Heimir: Við erum nær ákvörðun en hópurinn er ekki klár Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. mars 2018 09:30 Heimir Hallgrímsson á hliðarlínunni í nótt. vísir/getty Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, var bæði sáttur og ósáttur eftir 3-1 tap á móti Perú í vináttuleik í New Jersey í nótt. Perú komst yfir snemma leiks með marki eftir fast leikatriði en Jón Guðni Fjóluson jafnaði og var staðan 1-1 í hálfleik. Perú samt betra liðið, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem að það kláraði leikinn. „Við erum svekktir með seinni hálfleikinn eftir að vinna okkur inn í fyrri hálfleikinn. Þetta byrjaði eins hræðilega og mögulegt var. Að fá á sig mark svona snemma á móti svona liði er slæmt,“ sagði Heimir Hallgrímsson í beinni útsendingu á RÚV eftir leikinn í nótt. „Við litum illa út fyrstu fimmtán mínúturnar. Við náðum aldrei að klukka þá. Þeir voru mun hraðari. Við unnum okkur smátt og smátt inn í leikinn og náðum að jafna.“Perúmenn skora annað markið.vísir/gettyÞeir voru mun betri „Við vorum þokkalega sáttir við hvernig við spiluðum úr fyrri hálfleiknum en við vissum að Perú væri gott lið í seinni hálfleik. Tölfræðin segir það. Þeir skora helmingi fleiri mörk í seinni hálfleik,“ sagði Heimir. Eyjamaðurinn vildi ólmur fá leiki gegn léttleikandi Ameríkuþjóðum eins og Mexíkó og Perú. Hann fékk ósk sína uppfyllta en fer heim með tvö töp á bakinu og markatöluna, 6-1. „Það verður bara að segjast að þeir voru mun betri en við í dag og einfaldlega númeri stærri. Saga leiksins er að við náðum bara ekki að klukka þá,“ sagði Heimir. „Ég held að við höfðum gott af því að spila við lið eins og Perú. Ég er búinn að horfa á ansi marga leiki með þeim. Það er hrikalega gaman að horfa á leiki með þeim. Þeir eru hraðir og tekknískir en samt viljugir og duglegir.“Birkir og Rúrik í baráttunni við Jefferson FárfanMikill lærdómur Þrátt fyrir að Heimir hafi verið ósáttur með spilamennskuna og tapið sagði hann ferðina góðan undirbúning fyrir leikinn á móti Argentínu í fyrsta leik á HM. Það eru þó leikmenn sem voru ekki að standa sig. „Við fengum smjörþefinn af því hvernig það er að spila á móti góðri suðuramerískri þjóð. Sumir voru í lagi en aðrir ekki á sama tempó. Þetta svaraði ýmsu fyrir okkur. Ég held að það sé gott fyrir okkur og strákana að hafa spilað leik eins og þennan,“ sagði Heimir, en er HM-hópurinn klár? „Við erum með eitthvað í huga. Þessi leikur var góður á margan hátt og mikill lærdómur. Við fengum svör sem við vildum fá út úr þessari ferð og nú fylgjumst við með leikmönnunum í næstu leikjum með þeirra félagsliðum. Auðvitað erum við nær en hópurinn er ekki klár,“ sagði Heimir Hallgrímsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Perú 1-3 | Fátt um svör í síðasta leiknum fyrir HM-valið Slakur síðari hálfleikur varð íslenska landsliðinu að falli í 3-1 tapi gegn Perú í vináttulandsleik liðanna í New Jersey í kvöld. Leikmennirnir hafa nú ekki fleiri landsliðstækifæri til þess að sýna sig og sanna fyrir HM. 28. mars 2018 02:00 Þjálfararnir fengu svör en enginn „festi sér sæti“ fyrir HM Strákarnir okkar töpuðu báðum leikjunum í Bandaríkjunum. 28. mars 2018 08:00 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, var bæði sáttur og ósáttur eftir 3-1 tap á móti Perú í vináttuleik í New Jersey í nótt. Perú komst yfir snemma leiks með marki eftir fast leikatriði en Jón Guðni Fjóluson jafnaði og var staðan 1-1 í hálfleik. Perú samt betra liðið, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem að það kláraði leikinn. „Við erum svekktir með seinni hálfleikinn eftir að vinna okkur inn í fyrri hálfleikinn. Þetta byrjaði eins hræðilega og mögulegt var. Að fá á sig mark svona snemma á móti svona liði er slæmt,“ sagði Heimir Hallgrímsson í beinni útsendingu á RÚV eftir leikinn í nótt. „Við litum illa út fyrstu fimmtán mínúturnar. Við náðum aldrei að klukka þá. Þeir voru mun hraðari. Við unnum okkur smátt og smátt inn í leikinn og náðum að jafna.“Perúmenn skora annað markið.vísir/gettyÞeir voru mun betri „Við vorum þokkalega sáttir við hvernig við spiluðum úr fyrri hálfleiknum en við vissum að Perú væri gott lið í seinni hálfleik. Tölfræðin segir það. Þeir skora helmingi fleiri mörk í seinni hálfleik,“ sagði Heimir. Eyjamaðurinn vildi ólmur fá leiki gegn léttleikandi Ameríkuþjóðum eins og Mexíkó og Perú. Hann fékk ósk sína uppfyllta en fer heim með tvö töp á bakinu og markatöluna, 6-1. „Það verður bara að segjast að þeir voru mun betri en við í dag og einfaldlega númeri stærri. Saga leiksins er að við náðum bara ekki að klukka þá,“ sagði Heimir. „Ég held að við höfðum gott af því að spila við lið eins og Perú. Ég er búinn að horfa á ansi marga leiki með þeim. Það er hrikalega gaman að horfa á leiki með þeim. Þeir eru hraðir og tekknískir en samt viljugir og duglegir.“Birkir og Rúrik í baráttunni við Jefferson FárfanMikill lærdómur Þrátt fyrir að Heimir hafi verið ósáttur með spilamennskuna og tapið sagði hann ferðina góðan undirbúning fyrir leikinn á móti Argentínu í fyrsta leik á HM. Það eru þó leikmenn sem voru ekki að standa sig. „Við fengum smjörþefinn af því hvernig það er að spila á móti góðri suðuramerískri þjóð. Sumir voru í lagi en aðrir ekki á sama tempó. Þetta svaraði ýmsu fyrir okkur. Ég held að það sé gott fyrir okkur og strákana að hafa spilað leik eins og þennan,“ sagði Heimir, en er HM-hópurinn klár? „Við erum með eitthvað í huga. Þessi leikur var góður á margan hátt og mikill lærdómur. Við fengum svör sem við vildum fá út úr þessari ferð og nú fylgjumst við með leikmönnunum í næstu leikjum með þeirra félagsliðum. Auðvitað erum við nær en hópurinn er ekki klár,“ sagði Heimir Hallgrímsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Perú 1-3 | Fátt um svör í síðasta leiknum fyrir HM-valið Slakur síðari hálfleikur varð íslenska landsliðinu að falli í 3-1 tapi gegn Perú í vináttulandsleik liðanna í New Jersey í kvöld. Leikmennirnir hafa nú ekki fleiri landsliðstækifæri til þess að sýna sig og sanna fyrir HM. 28. mars 2018 02:00 Þjálfararnir fengu svör en enginn „festi sér sæti“ fyrir HM Strákarnir okkar töpuðu báðum leikjunum í Bandaríkjunum. 28. mars 2018 08:00 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Perú 1-3 | Fátt um svör í síðasta leiknum fyrir HM-valið Slakur síðari hálfleikur varð íslenska landsliðinu að falli í 3-1 tapi gegn Perú í vináttulandsleik liðanna í New Jersey í kvöld. Leikmennirnir hafa nú ekki fleiri landsliðstækifæri til þess að sýna sig og sanna fyrir HM. 28. mars 2018 02:00
Þjálfararnir fengu svör en enginn „festi sér sæti“ fyrir HM Strákarnir okkar töpuðu báðum leikjunum í Bandaríkjunum. 28. mars 2018 08:00