Garðabær sér á báti með leigulaus afnot Sigurður Mikael Jónsson skrifar 10. mars 2018 07:00 Garðabær sér Stjörnunni fyrir tveimur einbýlishúsum og einni íbúð, leigulaust. Vísir/Vilhelm „Það er ekkert slíkt í gangi hjá okkur. Við eigum alveg nóg með að útvega fólki félagslegt húsnæði í gegnum Félagsbústaði,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, aðspurður hvort borgin útvegi íþróttafélögum í hverfum borgarinnar íbúðarhúsnæði til að hýsa íþróttamenn eða starfsfólk félaganna. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær þá leigir Garðabær íþróttafélaginu Stjörnunni íbúðarhúsnæði í eigu bæjarins endurgjaldslaust til að hýsa afreksíþróttamenn og starfsfólk á vegum félagsins. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, lét hafa eftir sér að litið væri á hina endurgjaldslausu leigu sem styrk til íþróttafélagsins. Bæjarfulltrúi í Garðabæ hefur krafist svara við því hvers vegna fasteignirnar þrjár, auk ellefu annarra í eigu bæjarins, séu leigðar út á almennum markaði á félagshúsnæðisverði á meðan biðlisti sé eftir félagslegu húsnæði. Gunnar sagði fasteignirnar, tvö einbýlishús og íbúð, ekki henta til félagslegrar útleigu. Fréttablaðið sendi fyrirspurn til nágrannasveitarfélaganna Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðar og Kópavogs til að kanna hvort svona nokkuð tíðkaðist þar. Svo reyndist ekki vera. Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðar, segir að bærinn feli íþróttafélögum að reka mörg íþróttamannvirki í bænum, en þau megi ekki nota þau sem íbúð eða gististað. „Bærinn á félagslegar íbúðir og leigir slíkar fyrir skjólstæðinga sína en það er ekki í neinum tengslum við íþróttafélög heldur ætlað lágtekjufólki, öryrkjum og þeim sem eru staddir illa félagslega. Fjölskylduþjónusta bæjarins sér um það kerfi.“ Ekkert í líkingu við fyrirkomulagið í Garðabæ tíðkist í Hafnarfirði. „Hins vegar veit ég að íþróttafélög hafa leigt fyrir sitt fólk íbúðir úti í bæ, en það er ótengt okkur.“ Svar Sigríðar Bjargar Tómasdóttur, almannatengils Kópavogsbæjar, var stutt og laggott, þvert nei við spurningunni um hvort bærinn leigði félögum húsnæði. Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa boðað að fyrirspurn Maríu Grétarsdóttur, bæjarfulltrúa M-lista fólksins í bænum, um ráðstöfun fasteigna bæjarins verði svarað á fundi bæjarráðs næstkomandi þriðjudag. mikael@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
„Það er ekkert slíkt í gangi hjá okkur. Við eigum alveg nóg með að útvega fólki félagslegt húsnæði í gegnum Félagsbústaði,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, aðspurður hvort borgin útvegi íþróttafélögum í hverfum borgarinnar íbúðarhúsnæði til að hýsa íþróttamenn eða starfsfólk félaganna. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær þá leigir Garðabær íþróttafélaginu Stjörnunni íbúðarhúsnæði í eigu bæjarins endurgjaldslaust til að hýsa afreksíþróttamenn og starfsfólk á vegum félagsins. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, lét hafa eftir sér að litið væri á hina endurgjaldslausu leigu sem styrk til íþróttafélagsins. Bæjarfulltrúi í Garðabæ hefur krafist svara við því hvers vegna fasteignirnar þrjár, auk ellefu annarra í eigu bæjarins, séu leigðar út á almennum markaði á félagshúsnæðisverði á meðan biðlisti sé eftir félagslegu húsnæði. Gunnar sagði fasteignirnar, tvö einbýlishús og íbúð, ekki henta til félagslegrar útleigu. Fréttablaðið sendi fyrirspurn til nágrannasveitarfélaganna Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðar og Kópavogs til að kanna hvort svona nokkuð tíðkaðist þar. Svo reyndist ekki vera. Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðar, segir að bærinn feli íþróttafélögum að reka mörg íþróttamannvirki í bænum, en þau megi ekki nota þau sem íbúð eða gististað. „Bærinn á félagslegar íbúðir og leigir slíkar fyrir skjólstæðinga sína en það er ekki í neinum tengslum við íþróttafélög heldur ætlað lágtekjufólki, öryrkjum og þeim sem eru staddir illa félagslega. Fjölskylduþjónusta bæjarins sér um það kerfi.“ Ekkert í líkingu við fyrirkomulagið í Garðabæ tíðkist í Hafnarfirði. „Hins vegar veit ég að íþróttafélög hafa leigt fyrir sitt fólk íbúðir úti í bæ, en það er ótengt okkur.“ Svar Sigríðar Bjargar Tómasdóttur, almannatengils Kópavogsbæjar, var stutt og laggott, þvert nei við spurningunni um hvort bærinn leigði félögum húsnæði. Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa boðað að fyrirspurn Maríu Grétarsdóttur, bæjarfulltrúa M-lista fólksins í bænum, um ráðstöfun fasteigna bæjarins verði svarað á fundi bæjarráðs næstkomandi þriðjudag. mikael@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira