Bræðurnir hreinsaðir af öllum grun um morðið á Kevin Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. mars 2018 13:30 Robin og Christian voru sagðir hafa orðið hinum fjögurra ára Kevin að bana árið 1998. Þeir efuðust alltaf um sekt sína. Skjáskot SVT Nær tuttugu ár eru liðin frá því að fimm og sjö ára gamlir sænskir bræður voru sagðir hafa banað hinum fjögurra ára Kevin Hjalmarsson í Värmland í Svíþjóð. Bræðurnir tveir hafa nú verið hreinsaðir af grun um aðild að málinu og þá telur saksóknari jafnframt að andlát Kevins hafi ekki borið að með saknæmum hætti.Rannsókn tekin upp að nýju í fyrra Hinn fjögurra ára Kevin fannst látinn um miðjan ágúst 1998 á trépalli í háu grasi í Glafsfjorden í hverfinu Dottevik hjá Arvika í Värmland. Þegar sjúkralið mætti á staðinn var upphaflega talið að drengurinn hefði drukknað. Krufning leiddi hins vegar í ljós að þrengt hafi verið að hálsi hans með priki og hann kafnað. Málið reyndi mikið á sænsku þjóðina á sínum tíma og ákváðu saksóknarar í maí síðastliðnum að rannsaka málið á nýjan leik eftir að nýjar upplýsingar litu dagsins ljós.Bræðurnir Christian og Robin í viðtali við SVT í dag.Skjáskot SVTHorfa fram á veginn Bræðurnir Christian Karlsson og Robin Dahlén, sem nú eru 26 og 24 ára gamlir, voru sakaðir um að hafa orðið Kevin að bana, þá fimm og sjö ára, eftir tveggja mánaða rannsókn lögreglu. Þeir voru hreinsaðir af öllum grun og ákærum vegna málsins í dag. „Við bræðurnir erum nú lausir allra mála hvað varðar rannsóknina,“ sagði Christian, annar bræðranna, í samtali við sænska ríkisútvarpið. Bræðurnir voru kallaðir á fund saksóknara vegna málsins í dag þar sem þeir voru upplýstir um stöðu rannsóknarinnar. „Ég get aðeins lýst þessu sem hreinni hamingju,“ bætti Christian við og sagði þá bræður nú líta björtum augum til framtíðar eftir erfiða æsku, litaða af máli Kevins. Faðir bræðranna, Weine Dahlén, var einnig mjög létt. „Þetta er alveg magnað. Þetta er svo fallegt, eftir svona mörg ár. Loksins. Loksins er allt komið í samt lag,“ sagði hann við fréttamenn í dag.Talið að ekkert saknæmt hafi átt sér stað Þá kom einnig fram á blaðamannafundi, sem saksóknarinn Niclas Wargren boðaði til í dag, að ekki sé talið að andlát Kevins hafi borið að með saknæmum hætti.Lögregla var undir miklum þrýstingi að leysa málið á sínum tíma og yfirheyrði í heildina 120 börn og fjölda fullorðinna við rannsóknina. Þegar „játning“ bræðranna lá fyrir þótti hún þó ekki ýkja trúverðug, en þeir voru yfirheyrðir í 31 klukkutíma, og hafa þeir Christian og Robin ætíð efast um sekt sína. Þá voru Svíar almennt á þeirri skoðun að fjölmargt hafi mátt setja út á rannsókn lögreglu. Norðurlönd Tengdar fréttir Svíar taka að nýju upp rannsókn á morðinu á hinum fjögurra ára Kevin Fiimm og sjö ára gamlir sænskir bræður eru sagðir hafa banað hinum fjögurra ára Kevin í Värmland í Svíþjóð árið 1998. Í ljósi nýrra upplýsinga verður málið tekið upp að nýju. 11. maí 2017 11:18 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Nær tuttugu ár eru liðin frá því að fimm og sjö ára gamlir sænskir bræður voru sagðir hafa banað hinum fjögurra ára Kevin Hjalmarsson í Värmland í Svíþjóð. Bræðurnir tveir hafa nú verið hreinsaðir af grun um aðild að málinu og þá telur saksóknari jafnframt að andlát Kevins hafi ekki borið að með saknæmum hætti.Rannsókn tekin upp að nýju í fyrra Hinn fjögurra ára Kevin fannst látinn um miðjan ágúst 1998 á trépalli í háu grasi í Glafsfjorden í hverfinu Dottevik hjá Arvika í Värmland. Þegar sjúkralið mætti á staðinn var upphaflega talið að drengurinn hefði drukknað. Krufning leiddi hins vegar í ljós að þrengt hafi verið að hálsi hans með priki og hann kafnað. Málið reyndi mikið á sænsku þjóðina á sínum tíma og ákváðu saksóknarar í maí síðastliðnum að rannsaka málið á nýjan leik eftir að nýjar upplýsingar litu dagsins ljós.Bræðurnir Christian og Robin í viðtali við SVT í dag.Skjáskot SVTHorfa fram á veginn Bræðurnir Christian Karlsson og Robin Dahlén, sem nú eru 26 og 24 ára gamlir, voru sakaðir um að hafa orðið Kevin að bana, þá fimm og sjö ára, eftir tveggja mánaða rannsókn lögreglu. Þeir voru hreinsaðir af öllum grun og ákærum vegna málsins í dag. „Við bræðurnir erum nú lausir allra mála hvað varðar rannsóknina,“ sagði Christian, annar bræðranna, í samtali við sænska ríkisútvarpið. Bræðurnir voru kallaðir á fund saksóknara vegna málsins í dag þar sem þeir voru upplýstir um stöðu rannsóknarinnar. „Ég get aðeins lýst þessu sem hreinni hamingju,“ bætti Christian við og sagði þá bræður nú líta björtum augum til framtíðar eftir erfiða æsku, litaða af máli Kevins. Faðir bræðranna, Weine Dahlén, var einnig mjög létt. „Þetta er alveg magnað. Þetta er svo fallegt, eftir svona mörg ár. Loksins. Loksins er allt komið í samt lag,“ sagði hann við fréttamenn í dag.Talið að ekkert saknæmt hafi átt sér stað Þá kom einnig fram á blaðamannafundi, sem saksóknarinn Niclas Wargren boðaði til í dag, að ekki sé talið að andlát Kevins hafi borið að með saknæmum hætti.Lögregla var undir miklum þrýstingi að leysa málið á sínum tíma og yfirheyrði í heildina 120 börn og fjölda fullorðinna við rannsóknina. Þegar „játning“ bræðranna lá fyrir þótti hún þó ekki ýkja trúverðug, en þeir voru yfirheyrðir í 31 klukkutíma, og hafa þeir Christian og Robin ætíð efast um sekt sína. Þá voru Svíar almennt á þeirri skoðun að fjölmargt hafi mátt setja út á rannsókn lögreglu.
Norðurlönd Tengdar fréttir Svíar taka að nýju upp rannsókn á morðinu á hinum fjögurra ára Kevin Fiimm og sjö ára gamlir sænskir bræður eru sagðir hafa banað hinum fjögurra ára Kevin í Värmland í Svíþjóð árið 1998. Í ljósi nýrra upplýsinga verður málið tekið upp að nýju. 11. maí 2017 11:18 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Svíar taka að nýju upp rannsókn á morðinu á hinum fjögurra ára Kevin Fiimm og sjö ára gamlir sænskir bræður eru sagðir hafa banað hinum fjögurra ára Kevin í Värmland í Svíþjóð árið 1998. Í ljósi nýrra upplýsinga verður málið tekið upp að nýju. 11. maí 2017 11:18