Íslensk ferðaskrifstofa er með yfir 100 miða á Argentínuleikinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. mars 2018 16:15 Það er enn möguleiki að komast á Argentínuleikinn í Moskvu en það er dýrt. vísir/getty Ferðaskrifstofan Tripical segist stefna á að setja yfir 100 miða á leik Íslands og Argentínu á HM í sölu í dag. „Við erum að selja ferðir til Rússlands og höfum verið að kaupa hótelherbergi af FIFA. Þar af leiðandi hefur okkur boðist að kaupa pakkadíla af FIFA sem eru miðar á leikina með mat, drykk og fleiru,“ segir Styrmir Elí Ingólfsson hjá Tripical en miðarnir eru á svokölluðu Category 1 svæði. „Miðaverðið er 79 þúsund krónur. Við erum með 100 miða eins og er á þessu verði. Svo erum við líka með dýrari VIP-miða. Það er ekki komið verð á þá miða en fer eftir fyrirspurnum í miðana. Þeir eru mjög dýrir eða á um annað hundrað þúsund krónur.“Ekki hægt að kaupa staka pakka Tripical hefur verið með í sölu hópferðir til Rússlands og þar á meðal á þennan leik í Moskvu. Inn í þeim pakka er miði ekki innifalinn og stendur að miðann þurfi fólk að kaupa hjá FIFA. „Það er einungis hægt að kaupa þessa miða hjá okkur ef fólk er búið að kaupa miða í hópferðina. Það er ekki bara hægt að kaupa staka miðapakka hjá okkur,“ segir Styrmir Elí og bætir við að ferðaskrifstofan hafi aðgengi að um 120 miðum á leikinn.Það vilja margir komast á leikinn í Moskvu.vísir/gettyEru lúxuspakkar Nú segir á heimasíðu FIFA að eingöngu sé hægt að kaupa miða á HM í gegnum heimasíðu FIFA. Miðar sem keyptir séu eftir öðrum leiðum verði gerðir ógildir. Í reglum FIFA um miðasöluna er einnig talað um sölu á svokölluðum „Official hospitality“ pakka sem er sérpakki. Lúxuspakki sem fyrirtæki og einstaklingar geta keypt. Tripical segist vera að selja þá pakka. „Í gegnum okkar viðskipti við FIFA var okkur bent á að við gætum keypt þessa pakka með miðum, mat, drykkjum, bílastæði og fleira. Pakkarnir eru keyptir á nöfn starfsmanna og má kaupa upp í 40 pakka á hvern einstakling. Starfsmennirnir eru með miðana á sínu nafni og síðan getum við ráðstafað miðunum á okkur kúnna,“ segir Styrmir Elí og bætir við að fólk geti verið öruggt um að miðarnir séu löglegir.Allt er rétt og löglegt „Fólk getur verið öruggt um það. Við erum í beinum samskiptum við FIFA og þetta eru þær upplýsingar sem þeir gefa okkur. Við förum bara eftir þeirra leiðbeiningum og pössum upp á að allt sé gert rétt og löglegt.“ Styrmir segir að ferðaskrifstofan sé þegar farin að bjóða þeim sem keyptu ferð út með þeim miða á leikinn. Hann fagni öllum fyrirspurnum frá áhugasömum kaupendum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ekki uppselt á leikinn gegn Argentínu FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ og varar við misskilningi á orðalagi. 13. mars 2018 09:30 Þá sem vantar miða á HM fá annan séns í fyrramálið Enn einn miðasöluglugginn á HM verður opnaður í fyrramálið og nú er það fyrstur kemur, fyrstur fær. 12. mars 2018 10:00 Klara: „FIFA er þyngra en nokkuð skrifræðisbákn sem við höfum komist í tæri við“ Framkvæmdastjóri KSÍ er svekkt með lítið upplýsingaflæði Alþjóðaknattspyrnusambandsins. 13. mars 2018 10:00 Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Sjá meira
Ferðaskrifstofan Tripical segist stefna á að setja yfir 100 miða á leik Íslands og Argentínu á HM í sölu í dag. „Við erum að selja ferðir til Rússlands og höfum verið að kaupa hótelherbergi af FIFA. Þar af leiðandi hefur okkur boðist að kaupa pakkadíla af FIFA sem eru miðar á leikina með mat, drykk og fleiru,“ segir Styrmir Elí Ingólfsson hjá Tripical en miðarnir eru á svokölluðu Category 1 svæði. „Miðaverðið er 79 þúsund krónur. Við erum með 100 miða eins og er á þessu verði. Svo erum við líka með dýrari VIP-miða. Það er ekki komið verð á þá miða en fer eftir fyrirspurnum í miðana. Þeir eru mjög dýrir eða á um annað hundrað þúsund krónur.“Ekki hægt að kaupa staka pakka Tripical hefur verið með í sölu hópferðir til Rússlands og þar á meðal á þennan leik í Moskvu. Inn í þeim pakka er miði ekki innifalinn og stendur að miðann þurfi fólk að kaupa hjá FIFA. „Það er einungis hægt að kaupa þessa miða hjá okkur ef fólk er búið að kaupa miða í hópferðina. Það er ekki bara hægt að kaupa staka miðapakka hjá okkur,“ segir Styrmir Elí og bætir við að ferðaskrifstofan hafi aðgengi að um 120 miðum á leikinn.Það vilja margir komast á leikinn í Moskvu.vísir/gettyEru lúxuspakkar Nú segir á heimasíðu FIFA að eingöngu sé hægt að kaupa miða á HM í gegnum heimasíðu FIFA. Miðar sem keyptir séu eftir öðrum leiðum verði gerðir ógildir. Í reglum FIFA um miðasöluna er einnig talað um sölu á svokölluðum „Official hospitality“ pakka sem er sérpakki. Lúxuspakki sem fyrirtæki og einstaklingar geta keypt. Tripical segist vera að selja þá pakka. „Í gegnum okkar viðskipti við FIFA var okkur bent á að við gætum keypt þessa pakka með miðum, mat, drykkjum, bílastæði og fleira. Pakkarnir eru keyptir á nöfn starfsmanna og má kaupa upp í 40 pakka á hvern einstakling. Starfsmennirnir eru með miðana á sínu nafni og síðan getum við ráðstafað miðunum á okkur kúnna,“ segir Styrmir Elí og bætir við að fólk geti verið öruggt um að miðarnir séu löglegir.Allt er rétt og löglegt „Fólk getur verið öruggt um það. Við erum í beinum samskiptum við FIFA og þetta eru þær upplýsingar sem þeir gefa okkur. Við förum bara eftir þeirra leiðbeiningum og pössum upp á að allt sé gert rétt og löglegt.“ Styrmir segir að ferðaskrifstofan sé þegar farin að bjóða þeim sem keyptu ferð út með þeim miða á leikinn. Hann fagni öllum fyrirspurnum frá áhugasömum kaupendum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ekki uppselt á leikinn gegn Argentínu FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ og varar við misskilningi á orðalagi. 13. mars 2018 09:30 Þá sem vantar miða á HM fá annan séns í fyrramálið Enn einn miðasöluglugginn á HM verður opnaður í fyrramálið og nú er það fyrstur kemur, fyrstur fær. 12. mars 2018 10:00 Klara: „FIFA er þyngra en nokkuð skrifræðisbákn sem við höfum komist í tæri við“ Framkvæmdastjóri KSÍ er svekkt með lítið upplýsingaflæði Alþjóðaknattspyrnusambandsins. 13. mars 2018 10:00 Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Sjá meira
Ekki uppselt á leikinn gegn Argentínu FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ og varar við misskilningi á orðalagi. 13. mars 2018 09:30
Þá sem vantar miða á HM fá annan séns í fyrramálið Enn einn miðasöluglugginn á HM verður opnaður í fyrramálið og nú er það fyrstur kemur, fyrstur fær. 12. mars 2018 10:00
Klara: „FIFA er þyngra en nokkuð skrifræðisbákn sem við höfum komist í tæri við“ Framkvæmdastjóri KSÍ er svekkt með lítið upplýsingaflæði Alþjóðaknattspyrnusambandsins. 13. mars 2018 10:00
Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24