Ólafía á leið á fjórða risamótið Anton Ingi Leifsson skrifar 27. mars 2018 07:00 Ólafía Þórunn verður í eldlínunni um helgina. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, verður á meðal þátttakenda á fyrsta risamóti ársins, ANA Inspiration, en mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. Mótið hefst á fimmtudaginn en leikið er í Kaliforníu á hinum glæsilega velli Mission Hills Country Club. Enginn Íslendingur hefur leikið áður á þessu móti og verður Ólafía því fyrst meðal keppenda. Þetta verður fjórða risamótið sem Ólafía keppir á en hún leik á þremur risamótum á síðasta ári. Fyrsta var KPMG mótið í júní síðastliðnum áður en hún keppti á opna breska í ágúst. The Evian Championship var síðasta risamótið sem Ólafía keppti á og þar hún komst í gegnum niðurskurð. Það er ljóst að það verður nóg að keppa fyrir Ólafíu því verðlaunaféð á mótinu nemur alls 283 milljónum króna. Það er því ekki bara til mikils að vinna fyrir Ólafíu upp á ferilskrá sína í golfinu heldur gæti hún einnig fengið góðan pening í kassann. Mótinu verður að sjálfsögðu gerð góð skil á Golfstöðinni en bein útsending hefst á fimmtudag klukkan 16.00. Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, verður á meðal þátttakenda á fyrsta risamóti ársins, ANA Inspiration, en mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. Mótið hefst á fimmtudaginn en leikið er í Kaliforníu á hinum glæsilega velli Mission Hills Country Club. Enginn Íslendingur hefur leikið áður á þessu móti og verður Ólafía því fyrst meðal keppenda. Þetta verður fjórða risamótið sem Ólafía keppir á en hún leik á þremur risamótum á síðasta ári. Fyrsta var KPMG mótið í júní síðastliðnum áður en hún keppti á opna breska í ágúst. The Evian Championship var síðasta risamótið sem Ólafía keppti á og þar hún komst í gegnum niðurskurð. Það er ljóst að það verður nóg að keppa fyrir Ólafíu því verðlaunaféð á mótinu nemur alls 283 milljónum króna. Það er því ekki bara til mikils að vinna fyrir Ólafíu upp á ferilskrá sína í golfinu heldur gæti hún einnig fengið góðan pening í kassann. Mótinu verður að sjálfsögðu gerð góð skil á Golfstöðinni en bein útsending hefst á fimmtudag klukkan 16.00.
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira