Upplifa óvirðingu eftir miklar fórnir fyrir próf Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. mars 2018 09:00 Vinkonurnar María Arnardóttir, Kamilla Gunnarsdóttir, Eva María Smáradóttir, Teresa María Era og Birgitta Eysteinsdóttir. Vísir/Stefán „Við erum búnar að læra mjög mikið og leggja ótrúlega hart að okkur, svo er okkur bara sagt að þetta gildi ekki!“ segja bekkjarsysturnar Eva María, Birgitta, María, Kamilla og Teresa María í 9. bekk í Vatnsendaskóla í Kópavogi. Þeim finnst Menntamálastofnun sýna sér óvirðingu og eru allt annað en sáttar við framkvæmd samræmdra prófa. Sjálfar hafa þær lagt mikið á sig og sleppt því að mæta á æfingar, bæði í íþróttum og tónlist, til að undirbúa sig fyrir prófin. „Okkur finnst bara verið að svindla á okkur og viljum bara standa upp fyrir okkur sjálfar,“ segja þær stöllur. Vinkonurnar lýsa enskuprófinu sem þær tóku í gær. „Svörin voru alltaf að detta út hjá okkur og við þurftum alltaf að byrja upp á nýtt og setja svörin inn aftur. Svo þegar við vorum að skila prófinu þá kom bara „error“, þannig að við vitum ekkert hvort við skiluðum prófinu. Núna er verið að segja að prófið eigi ekki að gilda. Samt vorum við látnar læra fyrir prófið, taka prófið og klára það.“ Vinkonurnar og nemendur úr öðrum skólum hafa borið saman bækur sínar. „Það voru bara nokkrir úr hverjum skóla sem komust inn í íslenskuprófið og voru látnir klára það. Þau voru látin sitja í prófinu, alveg í tvo klukkutíma, þótt allt hafi verið bilað og svörin alltaf að detta út þrátt fyrir að búið væri að senda hina heim og prófið ætti ekkert að gilda.“ Þær segja marga hafa verið mjög kvíðna allan síðasta mánuð vegna prófanna. „Mjög margir lærðu til dæmis mjög mikið fyrir íslenskuprófið og lásu alveg í heila viku og slepptu öllum æfingum og slíku. Og svo er prófið bara ekki gilt!“ Þær segjast ekki aðeins hafa fórnað öllum tómstundum í aðdraganda prófanna heldur hafi þær líka keypt sérstakt stærðfræðinámskeið á netinu sem kostaði 30 þúsund til undirbúnings fyrir samræmdu prófin. Aðspurðar segja þær alls ekki nógu skýrt af hverju þær eigi að leggja hart að sér í þessum prófum. „Nei, en það er bara svo mikil pressa og við skiljum ekki alveg af hverju. Sumir kennarar segja að þetta gildi svo mikið og sé alveg ótrúlega mikilvægt á meðan aðrir segja að við þurfum bara að gera okkar besta en útskýra ekkert fyrir okkur af hverju eða vita bara ekki sjálfir ekki af hverju við erum að taka þessi próf.“ Þá segja vinkonurnar, sem hafa æft sig á prófum frá fyrri árum, prófin núna mun þyngri en þau hafa verið áður og það auki vissulega á kvíðann. Smári Stefánsson, faðir einnar stúlkunnar, segist ánægður með að þær vinkonurnar láti í sér heyra vegna málsins. „Þetta eru bara börn sem eru búin að eyða fullt af tíma í þetta og mér finnst þeim sýnd svo mikil lítilsvirðing. Svo axlar enginn ábyrgð. Það er bara bent á þjónustuaðilann,“ segir Smári. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
„Við erum búnar að læra mjög mikið og leggja ótrúlega hart að okkur, svo er okkur bara sagt að þetta gildi ekki!“ segja bekkjarsysturnar Eva María, Birgitta, María, Kamilla og Teresa María í 9. bekk í Vatnsendaskóla í Kópavogi. Þeim finnst Menntamálastofnun sýna sér óvirðingu og eru allt annað en sáttar við framkvæmd samræmdra prófa. Sjálfar hafa þær lagt mikið á sig og sleppt því að mæta á æfingar, bæði í íþróttum og tónlist, til að undirbúa sig fyrir prófin. „Okkur finnst bara verið að svindla á okkur og viljum bara standa upp fyrir okkur sjálfar,“ segja þær stöllur. Vinkonurnar lýsa enskuprófinu sem þær tóku í gær. „Svörin voru alltaf að detta út hjá okkur og við þurftum alltaf að byrja upp á nýtt og setja svörin inn aftur. Svo þegar við vorum að skila prófinu þá kom bara „error“, þannig að við vitum ekkert hvort við skiluðum prófinu. Núna er verið að segja að prófið eigi ekki að gilda. Samt vorum við látnar læra fyrir prófið, taka prófið og klára það.“ Vinkonurnar og nemendur úr öðrum skólum hafa borið saman bækur sínar. „Það voru bara nokkrir úr hverjum skóla sem komust inn í íslenskuprófið og voru látnir klára það. Þau voru látin sitja í prófinu, alveg í tvo klukkutíma, þótt allt hafi verið bilað og svörin alltaf að detta út þrátt fyrir að búið væri að senda hina heim og prófið ætti ekkert að gilda.“ Þær segja marga hafa verið mjög kvíðna allan síðasta mánuð vegna prófanna. „Mjög margir lærðu til dæmis mjög mikið fyrir íslenskuprófið og lásu alveg í heila viku og slepptu öllum æfingum og slíku. Og svo er prófið bara ekki gilt!“ Þær segjast ekki aðeins hafa fórnað öllum tómstundum í aðdraganda prófanna heldur hafi þær líka keypt sérstakt stærðfræðinámskeið á netinu sem kostaði 30 þúsund til undirbúnings fyrir samræmdu prófin. Aðspurðar segja þær alls ekki nógu skýrt af hverju þær eigi að leggja hart að sér í þessum prófum. „Nei, en það er bara svo mikil pressa og við skiljum ekki alveg af hverju. Sumir kennarar segja að þetta gildi svo mikið og sé alveg ótrúlega mikilvægt á meðan aðrir segja að við þurfum bara að gera okkar besta en útskýra ekkert fyrir okkur af hverju eða vita bara ekki sjálfir ekki af hverju við erum að taka þessi próf.“ Þá segja vinkonurnar, sem hafa æft sig á prófum frá fyrri árum, prófin núna mun þyngri en þau hafa verið áður og það auki vissulega á kvíðann. Smári Stefánsson, faðir einnar stúlkunnar, segist ánægður með að þær vinkonurnar láti í sér heyra vegna málsins. „Þetta eru bara börn sem eru búin að eyða fullt af tíma í þetta og mér finnst þeim sýnd svo mikil lítilsvirðing. Svo axlar enginn ábyrgð. Það er bara bent á þjónustuaðilann,“ segir Smári.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira