Klara: „FIFA er þyngra en nokkuð skrifræðisbákn sem við höfum komist í tæri við“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2018 10:00 Gianni Infantino, forseti FIFA, og hans menn eru erfiðari viðureignar og eiga erfitt með að veita upplýsingar. vísir/getty Miðasöluruglið á HM 2018 í fótbolta heldur áfram, en í morgun var greint frá að ekki sé uppselt á leik Argentínu og Íslands. Þær fréttir bárust degi eftir að greint var frá að uppselt væri á leikinn. KSÍ hefur gengið illa að fá upplýsingar um miðasöluna frá FIFA þar sem furðulegir hlutir hafa verið í gangi, sérstaklega í kringum leikinn gegn Argentínu sem fram fer í Moskvu 16. júní. Nýjasti miðasölufasinn fór í gang klukkan níu í morgun þar sem fyrstur kemur, fyrstur fær. Mögulega verður hægt að fá miða á Argentínuleikinn þegar öðrum verður skilað, eða þeir koma til baka vegna misheppnaðra greiðslna.Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.vísir/ernirMargt óljóst „Við funduðum í gærmorgun áður en við heyrðum þessar nýjustu upplýsingar. Fyrir þessar fréttir um Argentínuleikinn vorum við að safna saman upplýsingum um þennan miðasöluglugga sem er að opnast í dag,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við vissum ekki hvort við værum að fá miða á alla leikina eða hversu marga. Það var margt óljóst. Okkur tókst svo aðeins að ná yfirsýn yfir hvað var að fara að byrja, en svo kom aftan að okkur þessi frétt um Argentínuleikinn.“ Klara segir að það sé algjör fjarstæða að Argentínumenn hafi keypt upp kvóta íslensku stuðningsmannanna, en Íslendingar gátu keypt átta prósent miðanna sem voru í boði á hvern leik. „Við vissum alltaf þegar að þetta fór allt saman af stað að Argentínuleikurinn yrði erfiður. Það sást strax að aðsóknin var mikil á þennan leik,“ segir Klara.Hvað verða margir Íslendingar í Moskvu?vísir/gettySvekkt í Laugardalnum Ferðaskrifstofur hafa keppst við að selja Íslendingum flug og gistingu á HM en ekki miða. Nú eru margir sem standa uppi með ferðalagið klárt en eru miðalausir. „Samkvæmt reglum FIFA mega ferðaskrifstofur ekki selja miða á leiki. En, svo ertu með aðra sem eru með miða en vantar flug og gistingu. Ég vona að ferðaskrifstofurnar skilji þessa skiptingu og bregðist við,“ segir Klara sem viðurkennir að hún er svekkt með gang mála í miðasölunni. „Auðvitað erum við svekkt með þetta og við erum svekkt með þetta upplýsingaleysi. Við höfum frá upphafi verið í nánu samstarfi við Dani og Svía í þessum miðasölumáli ásamt Portúgal sem hefur leitt vagninn hjá Evrópuþjóðum í þessari orrahríð sem við erum að gera að FIFA,“ segir Klara og bætir við: „Þeir eru þyngri en nokkuð skrifræðisbákn sem við höfum komist í tæri við,“ segir Klara Bjartmarz. Allt viðtalið úr Bítinu má heyra hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ekki uppselt á leikinn gegn Argentínu FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ og varar við misskilningi á orðalagi. 13. mars 2018 09:30 Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Sjá meira
Miðasöluruglið á HM 2018 í fótbolta heldur áfram, en í morgun var greint frá að ekki sé uppselt á leik Argentínu og Íslands. Þær fréttir bárust degi eftir að greint var frá að uppselt væri á leikinn. KSÍ hefur gengið illa að fá upplýsingar um miðasöluna frá FIFA þar sem furðulegir hlutir hafa verið í gangi, sérstaklega í kringum leikinn gegn Argentínu sem fram fer í Moskvu 16. júní. Nýjasti miðasölufasinn fór í gang klukkan níu í morgun þar sem fyrstur kemur, fyrstur fær. Mögulega verður hægt að fá miða á Argentínuleikinn þegar öðrum verður skilað, eða þeir koma til baka vegna misheppnaðra greiðslna.Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.vísir/ernirMargt óljóst „Við funduðum í gærmorgun áður en við heyrðum þessar nýjustu upplýsingar. Fyrir þessar fréttir um Argentínuleikinn vorum við að safna saman upplýsingum um þennan miðasöluglugga sem er að opnast í dag,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við vissum ekki hvort við værum að fá miða á alla leikina eða hversu marga. Það var margt óljóst. Okkur tókst svo aðeins að ná yfirsýn yfir hvað var að fara að byrja, en svo kom aftan að okkur þessi frétt um Argentínuleikinn.“ Klara segir að það sé algjör fjarstæða að Argentínumenn hafi keypt upp kvóta íslensku stuðningsmannanna, en Íslendingar gátu keypt átta prósent miðanna sem voru í boði á hvern leik. „Við vissum alltaf þegar að þetta fór allt saman af stað að Argentínuleikurinn yrði erfiður. Það sást strax að aðsóknin var mikil á þennan leik,“ segir Klara.Hvað verða margir Íslendingar í Moskvu?vísir/gettySvekkt í Laugardalnum Ferðaskrifstofur hafa keppst við að selja Íslendingum flug og gistingu á HM en ekki miða. Nú eru margir sem standa uppi með ferðalagið klárt en eru miðalausir. „Samkvæmt reglum FIFA mega ferðaskrifstofur ekki selja miða á leiki. En, svo ertu með aðra sem eru með miða en vantar flug og gistingu. Ég vona að ferðaskrifstofurnar skilji þessa skiptingu og bregðist við,“ segir Klara sem viðurkennir að hún er svekkt með gang mála í miðasölunni. „Auðvitað erum við svekkt með þetta og við erum svekkt með þetta upplýsingaleysi. Við höfum frá upphafi verið í nánu samstarfi við Dani og Svía í þessum miðasölumáli ásamt Portúgal sem hefur leitt vagninn hjá Evrópuþjóðum í þessari orrahríð sem við erum að gera að FIFA,“ segir Klara og bætir við: „Þeir eru þyngri en nokkuð skrifræðisbákn sem við höfum komist í tæri við,“ segir Klara Bjartmarz. Allt viðtalið úr Bítinu má heyra hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ekki uppselt á leikinn gegn Argentínu FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ og varar við misskilningi á orðalagi. 13. mars 2018 09:30 Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Sjá meira
Ekki uppselt á leikinn gegn Argentínu FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ og varar við misskilningi á orðalagi. 13. mars 2018 09:30
Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24