Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara Birgir Olgeirsson skrifar 12. mars 2018 17:57 Theresa May, forsætisráðherra Breta. Vísir/Getty Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, telur afar líklegt að rússnesk yfirvöld beri ábyrgð á því að fyrrverandi njósnara og dóttur hans var byrlað eitur í Bretlandi. May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag en greint er frá henni á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Þar segir að því sé haldið fram að rússnesk yfirvöld beri annað hvort beina ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnaranum fyrrverandi og dóttur hans eða þá að yfirvöld í Rússlandi hafi komið því í kring að eitrið rataði í hendur tilræðismanna. May sagði að búið væri að greina eitrið sem er af tegundinni Novichok. Sagði forsætisráðherrann að utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson hefði tilkynnt sendiherra Rússa að yfirvöld í Rússlandi yrðu að gera fyllilega grein fyrir sínu máli sem allra fyrst. Sagði hún að ef ekki fást skýr svör frá Rússum þá verði litið svo á að Rússar hafi beitt valdi sínu ólöglega á breskri grund. Njósnarinn fyrrverandi heitir Sergei Skripal, 66 ára, en dóttir hans heitir Yulia, 33 ára. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk í verslunarmiðstöð í Salisbury í Wiltshire í suðurhluta Englands. Engir sjáanlegir áverkar voru á þeim. Þau liggja nú þungt haldin á sjúkrahúsi en líðan þeirra er sögð stöðug. Lögreglumaður sem hlúði að þeim er enn þungt haldinn eftir að hafa komist í tæri við eitrið. Theresa May sagði á breska þinginu í dag að ástæðan fyrir því að sjónum breskra yfirvalda væri beint að Rússum væri vegna fyrri verka þeirra þegar kemur að því að ráða þá af dögum sem hafa flúið Rússland. Skripal var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Breta í Rússlandi árið 2006. Honum var sleppt fjórum áður síðar og veitt hæli á Bretlandi. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af seinum fyrirmælum lögreglu vegna eiturefnaárásar Hundruð taka þátt í rannsókninni á eiturefnaárás á Sergei og Yuliu Skripal. 12. mars 2018 00:02 Segja 21 hafa orðið fyrir áhrifum taugaeitursins Einungis þrír eru þó enn á sjúkrahúsi. Það eru njósnarinn Sergei Skripal, dóttir hans Yulia og lögregluþjónninn Nick Bailey. 8. mars 2018 19:29 Þjóðaröryggisráð fundar vegna árásarinnar á Skripal feðginin Þjóðaröryggisráð Bretlands mun funda í dag með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. 12. mars 2018 07:55 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, telur afar líklegt að rússnesk yfirvöld beri ábyrgð á því að fyrrverandi njósnara og dóttur hans var byrlað eitur í Bretlandi. May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag en greint er frá henni á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Þar segir að því sé haldið fram að rússnesk yfirvöld beri annað hvort beina ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnaranum fyrrverandi og dóttur hans eða þá að yfirvöld í Rússlandi hafi komið því í kring að eitrið rataði í hendur tilræðismanna. May sagði að búið væri að greina eitrið sem er af tegundinni Novichok. Sagði forsætisráðherrann að utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson hefði tilkynnt sendiherra Rússa að yfirvöld í Rússlandi yrðu að gera fyllilega grein fyrir sínu máli sem allra fyrst. Sagði hún að ef ekki fást skýr svör frá Rússum þá verði litið svo á að Rússar hafi beitt valdi sínu ólöglega á breskri grund. Njósnarinn fyrrverandi heitir Sergei Skripal, 66 ára, en dóttir hans heitir Yulia, 33 ára. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk í verslunarmiðstöð í Salisbury í Wiltshire í suðurhluta Englands. Engir sjáanlegir áverkar voru á þeim. Þau liggja nú þungt haldin á sjúkrahúsi en líðan þeirra er sögð stöðug. Lögreglumaður sem hlúði að þeim er enn þungt haldinn eftir að hafa komist í tæri við eitrið. Theresa May sagði á breska þinginu í dag að ástæðan fyrir því að sjónum breskra yfirvalda væri beint að Rússum væri vegna fyrri verka þeirra þegar kemur að því að ráða þá af dögum sem hafa flúið Rússland. Skripal var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Breta í Rússlandi árið 2006. Honum var sleppt fjórum áður síðar og veitt hæli á Bretlandi.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af seinum fyrirmælum lögreglu vegna eiturefnaárásar Hundruð taka þátt í rannsókninni á eiturefnaárás á Sergei og Yuliu Skripal. 12. mars 2018 00:02 Segja 21 hafa orðið fyrir áhrifum taugaeitursins Einungis þrír eru þó enn á sjúkrahúsi. Það eru njósnarinn Sergei Skripal, dóttir hans Yulia og lögregluþjónninn Nick Bailey. 8. mars 2018 19:29 Þjóðaröryggisráð fundar vegna árásarinnar á Skripal feðginin Þjóðaröryggisráð Bretlands mun funda í dag með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. 12. mars 2018 07:55 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Hafa áhyggjur af seinum fyrirmælum lögreglu vegna eiturefnaárásar Hundruð taka þátt í rannsókninni á eiturefnaárás á Sergei og Yuliu Skripal. 12. mars 2018 00:02
Segja 21 hafa orðið fyrir áhrifum taugaeitursins Einungis þrír eru þó enn á sjúkrahúsi. Það eru njósnarinn Sergei Skripal, dóttir hans Yulia og lögregluþjónninn Nick Bailey. 8. mars 2018 19:29
Þjóðaröryggisráð fundar vegna árásarinnar á Skripal feðginin Þjóðaröryggisráð Bretlands mun funda í dag með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. 12. mars 2018 07:55