Telja lík Hauks enn vera í þorpinu þar sem hann féll Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. mars 2018 19:30 Móðir Hauks Hilmarssonar fékk í gær afhent skjöl sem staðfesta að Haukur hafi fallið í loftárás Tyrkja í Sýrlandi. Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. Meðal gagna sem fjölskyldu Hauks voru afhent í Glasgow í gær eru bréf frá félögum hans í YPG, hersveit kúrda og yfirlýsing um fall Hauks. Í samtali við fréttastofu segir Alan Semo, fulltrúi útlagastjórnar Kúrda í Bretlandi sem talar máli YPG, að þrír liðsmenn YPG hafi fallið í umræddri árás, Haukur auk tveggja annarra. „Þetta gerðist í Afrín, við þorpið Badina. Þar voru fimm liðsmanna okkar í hóp. Fimm þeirra héldu hæð og vernduðu þorpsbúa gegn innrás tyrkneskra innrásarsveita,“ segir Semo. „Móðirin Eva [Hauksdóttir] hitti okkur og við reyndum að hjálpa henni. Við stöndum öll saman í nafni mannúðar, lýðræðis og friðar. Við verjum okkur sjálf en gerum ekki árásir á aðra.“ Kúrdar telja að lík Hauks sé ennþá í þorpinu Batima en ekki hafi tekist að endurheimta það vegna tíðra loftárása. Vonir séu þó bundnar við að það takist að endurheimta lík Hauks og koma því heim. „Hvorki tyrkneskar né kúrdískar hersveitir geta kannað svæðið, þetta er hættulegt hernaðarsvæði vegna stöðugra skotárása.“ Aðspurður segist hann ekki geta tjáð sig um það hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir YPG. „Ég get ekki tjáð mig um það því það er hernaðar og öryggismál,“ segir Semo. Ástandið á svæðinu er flókið líkt og þekkt er en Kúrdar í Sýrlandi syrgja Hauk og segja hann hetju á meðan Tyrkir líta svo á að hryðjuverkamaður sé fallinn. Semo segir Kúrda senda samúðarkveðjur til fjölskyldu Hauks og vina auk Íslendingra allra. Uppfært: Í fréttinni kom áður fram að dánarvottorð hafi verið meðal gagna sem fjölskylda Hauks fékk afhent í gær. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við ábendingar frá fjölsyldu hans um að svo sé ekki. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00 Byltingin ólgaði í æðum Hauks Hilmarssonar Eva Hauksdóttir birtir hjartnæma minningu um Hauk son sinn. 9. mars 2018 16:40 Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39 Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Móðir Hauks Hilmarssonar fékk í gær afhent skjöl sem staðfesta að Haukur hafi fallið í loftárás Tyrkja í Sýrlandi. Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. Meðal gagna sem fjölskyldu Hauks voru afhent í Glasgow í gær eru bréf frá félögum hans í YPG, hersveit kúrda og yfirlýsing um fall Hauks. Í samtali við fréttastofu segir Alan Semo, fulltrúi útlagastjórnar Kúrda í Bretlandi sem talar máli YPG, að þrír liðsmenn YPG hafi fallið í umræddri árás, Haukur auk tveggja annarra. „Þetta gerðist í Afrín, við þorpið Badina. Þar voru fimm liðsmanna okkar í hóp. Fimm þeirra héldu hæð og vernduðu þorpsbúa gegn innrás tyrkneskra innrásarsveita,“ segir Semo. „Móðirin Eva [Hauksdóttir] hitti okkur og við reyndum að hjálpa henni. Við stöndum öll saman í nafni mannúðar, lýðræðis og friðar. Við verjum okkur sjálf en gerum ekki árásir á aðra.“ Kúrdar telja að lík Hauks sé ennþá í þorpinu Batima en ekki hafi tekist að endurheimta það vegna tíðra loftárása. Vonir séu þó bundnar við að það takist að endurheimta lík Hauks og koma því heim. „Hvorki tyrkneskar né kúrdískar hersveitir geta kannað svæðið, þetta er hættulegt hernaðarsvæði vegna stöðugra skotárása.“ Aðspurður segist hann ekki geta tjáð sig um það hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir YPG. „Ég get ekki tjáð mig um það því það er hernaðar og öryggismál,“ segir Semo. Ástandið á svæðinu er flókið líkt og þekkt er en Kúrdar í Sýrlandi syrgja Hauk og segja hann hetju á meðan Tyrkir líta svo á að hryðjuverkamaður sé fallinn. Semo segir Kúrda senda samúðarkveðjur til fjölskyldu Hauks og vina auk Íslendingra allra. Uppfært: Í fréttinni kom áður fram að dánarvottorð hafi verið meðal gagna sem fjölskylda Hauks fékk afhent í gær. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við ábendingar frá fjölsyldu hans um að svo sé ekki.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00 Byltingin ólgaði í æðum Hauks Hilmarssonar Eva Hauksdóttir birtir hjartnæma minningu um Hauk son sinn. 9. mars 2018 16:40 Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39 Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00
Byltingin ólgaði í æðum Hauks Hilmarssonar Eva Hauksdóttir birtir hjartnæma minningu um Hauk son sinn. 9. mars 2018 16:40
Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39
Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45