Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. mars 2018 06:00 Utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, hefur staðið í ströngu undanfarna daga í viðræðum við samstarfsþjóðir okkar. Afráðið var í gær að Ísland tæki þátt í samræmdum aðgerðum vestrænna þjóða sem beinast gegn Rússum vegna eiturárásar þeirra í Salisbury. Tvíhliða viðræðum við Rússa verður slegið á frest og ráðamenn fara ekki á HM VÍSIR/ANDRI MARINÓ Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tilkynnti Anton Vasíljev, sendiherra Rússlands á Íslandi, þessa ákvörðun í gær. Er það gert til að mótmæla eiturárás Rússa í breska bænum Salisbury en árásin beindist gegn Sergei Skrípal, rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum. Áður hafði hann fundað með utanríkismálanefnd þingsins þar sem nefndarmenn voru settir inn í stöðu mála. Nágranna- og samstarfsríki Íslands tilkynntu í gær hvert á fætur öðru að þau hygðust senda rússneska erindreka úr landi. Meginreglan hefur verið sú að slíkum aðgerðum sé svarað í sömu mynt. Aðeins þrír starfsmenn eru í sendiráði Íslands í Rússlandi og því kom slíkt ekki til greina að sinni enda fjöldi Íslendinga sem stefnir að því að ferðast til landsins í sumar. Fækkun í starfsliðinu hefði farið langt með að lama starfsemina. „Ráðherra fór yfir stöðu mála og samráðið sem hann hefur átt við aðrar þjóðir út af málinu,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, en hún sat fundinn sem varamaður Smára McCarthy. „Ráðherra gerði skilmerkilega grein fyrir stöðu mála og okkar viðbrögð verða í samræmi við stærð okkar. Það er ánægjulegt að Ísland sé að taka þátt í samræmdum aðgerðum vestrænna þjóða gegn atviki sem allt bendir til að Rússar hafi staðið að,“ segir Þórhildur. „Ég fagna yfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands. Mér er ljóst að þetta er ekki auðveld ákvörðun. En hún sýnir svo ekki verður um villst þá samstöðu sem Ísland sýnir viðleitni þjóða heims til að standa vörð um alþjóðalög og láta Rússa ekki komast upp með að kljúfa alþjóðasamfélagið,“ segir Michael Nevin, sendiherra Breta á Íslandi. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03 „Auðvitað er þetta kalt stríð“ Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði, á ekki von á því að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, muni bregðast af krafti við ákvörðun ríkja Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada að vísa rússneskum erindrekjum úr landi. 26. mars 2018 15:06 Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tilkynnti Anton Vasíljev, sendiherra Rússlands á Íslandi, þessa ákvörðun í gær. Er það gert til að mótmæla eiturárás Rússa í breska bænum Salisbury en árásin beindist gegn Sergei Skrípal, rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum. Áður hafði hann fundað með utanríkismálanefnd þingsins þar sem nefndarmenn voru settir inn í stöðu mála. Nágranna- og samstarfsríki Íslands tilkynntu í gær hvert á fætur öðru að þau hygðust senda rússneska erindreka úr landi. Meginreglan hefur verið sú að slíkum aðgerðum sé svarað í sömu mynt. Aðeins þrír starfsmenn eru í sendiráði Íslands í Rússlandi og því kom slíkt ekki til greina að sinni enda fjöldi Íslendinga sem stefnir að því að ferðast til landsins í sumar. Fækkun í starfsliðinu hefði farið langt með að lama starfsemina. „Ráðherra fór yfir stöðu mála og samráðið sem hann hefur átt við aðrar þjóðir út af málinu,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, en hún sat fundinn sem varamaður Smára McCarthy. „Ráðherra gerði skilmerkilega grein fyrir stöðu mála og okkar viðbrögð verða í samræmi við stærð okkar. Það er ánægjulegt að Ísland sé að taka þátt í samræmdum aðgerðum vestrænna þjóða gegn atviki sem allt bendir til að Rússar hafi staðið að,“ segir Þórhildur. „Ég fagna yfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands. Mér er ljóst að þetta er ekki auðveld ákvörðun. En hún sýnir svo ekki verður um villst þá samstöðu sem Ísland sýnir viðleitni þjóða heims til að standa vörð um alþjóðalög og láta Rússa ekki komast upp með að kljúfa alþjóðasamfélagið,“ segir Michael Nevin, sendiherra Breta á Íslandi.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03 „Auðvitað er þetta kalt stríð“ Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði, á ekki von á því að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, muni bregðast af krafti við ákvörðun ríkja Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada að vísa rússneskum erindrekjum úr landi. 26. mars 2018 15:06 Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03
„Auðvitað er þetta kalt stríð“ Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði, á ekki von á því að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, muni bregðast af krafti við ákvörðun ríkja Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada að vísa rússneskum erindrekjum úr landi. 26. mars 2018 15:06
Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45