Næsti miðasölugluggi fyrir HM 2018 í fótbolta verður opnaður í fyrramálið, 13. mars, klukkan níu að íslenskum tíma.
Að þessu sinni er um að ræða sölu þar sem miðakaupendur fá strax svar um hvort þeir fái miðann og er notast við fyrirkomulagið fyrstur kemur, fyrstur fær. KSÍ greinir frá á heimasíðu sinni.
Verið er að úthluta síðustu miðunum úr síðasta miðasöluglugga í dag og svo hefst næsta kapphlaup í fyrramálið.
KSÍ bendir þeim sem hafa fengið miða en ætla ekki að nýta þá að bíða eftir að endursöluglugginn opni hjá FIFA. Fólk á ekki að reyna að selja miðana sína sjálft og ekki kaupa neina miða nema af miðasöluvef FIFA.
Þeir sem hafa ekki enn fengið miða eru hvattir til að reyna að ná í miða í glugganum sem opnar á þriðjudaginn.
Þá sem vantar miða á HM fá annan séns í fyrramálið
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn



Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn



ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko
Enski boltinn

Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann
Íslenski boltinn

Slapp vel frá rafmagnsleysinu
Körfubolti