Bræðurnir hreinsaðir af öllum grun um morðið á Kevin Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. mars 2018 13:30 Robin og Christian voru sagðir hafa orðið hinum fjögurra ára Kevin að bana árið 1998. Þeir efuðust alltaf um sekt sína. Skjáskot SVT Nær tuttugu ár eru liðin frá því að fimm og sjö ára gamlir sænskir bræður voru sagðir hafa banað hinum fjögurra ára Kevin Hjalmarsson í Värmland í Svíþjóð. Bræðurnir tveir hafa nú verið hreinsaðir af grun um aðild að málinu og þá telur saksóknari jafnframt að andlát Kevins hafi ekki borið að með saknæmum hætti.Rannsókn tekin upp að nýju í fyrra Hinn fjögurra ára Kevin fannst látinn um miðjan ágúst 1998 á trépalli í háu grasi í Glafsfjorden í hverfinu Dottevik hjá Arvika í Värmland. Þegar sjúkralið mætti á staðinn var upphaflega talið að drengurinn hefði drukknað. Krufning leiddi hins vegar í ljós að þrengt hafi verið að hálsi hans með priki og hann kafnað. Málið reyndi mikið á sænsku þjóðina á sínum tíma og ákváðu saksóknarar í maí síðastliðnum að rannsaka málið á nýjan leik eftir að nýjar upplýsingar litu dagsins ljós.Bræðurnir Christian og Robin í viðtali við SVT í dag.Skjáskot SVTHorfa fram á veginn Bræðurnir Christian Karlsson og Robin Dahlén, sem nú eru 26 og 24 ára gamlir, voru sakaðir um að hafa orðið Kevin að bana, þá fimm og sjö ára, eftir tveggja mánaða rannsókn lögreglu. Þeir voru hreinsaðir af öllum grun og ákærum vegna málsins í dag. „Við bræðurnir erum nú lausir allra mála hvað varðar rannsóknina,“ sagði Christian, annar bræðranna, í samtali við sænska ríkisútvarpið. Bræðurnir voru kallaðir á fund saksóknara vegna málsins í dag þar sem þeir voru upplýstir um stöðu rannsóknarinnar. „Ég get aðeins lýst þessu sem hreinni hamingju,“ bætti Christian við og sagði þá bræður nú líta björtum augum til framtíðar eftir erfiða æsku, litaða af máli Kevins. Faðir bræðranna, Weine Dahlén, var einnig mjög létt. „Þetta er alveg magnað. Þetta er svo fallegt, eftir svona mörg ár. Loksins. Loksins er allt komið í samt lag,“ sagði hann við fréttamenn í dag.Talið að ekkert saknæmt hafi átt sér stað Þá kom einnig fram á blaðamannafundi, sem saksóknarinn Niclas Wargren boðaði til í dag, að ekki sé talið að andlát Kevins hafi borið að með saknæmum hætti.Lögregla var undir miklum þrýstingi að leysa málið á sínum tíma og yfirheyrði í heildina 120 börn og fjölda fullorðinna við rannsóknina. Þegar „játning“ bræðranna lá fyrir þótti hún þó ekki ýkja trúverðug, en þeir voru yfirheyrðir í 31 klukkutíma, og hafa þeir Christian og Robin ætíð efast um sekt sína. Þá voru Svíar almennt á þeirri skoðun að fjölmargt hafi mátt setja út á rannsókn lögreglu. Norðurlönd Tengdar fréttir Svíar taka að nýju upp rannsókn á morðinu á hinum fjögurra ára Kevin Fiimm og sjö ára gamlir sænskir bræður eru sagðir hafa banað hinum fjögurra ára Kevin í Värmland í Svíþjóð árið 1998. Í ljósi nýrra upplýsinga verður málið tekið upp að nýju. 11. maí 2017 11:18 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Nær tuttugu ár eru liðin frá því að fimm og sjö ára gamlir sænskir bræður voru sagðir hafa banað hinum fjögurra ára Kevin Hjalmarsson í Värmland í Svíþjóð. Bræðurnir tveir hafa nú verið hreinsaðir af grun um aðild að málinu og þá telur saksóknari jafnframt að andlát Kevins hafi ekki borið að með saknæmum hætti.Rannsókn tekin upp að nýju í fyrra Hinn fjögurra ára Kevin fannst látinn um miðjan ágúst 1998 á trépalli í háu grasi í Glafsfjorden í hverfinu Dottevik hjá Arvika í Värmland. Þegar sjúkralið mætti á staðinn var upphaflega talið að drengurinn hefði drukknað. Krufning leiddi hins vegar í ljós að þrengt hafi verið að hálsi hans með priki og hann kafnað. Málið reyndi mikið á sænsku þjóðina á sínum tíma og ákváðu saksóknarar í maí síðastliðnum að rannsaka málið á nýjan leik eftir að nýjar upplýsingar litu dagsins ljós.Bræðurnir Christian og Robin í viðtali við SVT í dag.Skjáskot SVTHorfa fram á veginn Bræðurnir Christian Karlsson og Robin Dahlén, sem nú eru 26 og 24 ára gamlir, voru sakaðir um að hafa orðið Kevin að bana, þá fimm og sjö ára, eftir tveggja mánaða rannsókn lögreglu. Þeir voru hreinsaðir af öllum grun og ákærum vegna málsins í dag. „Við bræðurnir erum nú lausir allra mála hvað varðar rannsóknina,“ sagði Christian, annar bræðranna, í samtali við sænska ríkisútvarpið. Bræðurnir voru kallaðir á fund saksóknara vegna málsins í dag þar sem þeir voru upplýstir um stöðu rannsóknarinnar. „Ég get aðeins lýst þessu sem hreinni hamingju,“ bætti Christian við og sagði þá bræður nú líta björtum augum til framtíðar eftir erfiða æsku, litaða af máli Kevins. Faðir bræðranna, Weine Dahlén, var einnig mjög létt. „Þetta er alveg magnað. Þetta er svo fallegt, eftir svona mörg ár. Loksins. Loksins er allt komið í samt lag,“ sagði hann við fréttamenn í dag.Talið að ekkert saknæmt hafi átt sér stað Þá kom einnig fram á blaðamannafundi, sem saksóknarinn Niclas Wargren boðaði til í dag, að ekki sé talið að andlát Kevins hafi borið að með saknæmum hætti.Lögregla var undir miklum þrýstingi að leysa málið á sínum tíma og yfirheyrði í heildina 120 börn og fjölda fullorðinna við rannsóknina. Þegar „játning“ bræðranna lá fyrir þótti hún þó ekki ýkja trúverðug, en þeir voru yfirheyrðir í 31 klukkutíma, og hafa þeir Christian og Robin ætíð efast um sekt sína. Þá voru Svíar almennt á þeirri skoðun að fjölmargt hafi mátt setja út á rannsókn lögreglu.
Norðurlönd Tengdar fréttir Svíar taka að nýju upp rannsókn á morðinu á hinum fjögurra ára Kevin Fiimm og sjö ára gamlir sænskir bræður eru sagðir hafa banað hinum fjögurra ára Kevin í Värmland í Svíþjóð árið 1998. Í ljósi nýrra upplýsinga verður málið tekið upp að nýju. 11. maí 2017 11:18 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Svíar taka að nýju upp rannsókn á morðinu á hinum fjögurra ára Kevin Fiimm og sjö ára gamlir sænskir bræður eru sagðir hafa banað hinum fjögurra ára Kevin í Värmland í Svíþjóð árið 1998. Í ljósi nýrra upplýsinga verður málið tekið upp að nýju. 11. maí 2017 11:18