Munu tæma dómstigin hér heima og leita út ef þess þarf Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. mars 2018 06:00 Inga Sæland er formaður Flokks fólksins VÍSIR/STEFÁN „Dómurinn var vonbrigði og í raun þykir okkur hann ganga gegn gildandi rétti,“ segir Inga Sæland formaður, Flokks fólksins, um dóm sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar var íslenska ríkið sýknað af kröfu ellilífeyrisþega um greiðslu á rúmum 40 þúsund krónum auk vaxta. Forsaga málsins er sú að árið 2016 voru gerð mistök við breytingar á almannatryggingalögum. Vísað var í rangan staflið í einni grein laganna. Samkvæmt orðanna hljóðan var því óheimilt að draga greiðslur frá lífeyrissjóðum við útreikning á ellilífeyri. Breytingarnar tóku gildi í upphafi árs 2017 en mistökin voru leiðrétt afturvirkt þann 1. mars 2017. Krafði konan ríkið um greiðslur samkvæmt lögunum eins og þau voru en ekki líkt og þau urðu síðar meir, eftir að mistökin höfðu verið leiðrétt. Hefði dómurinn fallið sækjanda í vil hefði ríkið þurft að punga út um fimm milljörðum til annarra lífeyrisþega. „Það kemur á óvart að gildandi réttur sé jafn fótum troðinn og raun ber vitni í dómnum. Lögin voru svona og vilji löggjafans og önnur lögskýringarsjónarmið blikna í samanburði við gildandi rétt. Svona voru lögin í tvo mánuði og fólk hafði réttmætar væntingar til þess að fá greitt samkvæmt þeim,“ segir Inga. „Við munum áfrýja þessum dómi. Ef þetta verður ekki dæmt rétt hérna heima þá munum við leita til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þetta snýst um ofríki valdhafanna gegn borgurunum í landinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
„Dómurinn var vonbrigði og í raun þykir okkur hann ganga gegn gildandi rétti,“ segir Inga Sæland formaður, Flokks fólksins, um dóm sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar var íslenska ríkið sýknað af kröfu ellilífeyrisþega um greiðslu á rúmum 40 þúsund krónum auk vaxta. Forsaga málsins er sú að árið 2016 voru gerð mistök við breytingar á almannatryggingalögum. Vísað var í rangan staflið í einni grein laganna. Samkvæmt orðanna hljóðan var því óheimilt að draga greiðslur frá lífeyrissjóðum við útreikning á ellilífeyri. Breytingarnar tóku gildi í upphafi árs 2017 en mistökin voru leiðrétt afturvirkt þann 1. mars 2017. Krafði konan ríkið um greiðslur samkvæmt lögunum eins og þau voru en ekki líkt og þau urðu síðar meir, eftir að mistökin höfðu verið leiðrétt. Hefði dómurinn fallið sækjanda í vil hefði ríkið þurft að punga út um fimm milljörðum til annarra lífeyrisþega. „Það kemur á óvart að gildandi réttur sé jafn fótum troðinn og raun ber vitni í dómnum. Lögin voru svona og vilji löggjafans og önnur lögskýringarsjónarmið blikna í samanburði við gildandi rétt. Svona voru lögin í tvo mánuði og fólk hafði réttmætar væntingar til þess að fá greitt samkvæmt þeim,“ segir Inga. „Við munum áfrýja þessum dómi. Ef þetta verður ekki dæmt rétt hérna heima þá munum við leita til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þetta snýst um ofríki valdhafanna gegn borgurunum í landinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira