Segir mikla áherslu lagða á aðstoð við aðstandendur Hauks Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. mars 2018 15:38 Haraldur Johannessen vísir/gva Komist var að þeirri niðurstöðu að skilvirkasta leiðin til að fá svör í máli Hauks Hilmarssonar væri að notast við diplómatískar leiðir. Þetta kemur fram í skriflegu svari Haralds Johannessen ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis. Hann segir að rík áhersla sé lögð á að lögreglan aðstoði aðstandendur Hauks eins og unnt er og að áfram verði unnið að málinu. Haukur Hilmarsson féll í átökum í Sýrlandi í lok febrúar og hafa aðstandendur hans gagnrýnt það hvernig íslensk yfirvöld hafi staðið að málinu. Segja þau stjórnvöld fara með leitina að líki Hauks eins og um venjulegan óskilamun væri að ræða. Frá fundi utanríkisráðherra með aðstandendum Hauks Hilmarssonar.Vísir/HKS „Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra hefur verið í sambandi við landsskrifstofur Interpol og Europol, þar á meðal í Grikklandi, Sýrlandi og í Ankara í Tyrklandi til að afla upplýsinga vegna máls Hauks Hilmarssonar,“ segir Haraldur. „Þá hefur alþjóðadeild beint fyrirspurn til bandaríska sendiráðsins á Íslandi og til tengslafulltrúa Norðurlandanna í Ankara í Tyrklandi. Hjá landsskrifsstofu tyrknesku lögreglunnar í Ankara fengust þau svör að fjöldi beiðna lægi fyrir og að skilvirkasta leiðin til að fá svör væri í gegnum diplómatískar leiðir.“ „Ríkislögreglustjóri hefur lagt mikla áherslu á að lögreglan aðstoði aðstandendur Hauks Hilmarssonar eins og unnt er. Áfram er unnið að málinu.“ Aðstandendur Hauks funda nú með utanríkisráðherra um málið. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Segja stjórnvöld fara með leitina að líkinu sem um óskilamun sé að ræða Aðstandendur Hauks Hilmarssonar gagnrýna stjórnvöld harðlega. 13. mars 2018 10:09 Aðstandendur Hauks Hilmarssonar kröfðust fundar með ráðherra Munu hitta Guðlaug Þór á morgun. 12. mars 2018 19:33 Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39 Telja lík Hauks enn vera í þorpinu þar sem hann féll Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. 10. mars 2018 19:30 Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Komist var að þeirri niðurstöðu að skilvirkasta leiðin til að fá svör í máli Hauks Hilmarssonar væri að notast við diplómatískar leiðir. Þetta kemur fram í skriflegu svari Haralds Johannessen ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis. Hann segir að rík áhersla sé lögð á að lögreglan aðstoði aðstandendur Hauks eins og unnt er og að áfram verði unnið að málinu. Haukur Hilmarsson féll í átökum í Sýrlandi í lok febrúar og hafa aðstandendur hans gagnrýnt það hvernig íslensk yfirvöld hafi staðið að málinu. Segja þau stjórnvöld fara með leitina að líki Hauks eins og um venjulegan óskilamun væri að ræða. Frá fundi utanríkisráðherra með aðstandendum Hauks Hilmarssonar.Vísir/HKS „Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra hefur verið í sambandi við landsskrifstofur Interpol og Europol, þar á meðal í Grikklandi, Sýrlandi og í Ankara í Tyrklandi til að afla upplýsinga vegna máls Hauks Hilmarssonar,“ segir Haraldur. „Þá hefur alþjóðadeild beint fyrirspurn til bandaríska sendiráðsins á Íslandi og til tengslafulltrúa Norðurlandanna í Ankara í Tyrklandi. Hjá landsskrifsstofu tyrknesku lögreglunnar í Ankara fengust þau svör að fjöldi beiðna lægi fyrir og að skilvirkasta leiðin til að fá svör væri í gegnum diplómatískar leiðir.“ „Ríkislögreglustjóri hefur lagt mikla áherslu á að lögreglan aðstoði aðstandendur Hauks Hilmarssonar eins og unnt er. Áfram er unnið að málinu.“ Aðstandendur Hauks funda nú með utanríkisráðherra um málið.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Segja stjórnvöld fara með leitina að líkinu sem um óskilamun sé að ræða Aðstandendur Hauks Hilmarssonar gagnrýna stjórnvöld harðlega. 13. mars 2018 10:09 Aðstandendur Hauks Hilmarssonar kröfðust fundar með ráðherra Munu hitta Guðlaug Þór á morgun. 12. mars 2018 19:33 Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39 Telja lík Hauks enn vera í þorpinu þar sem hann féll Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. 10. mars 2018 19:30 Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Segja stjórnvöld fara með leitina að líkinu sem um óskilamun sé að ræða Aðstandendur Hauks Hilmarssonar gagnrýna stjórnvöld harðlega. 13. mars 2018 10:09
Aðstandendur Hauks Hilmarssonar kröfðust fundar með ráðherra Munu hitta Guðlaug Þór á morgun. 12. mars 2018 19:33
Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39
Telja lík Hauks enn vera í þorpinu þar sem hann féll Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. 10. mars 2018 19:30
Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45