Hafnar vegg á eigin lóð til að leysa ljósmengun Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. mars 2018 07:00 Lausnin sem Kópavogsbær býður er að byggja vegg á lóð Þorrasala 9-11 til að skerma íbúana þar af frá ónæði af bílageymslu nágrannanna. Veggurinn er sýndur með rauðu. Valgeir Jónasson, vélfræðingur og formaður Húsfélagsins í Þorrasölum 9-11, hafnar fullyrðingu Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í Kópavogi, um að Valgeir hafi ekki óskað eftir samtali við hann.Í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag sagði Valgeir að Ármann bæjarstjóri svaraði ekki skilaboðum og vildi ekki ræða við íbúana í Þorrasölum 9-11 eftir að þeir unnu kærumál vegna leyfis sem bærinn gaf fyrir breyttri aðkomu að bílageymslu nágrannablokkar. Því hafnaði bæjarstjórinn í Fréttablaðinu daginn eftir. „Mér hafa hvorki borist skilaboð né beiðni um fund frá húsfélaginu,“ sagði Ármann. Þetta segir Valgeir ekki rétt. „Ég hafði samband við Kópavogsbæ viku áður en greinin kom í Fréttablaðið og bað um að bæjarstjóri hefði samband við mig en ég fékk bara samband við ritara hans og ætlaði hún að koma skilaboðum til bæjarstjóra,“ fullyrðir Valgeir. Húsfélagsformaðurinn segist í þessu samtali við ritarann hafa gefið bæjarstjóranum vikufrest áður en hann færi með málið í fjölmiðla. „Og ætlaði hún að koma skilaboðum til bæjarstjóra, en hann hefur ekki viljað vera að ómaka sig fyrir íbúa bæjarins sem greiða honum laun fyrir að sinna störfum bæjarfélagsins.“Sjá einnig Telja sig vera hunsuð eftir sigur í kærumáli Þá segir Valgeir að eftir að fréttin hafi birst á miðvikudag hafi bærinn sent tillögu til lausnar málinu. „Þetta er nákvæmlega sama plaggið og Kópavogsbær bauð árið 2016,“ segir hann. Tillagan er um að reistur verði veggur til að skerma af ljósgeisla og hljóð frá innkeyrslunni í bílageymslu nágrannana. „Við höfnum alfarið því sem Kópavogsbær er að bjóða sem er að fara inn á lóð okkar og byggja vegg þar.“ Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ógilti í september í fyrra leyfi sem Kópavogsbær gaf fyrir því að umrædd innkeyrsla í bílageymslu Þorrasala 13-15 sneri að Þorrasölum 9-11 í stað þess að vísa að götunni sjálfri. „Nú verður Kópavogsbær að fara að hysja upp um sig buxurnar og hlýða þessum úrskurði. Ef þeir ætla ekkert að fara eftir úrskurðinum er ekkert fyrir okkur annað að gera en að fara með þetta í dómsmál – og fer það þá þangað nú um næstu mánaðamót,“ segir formaður Húsfélagsins í Þorrasölum 9-11 og ítrekar ósk sína um samtal við bæjarstjóra sem hann kveður ekki enn hafa svarað skilaboðum. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Telja sig vera hunsuð eftir sigur í kærumáli Íbúar í fjölbýlishúsi í Þorrasölum segja Kópavogsbæ ekkert við þá tala eftir að þeir unnu kærumál gegn bænum vegna ólöglegrar aðkomu sem leyfð var að bílakjallara nágrannablokkar. Bæjaryfirvöld segjast vera að skoða málið. 22. mars 2018 07:00 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira
Valgeir Jónasson, vélfræðingur og formaður Húsfélagsins í Þorrasölum 9-11, hafnar fullyrðingu Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í Kópavogi, um að Valgeir hafi ekki óskað eftir samtali við hann.Í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag sagði Valgeir að Ármann bæjarstjóri svaraði ekki skilaboðum og vildi ekki ræða við íbúana í Þorrasölum 9-11 eftir að þeir unnu kærumál vegna leyfis sem bærinn gaf fyrir breyttri aðkomu að bílageymslu nágrannablokkar. Því hafnaði bæjarstjórinn í Fréttablaðinu daginn eftir. „Mér hafa hvorki borist skilaboð né beiðni um fund frá húsfélaginu,“ sagði Ármann. Þetta segir Valgeir ekki rétt. „Ég hafði samband við Kópavogsbæ viku áður en greinin kom í Fréttablaðið og bað um að bæjarstjóri hefði samband við mig en ég fékk bara samband við ritara hans og ætlaði hún að koma skilaboðum til bæjarstjóra,“ fullyrðir Valgeir. Húsfélagsformaðurinn segist í þessu samtali við ritarann hafa gefið bæjarstjóranum vikufrest áður en hann færi með málið í fjölmiðla. „Og ætlaði hún að koma skilaboðum til bæjarstjóra, en hann hefur ekki viljað vera að ómaka sig fyrir íbúa bæjarins sem greiða honum laun fyrir að sinna störfum bæjarfélagsins.“Sjá einnig Telja sig vera hunsuð eftir sigur í kærumáli Þá segir Valgeir að eftir að fréttin hafi birst á miðvikudag hafi bærinn sent tillögu til lausnar málinu. „Þetta er nákvæmlega sama plaggið og Kópavogsbær bauð árið 2016,“ segir hann. Tillagan er um að reistur verði veggur til að skerma af ljósgeisla og hljóð frá innkeyrslunni í bílageymslu nágrannana. „Við höfnum alfarið því sem Kópavogsbær er að bjóða sem er að fara inn á lóð okkar og byggja vegg þar.“ Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ógilti í september í fyrra leyfi sem Kópavogsbær gaf fyrir því að umrædd innkeyrsla í bílageymslu Þorrasala 13-15 sneri að Þorrasölum 9-11 í stað þess að vísa að götunni sjálfri. „Nú verður Kópavogsbær að fara að hysja upp um sig buxurnar og hlýða þessum úrskurði. Ef þeir ætla ekkert að fara eftir úrskurðinum er ekkert fyrir okkur annað að gera en að fara með þetta í dómsmál – og fer það þá þangað nú um næstu mánaðamót,“ segir formaður Húsfélagsins í Þorrasölum 9-11 og ítrekar ósk sína um samtal við bæjarstjóra sem hann kveður ekki enn hafa svarað skilaboðum.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Telja sig vera hunsuð eftir sigur í kærumáli Íbúar í fjölbýlishúsi í Þorrasölum segja Kópavogsbæ ekkert við þá tala eftir að þeir unnu kærumál gegn bænum vegna ólöglegrar aðkomu sem leyfð var að bílakjallara nágrannablokkar. Bæjaryfirvöld segjast vera að skoða málið. 22. mars 2018 07:00 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira
Telja sig vera hunsuð eftir sigur í kærumáli Íbúar í fjölbýlishúsi í Þorrasölum segja Kópavogsbæ ekkert við þá tala eftir að þeir unnu kærumál gegn bænum vegna ólöglegrar aðkomu sem leyfð var að bílakjallara nágrannablokkar. Bæjaryfirvöld segjast vera að skoða málið. 22. mars 2018 07:00