Ólafía: Hitti hann geðveikt vel og svo hvarf hann Anton Ingi Leifsson skrifar 29. mars 2018 22:04 Magnað hjá Ólafíu í dag. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, var himinlifandi eftir fyrsta hringinn á ANA mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni en Ólafía fór holu í höggi á fyrsta hringnum í dag. Mótið sem fer fram um helgina er fyrsta stórmót ársins. „Ég var 165 metra fra og ég sló með fimm járni. Ég hitti hann geðveikt vel, var aðeins vinstra megin því boltinn rúllar þá til hægri,” sagði Ólafía. „Svo bara hvarf hann og ég fékk smá sjokk en þetta var ótrúlega gaman,” en höggið skilaði Ólafíu Þórunni tveimur flugmiðum á fyrsta farrými hjá ANA flugfélaginu sem er aðal styrktaraðili mótsins.Sjá einnig:Ólafía fór holu í höggi á fyrsta risamóti ársins „Ég veit ekki alveg hvert ég á eftir að fara en ég býð Thomasi (innsk. blm. kærasti Ólafíu) kannski eitthvað huggulegt.” Ólafía spilaði nokkuð kaflaskipt golf. Hún fékk örn í tvígang, tvo fugla og sex skolla. „Hringurinn var upp og niður. Ég strögglaði smá en hélt alltaf áfram að berjast. Svo fékk ég högg til baka hér og þar eins og þegar ég fékk örn. Ég átti geggjað inná högg og púttið rúllaði í.” „Ég er mjög ánægð með hvernig ég barðist í dag. Það er geðveikt að spila á fyrsta stórmótinu á árinu. Völlurinn er geggjaður og grínin eru ótrúlega hröð. Ef þú missir boltann útaf getur það verið mjög erfitt.” „Þetta er ótrúlega atvinnumannalegt allt hérna. Ég ætla að vera þolinmóð á morgun og gera mitt besta. Halda áfram sama leikskipulagi og vera andlega sterk,” sagði Ólafía að lokum. Golf Tengdar fréttir Ólafía fór holu í höggi á fyrsta risamóti ársins Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á sautjándu brautinni á Dinah Shore vellinum í Kaliforníu. Ólafía spilaði fyrsta hringinn á pari. 29. mars 2018 18:30 Mest lesið Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, var himinlifandi eftir fyrsta hringinn á ANA mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni en Ólafía fór holu í höggi á fyrsta hringnum í dag. Mótið sem fer fram um helgina er fyrsta stórmót ársins. „Ég var 165 metra fra og ég sló með fimm járni. Ég hitti hann geðveikt vel, var aðeins vinstra megin því boltinn rúllar þá til hægri,” sagði Ólafía. „Svo bara hvarf hann og ég fékk smá sjokk en þetta var ótrúlega gaman,” en höggið skilaði Ólafíu Þórunni tveimur flugmiðum á fyrsta farrými hjá ANA flugfélaginu sem er aðal styrktaraðili mótsins.Sjá einnig:Ólafía fór holu í höggi á fyrsta risamóti ársins „Ég veit ekki alveg hvert ég á eftir að fara en ég býð Thomasi (innsk. blm. kærasti Ólafíu) kannski eitthvað huggulegt.” Ólafía spilaði nokkuð kaflaskipt golf. Hún fékk örn í tvígang, tvo fugla og sex skolla. „Hringurinn var upp og niður. Ég strögglaði smá en hélt alltaf áfram að berjast. Svo fékk ég högg til baka hér og þar eins og þegar ég fékk örn. Ég átti geggjað inná högg og púttið rúllaði í.” „Ég er mjög ánægð með hvernig ég barðist í dag. Það er geðveikt að spila á fyrsta stórmótinu á árinu. Völlurinn er geggjaður og grínin eru ótrúlega hröð. Ef þú missir boltann útaf getur það verið mjög erfitt.” „Þetta er ótrúlega atvinnumannalegt allt hérna. Ég ætla að vera þolinmóð á morgun og gera mitt besta. Halda áfram sama leikskipulagi og vera andlega sterk,” sagði Ólafía að lokum.
Golf Tengdar fréttir Ólafía fór holu í höggi á fyrsta risamóti ársins Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á sautjándu brautinni á Dinah Shore vellinum í Kaliforníu. Ólafía spilaði fyrsta hringinn á pari. 29. mars 2018 18:30 Mest lesið Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía fór holu í höggi á fyrsta risamóti ársins Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á sautjándu brautinni á Dinah Shore vellinum í Kaliforníu. Ólafía spilaði fyrsta hringinn á pari. 29. mars 2018 18:30