Óþarfi að mása og blása Ritstjórn skrifar 28. mars 2018 12:00 Glamour/Getty Góður hárblástur er eitthvað sem klikkar aldrei. Það er klassísk og látlaus leið til þess að láta hárið líta betur út, virka þykkara, fá lyftingu í rótina og fallega enda. Blástur á við fyrir hvaða tilefni sem er því að það er auðvelt að stjórna því hversu ýkt þú kýst að hafa hárið. Góður blástur endist vel í nokkra daga og er því vel þess virði að kynna sér hvaða tæki og tól þú þarft til þess að fá óskaútkomuna. Þetta virðist þó vefjast fyrir mörgum en Glamour mælir með að þú gefir þessu séns. 4 ráð fyrir hárblástur 1. Ekki nota of mikla hárnæringu áður en þú mótar og blæst hárið. 2. Spreyjaðu blástursvökva bæði í hárið og í rót hársins fyrir lyftingu, fyllingu og betra tak. 3.Hárið þarf að fá að þorna alveg áður en það er mótað eða lyfting gefin í rótina. Því er góður hárblásari með nokkrar stillingar lykilatriði. Eftir að þú blæst hárið með heitu og það er orðið þurrt er mjög gott að blása yfir með köldu svo að það haldist lengur. 4. Svokallaður rúllubursti er tilvalinn til þess að fá hið fullkomna blástursútlit. Með burstanum getur þú lyft hárinu í rótina, mótað toppinn eða hárið við andlitið, gert hárendana fallega og gefið örlitla hreyfingu. Rúlluburstar koma í öllum stærðum og gerðum og fer val þeirra eftir sídd hársins og útkomunni sem þú kýst að fá. Mest lesið Gervihöfuð og drekar á sýningu Gucci Glamour Lækka tónlistina í verslunum Abercrombie & Fitch Glamour Kjólarnir á lokakvöldinu í Cannes Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Louis Vuitton x Supreme Glamour Nicole Kidman tilnefnd til Emmy verðlauna Glamour Björk heldur tónleika í Háskólabíó Glamour Cara Delevingne aflitar á sér hárið Glamour Taumlaus gleði í jólapartýi Glamour Glamour Þessi voru verst klædd á Brit Awards Glamour
Góður hárblástur er eitthvað sem klikkar aldrei. Það er klassísk og látlaus leið til þess að láta hárið líta betur út, virka þykkara, fá lyftingu í rótina og fallega enda. Blástur á við fyrir hvaða tilefni sem er því að það er auðvelt að stjórna því hversu ýkt þú kýst að hafa hárið. Góður blástur endist vel í nokkra daga og er því vel þess virði að kynna sér hvaða tæki og tól þú þarft til þess að fá óskaútkomuna. Þetta virðist þó vefjast fyrir mörgum en Glamour mælir með að þú gefir þessu séns. 4 ráð fyrir hárblástur 1. Ekki nota of mikla hárnæringu áður en þú mótar og blæst hárið. 2. Spreyjaðu blástursvökva bæði í hárið og í rót hársins fyrir lyftingu, fyllingu og betra tak. 3.Hárið þarf að fá að þorna alveg áður en það er mótað eða lyfting gefin í rótina. Því er góður hárblásari með nokkrar stillingar lykilatriði. Eftir að þú blæst hárið með heitu og það er orðið þurrt er mjög gott að blása yfir með köldu svo að það haldist lengur. 4. Svokallaður rúllubursti er tilvalinn til þess að fá hið fullkomna blástursútlit. Með burstanum getur þú lyft hárinu í rótina, mótað toppinn eða hárið við andlitið, gert hárendana fallega og gefið örlitla hreyfingu. Rúlluburstar koma í öllum stærðum og gerðum og fer val þeirra eftir sídd hársins og útkomunni sem þú kýst að fá.
Mest lesið Gervihöfuð og drekar á sýningu Gucci Glamour Lækka tónlistina í verslunum Abercrombie & Fitch Glamour Kjólarnir á lokakvöldinu í Cannes Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Louis Vuitton x Supreme Glamour Nicole Kidman tilnefnd til Emmy verðlauna Glamour Björk heldur tónleika í Háskólabíó Glamour Cara Delevingne aflitar á sér hárið Glamour Taumlaus gleði í jólapartýi Glamour Glamour Þessi voru verst klædd á Brit Awards Glamour