Huliðshjúpi slegið yfir sýndarveruleikasafn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. mars 2018 07:00 Sýndarveruleikasýning verður í gamla bænum á Sauðárkróki. Vísir/Pjetur „Við teljum að þessi sýning muni klárlega fúnkera sem segull fyrir Sauðárkrók og Skagafjörð,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Skagafjarðar. Byggðaráð Skagafjarðar hefur samþykkt drög að samningi við Sýndarveruleika ehf. um uppsetningu á sýningu í húsnæði bæjarins á Aðalgötu 21 á Sauðárkróki. Stefán segir um að ræða utanaðkomandi fjárfesta, að mestu einstaklinga, sem ætli að setja upp sýningu byggða á Sturlungaslóðum í Skagafirði og Örlygsstaðabardaga. „Það er verið að reyna að færa gesti nær atburðunum þannig að þeir upplifi þetta með öðrum hætti en þeir eru að gera í dag. Þetta er mjög metnaðarfullt og mjög spennandi verkefni. Þetta verður útskýrt betur á næstu dögum en þetta verður einstök sýning,“ segir Stefán. Vonast sé til að opnað verði seint næsta haust. Bjarni Jónsson, fulltrúi VG og óháðra, sagðist á fundi byggðaráðs á fimmtudag ekki geta stutt málið að svo stöddu vegna trúnaðar sem lagður sé á efnisatriði samninganna og fjárhagsskuldbindingar sveitarfélagsins vegna verkefnisins. „Þegar um er að ræða mjög stór mál með verulegum fjárhagslegum skuldbindingum og jafnvel til lengri tíma þá er mikilvægt fyrir sveitarstjórnarfulltrúa að geta farið yfir þau með sínu samstarfsfólki,“ segir Bjarni sem kveðst sjálfur hafa aðgang að ýmsum upplýsingum sem bundnar séu trúnaði. Hann vilji þó að teknar verði saman frekari upplýsingar um heildarskuldbindingar sveitarfélagsins og áhrif verkefnisins. Stefán segir framlag Skagafjarðar fyrst og fremst felast í að leggja fram húsnæðið á Aðalgötu 21 sem sveitarfélagið eignaðist í makaskiptum við Kaupfélag Skagafjarðar og lét í staðinn svokallað Minjahús þar skammt frá. Stefán bendir á að um sé að ræða samninga viðskiptalegs eðlis. Um þá eigi að gilda trúnaður eins og alla aðra slíka samninga sem sveitarfélagið hafi gert. „Það er búið að kynna þetta fyrir öllum í byggðaráði þannig að menn vita alveg um hvað þetta snýst,“ undirstrikar hann. Varðandi skuldbindingar sveitarfélagsins sjálfs segir Stefán það ekki leyndarmál að það leggi safninu til húsnæði. „Sveitarfélagið mun standsetja húsnæðið,“ segir hann. Þess ber að geta að byggðaráðið samþykkti á fimmtudag 120 milljóna króna aukaframlag í eignasjóð og Stefán játar að áætla megi heildarframlag sveitarfélagsins í peningum. „En ég er ekki með þá tölu í kollinum,“ segir byggðarráðsformaðurinn. Stefán kveðst þurfa að skoða nánar með lögfræðingum hvað megi upplýsa um málið. „Við leggjum það á borðið sem við getum og megum. En þetta er risadæmi. Fjárfestarnir eru að koma með gríðarlegt magn af fjármagni og sveitarfélagið leggur til húsnæðið.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira
„Við teljum að þessi sýning muni klárlega fúnkera sem segull fyrir Sauðárkrók og Skagafjörð,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Skagafjarðar. Byggðaráð Skagafjarðar hefur samþykkt drög að samningi við Sýndarveruleika ehf. um uppsetningu á sýningu í húsnæði bæjarins á Aðalgötu 21 á Sauðárkróki. Stefán segir um að ræða utanaðkomandi fjárfesta, að mestu einstaklinga, sem ætli að setja upp sýningu byggða á Sturlungaslóðum í Skagafirði og Örlygsstaðabardaga. „Það er verið að reyna að færa gesti nær atburðunum þannig að þeir upplifi þetta með öðrum hætti en þeir eru að gera í dag. Þetta er mjög metnaðarfullt og mjög spennandi verkefni. Þetta verður útskýrt betur á næstu dögum en þetta verður einstök sýning,“ segir Stefán. Vonast sé til að opnað verði seint næsta haust. Bjarni Jónsson, fulltrúi VG og óháðra, sagðist á fundi byggðaráðs á fimmtudag ekki geta stutt málið að svo stöddu vegna trúnaðar sem lagður sé á efnisatriði samninganna og fjárhagsskuldbindingar sveitarfélagsins vegna verkefnisins. „Þegar um er að ræða mjög stór mál með verulegum fjárhagslegum skuldbindingum og jafnvel til lengri tíma þá er mikilvægt fyrir sveitarstjórnarfulltrúa að geta farið yfir þau með sínu samstarfsfólki,“ segir Bjarni sem kveðst sjálfur hafa aðgang að ýmsum upplýsingum sem bundnar séu trúnaði. Hann vilji þó að teknar verði saman frekari upplýsingar um heildarskuldbindingar sveitarfélagsins og áhrif verkefnisins. Stefán segir framlag Skagafjarðar fyrst og fremst felast í að leggja fram húsnæðið á Aðalgötu 21 sem sveitarfélagið eignaðist í makaskiptum við Kaupfélag Skagafjarðar og lét í staðinn svokallað Minjahús þar skammt frá. Stefán bendir á að um sé að ræða samninga viðskiptalegs eðlis. Um þá eigi að gilda trúnaður eins og alla aðra slíka samninga sem sveitarfélagið hafi gert. „Það er búið að kynna þetta fyrir öllum í byggðaráði þannig að menn vita alveg um hvað þetta snýst,“ undirstrikar hann. Varðandi skuldbindingar sveitarfélagsins sjálfs segir Stefán það ekki leyndarmál að það leggi safninu til húsnæði. „Sveitarfélagið mun standsetja húsnæðið,“ segir hann. Þess ber að geta að byggðaráðið samþykkti á fimmtudag 120 milljóna króna aukaframlag í eignasjóð og Stefán játar að áætla megi heildarframlag sveitarfélagsins í peningum. „En ég er ekki með þá tölu í kollinum,“ segir byggðarráðsformaðurinn. Stefán kveðst þurfa að skoða nánar með lögfræðingum hvað megi upplýsa um málið. „Við leggjum það á borðið sem við getum og megum. En þetta er risadæmi. Fjárfestarnir eru að koma með gríðarlegt magn af fjármagni og sveitarfélagið leggur til húsnæðið.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira