Síðasta tækifæri leikmanna til að heilla Heimi og þjálfarateymið Hjörvar Ólafsson skrifar 27. mars 2018 09:30 Heimir Hallgrímsson velur HM-hópinn í byrjun maí. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur seinni leik sinn í ferð sinni til Bandaríkjanna í nótt. Mótherjar næturinnar eru Perú-menn og fer leikurinn fram á heimavelli Red Bulls í New Jersey. Íslenska liðið spilaði fínan leik þegar liðið mætti Mexíkó, en niðurstaðan varð engu að síður 0-3 tap. Það er engin nýlunda að ekki fari saman ágætis spilamennska og jákvæð niðurstaða í vináttulandsleikjum hjá íslenska liðinu. Margt jákvætt má taka úr leiknum gegn Mexíkó inn í leikinn gegn Perú. Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi íslenska liðsins eftir leikinn gegn Mexíkó. Albert Guðmundsson og Samúel Kári Friðjónsson fóru til móts við U-21 árs lið Íslands og léku með liðinu gegn Norður-Írlandi í undankeppni EM 2019 í gærkvöldi. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, verður ekki með í kvöld en fyrir fram var ákveðið í samstarfi við Cardiff að hann myndi aðeins leika annan æfingaleikinn. Mikilvægi Arons Einars inni á miðjunni hjá íslenska liðinu kom greinilega í ljós, en leikur liðsins riðlaðist nokkuð mikið án hans. Rúrik Gíslason og Theódór Elmar Bjarnason fengu högg í leiknum gegn Mexíkó, en Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins, var vongóður í viðtölum um helgina að þeir myndu ná leiknum gegn Perú Ljóst er að Hörður Björgvin Magnússon, Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson taka ekki þátt í leiknum en þeir eru allir að glíma við meiðsli. Þjálfarateymið nýtti allar sex skiptingarnar sem leyfilegt er að gera í vináttulandsleikjum gegn Mexíkó og það varð til þess að lítill taktur náðist í leik liðsins í seinni hálfleik. Það er spurning hvernig þjálfarateymið mun nálgast leikinn gegn Perú. Rúnar Alex Rúnarsson, Sverrir Ingi Ingason, Birkir Bjarnason, Kári Árnason og Ari Freyr Skúlason léku allan leikinn fyrir íslenska liðið í leiknum gegn Mexíkó og spurning hvort þeir muni hefja leikinn í kvöld. Ólíklegt er að Rúnar Alex standi vaktina í markinu í leiknum, en fimm markmenn voru valdir í þessi tvö verkefni. Búast má við því að Ragnar Sigurðsson leysi annaðhvort Sverri Inga eða Kára af í hjarta varnarinnar hjá íslenska liðinu. Ólafur Ingi Skúlason gæti svo fengið það hlutverk að leiða íslenska liðið inn á völlinn í fjarveru Arons Einars og fylla hans skarð inni á miðsvæðinu. Önnur spurning er hvort Kjartan Henry Finnbogason eða Viðar Örn Kjartansson leysi Albert af hólmi í framlínu íslenska liðsins. Annar möguleiki þjálfarateymisins er að þétta raðirnar inni á miðsvæðinu og bæta Theódóri Elmari Bjarnasyni inn á miðsvæðið eða færa Birki Bjarnason inn á miðsvæðið og setja Arnór Ingva Traustason og Rúrik Gíslason inn á vænginn í hans stað. Leikur Íslands og Perú hefst á miðnætti að íslenskum tíma. Er þetta síðasti leikur liðsins áður en Heimir tilkynnir leikmannahópinn sem fer til Rússlands. Er þetta því síðasta tækifæri leikmanna til að gera atlögu að sæti í hópnum sem fer til Rússlands í sumar. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur seinni leik sinn í ferð sinni til Bandaríkjanna í nótt. Mótherjar næturinnar eru Perú-menn og fer leikurinn fram á heimavelli Red Bulls í New Jersey. Íslenska liðið spilaði fínan leik þegar liðið mætti Mexíkó, en niðurstaðan varð engu að síður 0-3 tap. Það er engin nýlunda að ekki fari saman ágætis spilamennska og jákvæð niðurstaða í vináttulandsleikjum hjá íslenska liðinu. Margt jákvætt má taka úr leiknum gegn Mexíkó inn í leikinn gegn Perú. Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi íslenska liðsins eftir leikinn gegn Mexíkó. Albert Guðmundsson og Samúel Kári Friðjónsson fóru til móts við U-21 árs lið Íslands og léku með liðinu gegn Norður-Írlandi í undankeppni EM 2019 í gærkvöldi. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, verður ekki með í kvöld en fyrir fram var ákveðið í samstarfi við Cardiff að hann myndi aðeins leika annan æfingaleikinn. Mikilvægi Arons Einars inni á miðjunni hjá íslenska liðinu kom greinilega í ljós, en leikur liðsins riðlaðist nokkuð mikið án hans. Rúrik Gíslason og Theódór Elmar Bjarnason fengu högg í leiknum gegn Mexíkó, en Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins, var vongóður í viðtölum um helgina að þeir myndu ná leiknum gegn Perú Ljóst er að Hörður Björgvin Magnússon, Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson taka ekki þátt í leiknum en þeir eru allir að glíma við meiðsli. Þjálfarateymið nýtti allar sex skiptingarnar sem leyfilegt er að gera í vináttulandsleikjum gegn Mexíkó og það varð til þess að lítill taktur náðist í leik liðsins í seinni hálfleik. Það er spurning hvernig þjálfarateymið mun nálgast leikinn gegn Perú. Rúnar Alex Rúnarsson, Sverrir Ingi Ingason, Birkir Bjarnason, Kári Árnason og Ari Freyr Skúlason léku allan leikinn fyrir íslenska liðið í leiknum gegn Mexíkó og spurning hvort þeir muni hefja leikinn í kvöld. Ólíklegt er að Rúnar Alex standi vaktina í markinu í leiknum, en fimm markmenn voru valdir í þessi tvö verkefni. Búast má við því að Ragnar Sigurðsson leysi annaðhvort Sverri Inga eða Kára af í hjarta varnarinnar hjá íslenska liðinu. Ólafur Ingi Skúlason gæti svo fengið það hlutverk að leiða íslenska liðið inn á völlinn í fjarveru Arons Einars og fylla hans skarð inni á miðsvæðinu. Önnur spurning er hvort Kjartan Henry Finnbogason eða Viðar Örn Kjartansson leysi Albert af hólmi í framlínu íslenska liðsins. Annar möguleiki þjálfarateymisins er að þétta raðirnar inni á miðsvæðinu og bæta Theódóri Elmari Bjarnasyni inn á miðsvæðið eða færa Birki Bjarnason inn á miðsvæðið og setja Arnór Ingva Traustason og Rúrik Gíslason inn á vænginn í hans stað. Leikur Íslands og Perú hefst á miðnætti að íslenskum tíma. Er þetta síðasti leikur liðsins áður en Heimir tilkynnir leikmannahópinn sem fer til Rússlands. Er þetta því síðasta tækifæri leikmanna til að gera atlögu að sæti í hópnum sem fer til Rússlands í sumar.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Sjá meira