Ljúki ökuskóla þrjú áður en skírteini fæst Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. mars 2018 09:00 Í reglugerð um almenn ökuskírteini er kveðið á um að til að hljóta ökuréttindi þurfi að ljúka ökuskóla þrjú. Fréttablaðið/Pjetur Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) beinir þeim tilmælum til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að gera ráðstafanir til þess að hægt sé að fella niður ákvæði til bráðabirgða um undanþágu frá þjálfun í ökugerði. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar um banaslys sem varð á Þorláksmessu 2016 við Heiðarenda í Jökulsárdal. Suzuki Grand Vitara endaði utan vegar og valt. Ökumaður bifreiðarinnar, 61 árs gömul kona, var ein í bifreiðinni og lést af höfuðáverkum. Færð á slysdegi var ekki með besta móti, snjókoma eða slydda og skyggni ábótavant. Óveðri hafði verið spáð síðar um daginn og hafði hin látna ætlað sér að komast á leiðarenda áður en færð spilltist. „Ökumaður öðlaðist ökuréttindi rúmlega fimm mánuðum fyrir slysið. Hann hafði því ekki langa reynslu af akstri og alls ekki í svo erfiðri færð sem þarna var,“ segir í skýrslunni. Í reglugerð um almenn ökuskírteini er kveðið á um að til að hljóta ökuréttindi þurfi að ljúka ökuskóla þrjú. Slíkt nám fer fram í ökugerði og kynnast nemar þar erfiðum akstursskilyrðum, hvernig aksturseiginleikar breytast þegar grip minnkar og hvernig skal forðast að bifreið fari að skríða til. Reglurnar hafa verið í gildi frá 2011 en uppbygging ökugerða hefur tafist. Engin slík eru á Austur- og Vesturlandi sem og Vestfjörðum. Því hefur verið undanþáguákvæði í lögum að hægt sé að fá bráðabirgðaskírteini án þess að ljúka ökuskóla þrjú. RNSA leggur til að þessi bráðabirgðaheimild verði felld niður. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Banaslys við Jökulsá á Brú Slysið varð laust fyrir klukkan 4 í dag. 23. desember 2016 19:15 Nafn konunnar sem lést í bílslysi við Heiðarenda Slysið varð um fjögurleytið í gær. 24. desember 2016 14:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) beinir þeim tilmælum til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að gera ráðstafanir til þess að hægt sé að fella niður ákvæði til bráðabirgða um undanþágu frá þjálfun í ökugerði. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar um banaslys sem varð á Þorláksmessu 2016 við Heiðarenda í Jökulsárdal. Suzuki Grand Vitara endaði utan vegar og valt. Ökumaður bifreiðarinnar, 61 árs gömul kona, var ein í bifreiðinni og lést af höfuðáverkum. Færð á slysdegi var ekki með besta móti, snjókoma eða slydda og skyggni ábótavant. Óveðri hafði verið spáð síðar um daginn og hafði hin látna ætlað sér að komast á leiðarenda áður en færð spilltist. „Ökumaður öðlaðist ökuréttindi rúmlega fimm mánuðum fyrir slysið. Hann hafði því ekki langa reynslu af akstri og alls ekki í svo erfiðri færð sem þarna var,“ segir í skýrslunni. Í reglugerð um almenn ökuskírteini er kveðið á um að til að hljóta ökuréttindi þurfi að ljúka ökuskóla þrjú. Slíkt nám fer fram í ökugerði og kynnast nemar þar erfiðum akstursskilyrðum, hvernig aksturseiginleikar breytast þegar grip minnkar og hvernig skal forðast að bifreið fari að skríða til. Reglurnar hafa verið í gildi frá 2011 en uppbygging ökugerða hefur tafist. Engin slík eru á Austur- og Vesturlandi sem og Vestfjörðum. Því hefur verið undanþáguákvæði í lögum að hægt sé að fá bráðabirgðaskírteini án þess að ljúka ökuskóla þrjú. RNSA leggur til að þessi bráðabirgðaheimild verði felld niður.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Banaslys við Jökulsá á Brú Slysið varð laust fyrir klukkan 4 í dag. 23. desember 2016 19:15 Nafn konunnar sem lést í bílslysi við Heiðarenda Slysið varð um fjögurleytið í gær. 24. desember 2016 14:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira
Nafn konunnar sem lést í bílslysi við Heiðarenda Slysið varð um fjögurleytið í gær. 24. desember 2016 14:30