Ólafía fór holu í höggi á fyrsta risamóti ársins Anton Ingi Leifsson skrifar 29. mars 2018 18:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á sautjándu brautinni á Dinah Shore vellinum í Kaliforníu. Ólafía spilaði fyrsta hringinn á pari. Ólafía er þar við keppni á fyrsta LPGA-risamóti ársins en á sautjándu holunni setti hún boltann beint ofan í holuna í fyrsta höggi sínu. Holan er par þrjú og 179 metrar en fyrir okkar konu var þetta lítil fyrirstaða. Algjörlega ótrúleg en annars var hringurinn hjá íþróttamanni ársins 2017 nokkuð kaflaskiptur. Hún fékk örn í tvígang og tvo fugla en skollarnir voru sex. Ólafía endaði á pari vallarins en þegar þetta er skrifað situr hún í 40. sætinu. Þetta ætti að gefa henni gott sjálfstraust fyrir morgundaginn en annar keppnisdagurinn fer fram á morgun. Þá kemur í ljós hvort að Ólafía komist í gegnum niðurskurðinn en þriðji og fjórði hringurinn verða leiknir á laugardag og sunnudag. Vísir fylgist áfram vel með gangi mála á morgun. Myndband af atvikinu má sjá í sjónvarpsglugganum efst í fréttinni. Karen Sævarsdóttir lýsti þessu í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á sautjándu brautinni á Dinah Shore vellinum í Kaliforníu. Ólafía spilaði fyrsta hringinn á pari. Ólafía er þar við keppni á fyrsta LPGA-risamóti ársins en á sautjándu holunni setti hún boltann beint ofan í holuna í fyrsta höggi sínu. Holan er par þrjú og 179 metrar en fyrir okkar konu var þetta lítil fyrirstaða. Algjörlega ótrúleg en annars var hringurinn hjá íþróttamanni ársins 2017 nokkuð kaflaskiptur. Hún fékk örn í tvígang og tvo fugla en skollarnir voru sex. Ólafía endaði á pari vallarins en þegar þetta er skrifað situr hún í 40. sætinu. Þetta ætti að gefa henni gott sjálfstraust fyrir morgundaginn en annar keppnisdagurinn fer fram á morgun. Þá kemur í ljós hvort að Ólafía komist í gegnum niðurskurðinn en þriðji og fjórði hringurinn verða leiknir á laugardag og sunnudag. Vísir fylgist áfram vel með gangi mála á morgun. Myndband af atvikinu má sjá í sjónvarpsglugganum efst í fréttinni. Karen Sævarsdóttir lýsti þessu í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti