Utanríkisráðherra Rússa segir Bandaríkin kúga bandalagsríki sín Gunnar Reynir Valþórsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 27. mars 2018 13:30 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, var ómyrkur í máli í morgun og sagði augljóst að bandalagsríki Breta og Bandaríkjamanna væru í þessum aðgerðum af hálfum hug, einum eða tveimur erindrekum væri vísað úr landi um leið og beðist sé afsökunar á málinu þegar menn ræði saman undir fjögur augu. vísir/getty Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. Hann sakar Bandaríkjamenn um að standa að baki þeim aðgerðum sem aðrar vestrænar þjóðir hafa ráðist í til að mótmæla meintri framgöngu Rússa í Skripal málinu svokallaða. Frá því var greint í gær að Bandaríkin muni vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í enska bænum Salisbury í byrjun mánaðarins. Yfir tuttugu vestræn ríki hafa gripið til þess ráðs að vísa rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins en rússnesk yfirvald þvertaka fyrir að hafa haft eitthvað með árásina á feðginin að gera. Var eitrað fyrir honum og dóttur hans með taugaeitri sem Bretar segjast hafa rakið til rússneskra yfirvalda. Alls hefur yfir 100 rússneskum erindrekum, verið sagt að hafa sig á brott. Íslendingar taka þátt í þessum aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússum með því að hætta öllum tvíhliða samskiptum við Rússa auk þess sem ráðamenn héðan munu ekki mæta á heimsmeistaramótið í Rússlandi sem fram fer í sumar. Lavrov sagði í morgun að Bandaríkin stæðu nú í risastórum kúgunaraðgerðum gagnvart bandalagsríkjum sínum og að Rússar muni bregðast við, annað væri óhugsandi. Lavrov var ómyrkur í máli og sagði augljóst að bandalagsríki Breta og Bandaríkjamanna væru í þessum aðgerðum af hálfum hug; einum eða tveimur erindrekum væri vísað úr landi um leið og beðist væri afsökunar á málinu þegar menn ræði saman undir fjögur augu, að því er ráðherrann fullyrti. Hann bætti því síðan við að atburðarás undanfarinnar dagi renni stoðum undir þær fullyrðingar Rússa að sjálfstæðum ríkjum í Evrópu fari ört fækkandi. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Vilja reka rússneska njósnara úr landi en finna enga Forsætisráðherra Nýja Sjálands segir það ekki koma sér á óvart að landið sé ekki ofarlega á lista Rússa. 27. mars 2018 10:50 „Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“ Aldrei komið til greina að draga íslenska liðið úr keppni á HM af hálfu KSÍ. 27. mars 2018 11:30 Bretar hafa skilning á takmörkunum aðgerða Íslendinga gegn Rússum Sendiherra Bretlands á Íslandi segir að ákvörðun íslenskra ráðamanna um að mæta ekki á HM í Rússlandi í sumar sýni hversu mikla áherslu Ísland leggi á að verja lýðræðissamfélög heims. 27. mars 2018 12:45 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. Hann sakar Bandaríkjamenn um að standa að baki þeim aðgerðum sem aðrar vestrænar þjóðir hafa ráðist í til að mótmæla meintri framgöngu Rússa í Skripal málinu svokallaða. Frá því var greint í gær að Bandaríkin muni vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í enska bænum Salisbury í byrjun mánaðarins. Yfir tuttugu vestræn ríki hafa gripið til þess ráðs að vísa rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins en rússnesk yfirvald þvertaka fyrir að hafa haft eitthvað með árásina á feðginin að gera. Var eitrað fyrir honum og dóttur hans með taugaeitri sem Bretar segjast hafa rakið til rússneskra yfirvalda. Alls hefur yfir 100 rússneskum erindrekum, verið sagt að hafa sig á brott. Íslendingar taka þátt í þessum aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússum með því að hætta öllum tvíhliða samskiptum við Rússa auk þess sem ráðamenn héðan munu ekki mæta á heimsmeistaramótið í Rússlandi sem fram fer í sumar. Lavrov sagði í morgun að Bandaríkin stæðu nú í risastórum kúgunaraðgerðum gagnvart bandalagsríkjum sínum og að Rússar muni bregðast við, annað væri óhugsandi. Lavrov var ómyrkur í máli og sagði augljóst að bandalagsríki Breta og Bandaríkjamanna væru í þessum aðgerðum af hálfum hug; einum eða tveimur erindrekum væri vísað úr landi um leið og beðist væri afsökunar á málinu þegar menn ræði saman undir fjögur augu, að því er ráðherrann fullyrti. Hann bætti því síðan við að atburðarás undanfarinnar dagi renni stoðum undir þær fullyrðingar Rússa að sjálfstæðum ríkjum í Evrópu fari ört fækkandi.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Vilja reka rússneska njósnara úr landi en finna enga Forsætisráðherra Nýja Sjálands segir það ekki koma sér á óvart að landið sé ekki ofarlega á lista Rússa. 27. mars 2018 10:50 „Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“ Aldrei komið til greina að draga íslenska liðið úr keppni á HM af hálfu KSÍ. 27. mars 2018 11:30 Bretar hafa skilning á takmörkunum aðgerða Íslendinga gegn Rússum Sendiherra Bretlands á Íslandi segir að ákvörðun íslenskra ráðamanna um að mæta ekki á HM í Rússlandi í sumar sýni hversu mikla áherslu Ísland leggi á að verja lýðræðissamfélög heims. 27. mars 2018 12:45 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Vilja reka rússneska njósnara úr landi en finna enga Forsætisráðherra Nýja Sjálands segir það ekki koma sér á óvart að landið sé ekki ofarlega á lista Rússa. 27. mars 2018 10:50
„Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“ Aldrei komið til greina að draga íslenska liðið úr keppni á HM af hálfu KSÍ. 27. mars 2018 11:30
Bretar hafa skilning á takmörkunum aðgerða Íslendinga gegn Rússum Sendiherra Bretlands á Íslandi segir að ákvörðun íslenskra ráðamanna um að mæta ekki á HM í Rússlandi í sumar sýni hversu mikla áherslu Ísland leggi á að verja lýðræðissamfélög heims. 27. mars 2018 12:45