Gunnar Guðmundsson sem var formaður knattspyrnudeildar KR á þeim tíma rifjar upp söguna í kringum félagaskiptin í viðtali við Fréttablaðið. KR-ingar töldu sig hafa náð samningum við bræðurnar Marcelo og René Houseman og kynntu þá fyrir íslensku þjóðinni í nóvember 1985. Aðeins Marcelo skilaði sér þó til Íslands og var síðan farinn af landi burt áður en hann spilaði sinn fyrsta leik með Vesturbæjarfélaginu. Gunnar segir að Marcelo Houseman hafi fyrst haft samband en þeir voru aðallega spenntir að sjá René Houseman í KR-búningnum sumarið 1986.La Asociación del Fútbol Argentino expresa su mayor tristeza por el fallecimiento de René Houseman, campeón del mundo en 1978 con @Argentina. pic.twitter.com/PMFyUK3Tch — AFA (@afa) March 22, 2018 „Við vorum áfjáðir í að hann myndi spila með okkur. Á endanum tókust samningar okkar á milli og þetta hefði líklega verið í fyrsta skipti sem heimsmeistari í knattspyrnu karla hefði leikið á íslenskri grundu,“ sagði Gunnar Guðmundsson í viðtali við frettabladid.is. Gunnar Guðmundsson var á miðri árshátíð KR þegar hann frétti af því að eitthvað hefði komið upp á í ferðalagi René Houseman til Íslands. „Við fengum veður af því að René Houseman hefði ekki skilað sér í flugvél sem átti að ferja hann frá New York til Íslands og við heyrðum ekkert meira frá honum,“ sagði Gunnar um ferðalag René Houseman en það má lesa allt viðtalið við hann hér. KR varð ekki Íslandsmeistari fyrr en 1999 en þá var liðið búið að bíða eftir stóra titlinum í 31 ár eða síðan árið 1968.
HM 2018 í Rússlandi Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira