Síðasta tækifæri leikmanna til að heilla Heimi og þjálfarateymið Hjörvar Ólafsson skrifar 27. mars 2018 09:30 Heimir Hallgrímsson velur HM-hópinn í byrjun maí. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur seinni leik sinn í ferð sinni til Bandaríkjanna í nótt. Mótherjar næturinnar eru Perú-menn og fer leikurinn fram á heimavelli Red Bulls í New Jersey. Íslenska liðið spilaði fínan leik þegar liðið mætti Mexíkó, en niðurstaðan varð engu að síður 0-3 tap. Það er engin nýlunda að ekki fari saman ágætis spilamennska og jákvæð niðurstaða í vináttulandsleikjum hjá íslenska liðinu. Margt jákvætt má taka úr leiknum gegn Mexíkó inn í leikinn gegn Perú. Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi íslenska liðsins eftir leikinn gegn Mexíkó. Albert Guðmundsson og Samúel Kári Friðjónsson fóru til móts við U-21 árs lið Íslands og léku með liðinu gegn Norður-Írlandi í undankeppni EM 2019 í gærkvöldi. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, verður ekki með í kvöld en fyrir fram var ákveðið í samstarfi við Cardiff að hann myndi aðeins leika annan æfingaleikinn. Mikilvægi Arons Einars inni á miðjunni hjá íslenska liðinu kom greinilega í ljós, en leikur liðsins riðlaðist nokkuð mikið án hans. Rúrik Gíslason og Theódór Elmar Bjarnason fengu högg í leiknum gegn Mexíkó, en Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins, var vongóður í viðtölum um helgina að þeir myndu ná leiknum gegn Perú Ljóst er að Hörður Björgvin Magnússon, Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson taka ekki þátt í leiknum en þeir eru allir að glíma við meiðsli. Þjálfarateymið nýtti allar sex skiptingarnar sem leyfilegt er að gera í vináttulandsleikjum gegn Mexíkó og það varð til þess að lítill taktur náðist í leik liðsins í seinni hálfleik. Það er spurning hvernig þjálfarateymið mun nálgast leikinn gegn Perú. Rúnar Alex Rúnarsson, Sverrir Ingi Ingason, Birkir Bjarnason, Kári Árnason og Ari Freyr Skúlason léku allan leikinn fyrir íslenska liðið í leiknum gegn Mexíkó og spurning hvort þeir muni hefja leikinn í kvöld. Ólíklegt er að Rúnar Alex standi vaktina í markinu í leiknum, en fimm markmenn voru valdir í þessi tvö verkefni. Búast má við því að Ragnar Sigurðsson leysi annaðhvort Sverri Inga eða Kára af í hjarta varnarinnar hjá íslenska liðinu. Ólafur Ingi Skúlason gæti svo fengið það hlutverk að leiða íslenska liðið inn á völlinn í fjarveru Arons Einars og fylla hans skarð inni á miðsvæðinu. Önnur spurning er hvort Kjartan Henry Finnbogason eða Viðar Örn Kjartansson leysi Albert af hólmi í framlínu íslenska liðsins. Annar möguleiki þjálfarateymisins er að þétta raðirnar inni á miðsvæðinu og bæta Theódóri Elmari Bjarnasyni inn á miðsvæðið eða færa Birki Bjarnason inn á miðsvæðið og setja Arnór Ingva Traustason og Rúrik Gíslason inn á vænginn í hans stað. Leikur Íslands og Perú hefst á miðnætti að íslenskum tíma. Er þetta síðasti leikur liðsins áður en Heimir tilkynnir leikmannahópinn sem fer til Rússlands. Er þetta því síðasta tækifæri leikmanna til að gera atlögu að sæti í hópnum sem fer til Rússlands í sumar. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Fleiri fréttir Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur seinni leik sinn í ferð sinni til Bandaríkjanna í nótt. Mótherjar næturinnar eru Perú-menn og fer leikurinn fram á heimavelli Red Bulls í New Jersey. Íslenska liðið spilaði fínan leik þegar liðið mætti Mexíkó, en niðurstaðan varð engu að síður 0-3 tap. Það er engin nýlunda að ekki fari saman ágætis spilamennska og jákvæð niðurstaða í vináttulandsleikjum hjá íslenska liðinu. Margt jákvætt má taka úr leiknum gegn Mexíkó inn í leikinn gegn Perú. Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi íslenska liðsins eftir leikinn gegn Mexíkó. Albert Guðmundsson og Samúel Kári Friðjónsson fóru til móts við U-21 árs lið Íslands og léku með liðinu gegn Norður-Írlandi í undankeppni EM 2019 í gærkvöldi. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, verður ekki með í kvöld en fyrir fram var ákveðið í samstarfi við Cardiff að hann myndi aðeins leika annan æfingaleikinn. Mikilvægi Arons Einars inni á miðjunni hjá íslenska liðinu kom greinilega í ljós, en leikur liðsins riðlaðist nokkuð mikið án hans. Rúrik Gíslason og Theódór Elmar Bjarnason fengu högg í leiknum gegn Mexíkó, en Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins, var vongóður í viðtölum um helgina að þeir myndu ná leiknum gegn Perú Ljóst er að Hörður Björgvin Magnússon, Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson taka ekki þátt í leiknum en þeir eru allir að glíma við meiðsli. Þjálfarateymið nýtti allar sex skiptingarnar sem leyfilegt er að gera í vináttulandsleikjum gegn Mexíkó og það varð til þess að lítill taktur náðist í leik liðsins í seinni hálfleik. Það er spurning hvernig þjálfarateymið mun nálgast leikinn gegn Perú. Rúnar Alex Rúnarsson, Sverrir Ingi Ingason, Birkir Bjarnason, Kári Árnason og Ari Freyr Skúlason léku allan leikinn fyrir íslenska liðið í leiknum gegn Mexíkó og spurning hvort þeir muni hefja leikinn í kvöld. Ólíklegt er að Rúnar Alex standi vaktina í markinu í leiknum, en fimm markmenn voru valdir í þessi tvö verkefni. Búast má við því að Ragnar Sigurðsson leysi annaðhvort Sverri Inga eða Kára af í hjarta varnarinnar hjá íslenska liðinu. Ólafur Ingi Skúlason gæti svo fengið það hlutverk að leiða íslenska liðið inn á völlinn í fjarveru Arons Einars og fylla hans skarð inni á miðsvæðinu. Önnur spurning er hvort Kjartan Henry Finnbogason eða Viðar Örn Kjartansson leysi Albert af hólmi í framlínu íslenska liðsins. Annar möguleiki þjálfarateymisins er að þétta raðirnar inni á miðsvæðinu og bæta Theódóri Elmari Bjarnasyni inn á miðsvæðið eða færa Birki Bjarnason inn á miðsvæðið og setja Arnór Ingva Traustason og Rúrik Gíslason inn á vænginn í hans stað. Leikur Íslands og Perú hefst á miðnætti að íslenskum tíma. Er þetta síðasti leikur liðsins áður en Heimir tilkynnir leikmannahópinn sem fer til Rússlands. Er þetta því síðasta tækifæri leikmanna til að gera atlögu að sæti í hópnum sem fer til Rússlands í sumar.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Fleiri fréttir Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Sjá meira