Íslensk ferðaskrifstofa er með yfir 100 miða á Argentínuleikinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. mars 2018 16:15 Það er enn möguleiki að komast á Argentínuleikinn í Moskvu en það er dýrt. vísir/getty Ferðaskrifstofan Tripical segist stefna á að setja yfir 100 miða á leik Íslands og Argentínu á HM í sölu í dag. „Við erum að selja ferðir til Rússlands og höfum verið að kaupa hótelherbergi af FIFA. Þar af leiðandi hefur okkur boðist að kaupa pakkadíla af FIFA sem eru miðar á leikina með mat, drykk og fleiru,“ segir Styrmir Elí Ingólfsson hjá Tripical en miðarnir eru á svokölluðu Category 1 svæði. „Miðaverðið er 79 þúsund krónur. Við erum með 100 miða eins og er á þessu verði. Svo erum við líka með dýrari VIP-miða. Það er ekki komið verð á þá miða en fer eftir fyrirspurnum í miðana. Þeir eru mjög dýrir eða á um annað hundrað þúsund krónur.“Ekki hægt að kaupa staka pakka Tripical hefur verið með í sölu hópferðir til Rússlands og þar á meðal á þennan leik í Moskvu. Inn í þeim pakka er miði ekki innifalinn og stendur að miðann þurfi fólk að kaupa hjá FIFA. „Það er einungis hægt að kaupa þessa miða hjá okkur ef fólk er búið að kaupa miða í hópferðina. Það er ekki bara hægt að kaupa staka miðapakka hjá okkur,“ segir Styrmir Elí og bætir við að ferðaskrifstofan hafi aðgengi að um 120 miðum á leikinn.Það vilja margir komast á leikinn í Moskvu.vísir/gettyEru lúxuspakkar Nú segir á heimasíðu FIFA að eingöngu sé hægt að kaupa miða á HM í gegnum heimasíðu FIFA. Miðar sem keyptir séu eftir öðrum leiðum verði gerðir ógildir. Í reglum FIFA um miðasöluna er einnig talað um sölu á svokölluðum „Official hospitality“ pakka sem er sérpakki. Lúxuspakki sem fyrirtæki og einstaklingar geta keypt. Tripical segist vera að selja þá pakka. „Í gegnum okkar viðskipti við FIFA var okkur bent á að við gætum keypt þessa pakka með miðum, mat, drykkjum, bílastæði og fleira. Pakkarnir eru keyptir á nöfn starfsmanna og má kaupa upp í 40 pakka á hvern einstakling. Starfsmennirnir eru með miðana á sínu nafni og síðan getum við ráðstafað miðunum á okkur kúnna,“ segir Styrmir Elí og bætir við að fólk geti verið öruggt um að miðarnir séu löglegir.Allt er rétt og löglegt „Fólk getur verið öruggt um það. Við erum í beinum samskiptum við FIFA og þetta eru þær upplýsingar sem þeir gefa okkur. Við förum bara eftir þeirra leiðbeiningum og pössum upp á að allt sé gert rétt og löglegt.“ Styrmir segir að ferðaskrifstofan sé þegar farin að bjóða þeim sem keyptu ferð út með þeim miða á leikinn. Hann fagni öllum fyrirspurnum frá áhugasömum kaupendum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ekki uppselt á leikinn gegn Argentínu FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ og varar við misskilningi á orðalagi. 13. mars 2018 09:30 Þá sem vantar miða á HM fá annan séns í fyrramálið Enn einn miðasöluglugginn á HM verður opnaður í fyrramálið og nú er það fyrstur kemur, fyrstur fær. 12. mars 2018 10:00 Klara: „FIFA er þyngra en nokkuð skrifræðisbákn sem við höfum komist í tæri við“ Framkvæmdastjóri KSÍ er svekkt með lítið upplýsingaflæði Alþjóðaknattspyrnusambandsins. 13. mars 2018 10:00 Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira
Ferðaskrifstofan Tripical segist stefna á að setja yfir 100 miða á leik Íslands og Argentínu á HM í sölu í dag. „Við erum að selja ferðir til Rússlands og höfum verið að kaupa hótelherbergi af FIFA. Þar af leiðandi hefur okkur boðist að kaupa pakkadíla af FIFA sem eru miðar á leikina með mat, drykk og fleiru,“ segir Styrmir Elí Ingólfsson hjá Tripical en miðarnir eru á svokölluðu Category 1 svæði. „Miðaverðið er 79 þúsund krónur. Við erum með 100 miða eins og er á þessu verði. Svo erum við líka með dýrari VIP-miða. Það er ekki komið verð á þá miða en fer eftir fyrirspurnum í miðana. Þeir eru mjög dýrir eða á um annað hundrað þúsund krónur.“Ekki hægt að kaupa staka pakka Tripical hefur verið með í sölu hópferðir til Rússlands og þar á meðal á þennan leik í Moskvu. Inn í þeim pakka er miði ekki innifalinn og stendur að miðann þurfi fólk að kaupa hjá FIFA. „Það er einungis hægt að kaupa þessa miða hjá okkur ef fólk er búið að kaupa miða í hópferðina. Það er ekki bara hægt að kaupa staka miðapakka hjá okkur,“ segir Styrmir Elí og bætir við að ferðaskrifstofan hafi aðgengi að um 120 miðum á leikinn.Það vilja margir komast á leikinn í Moskvu.vísir/gettyEru lúxuspakkar Nú segir á heimasíðu FIFA að eingöngu sé hægt að kaupa miða á HM í gegnum heimasíðu FIFA. Miðar sem keyptir séu eftir öðrum leiðum verði gerðir ógildir. Í reglum FIFA um miðasöluna er einnig talað um sölu á svokölluðum „Official hospitality“ pakka sem er sérpakki. Lúxuspakki sem fyrirtæki og einstaklingar geta keypt. Tripical segist vera að selja þá pakka. „Í gegnum okkar viðskipti við FIFA var okkur bent á að við gætum keypt þessa pakka með miðum, mat, drykkjum, bílastæði og fleira. Pakkarnir eru keyptir á nöfn starfsmanna og má kaupa upp í 40 pakka á hvern einstakling. Starfsmennirnir eru með miðana á sínu nafni og síðan getum við ráðstafað miðunum á okkur kúnna,“ segir Styrmir Elí og bætir við að fólk geti verið öruggt um að miðarnir séu löglegir.Allt er rétt og löglegt „Fólk getur verið öruggt um það. Við erum í beinum samskiptum við FIFA og þetta eru þær upplýsingar sem þeir gefa okkur. Við förum bara eftir þeirra leiðbeiningum og pössum upp á að allt sé gert rétt og löglegt.“ Styrmir segir að ferðaskrifstofan sé þegar farin að bjóða þeim sem keyptu ferð út með þeim miða á leikinn. Hann fagni öllum fyrirspurnum frá áhugasömum kaupendum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ekki uppselt á leikinn gegn Argentínu FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ og varar við misskilningi á orðalagi. 13. mars 2018 09:30 Þá sem vantar miða á HM fá annan séns í fyrramálið Enn einn miðasöluglugginn á HM verður opnaður í fyrramálið og nú er það fyrstur kemur, fyrstur fær. 12. mars 2018 10:00 Klara: „FIFA er þyngra en nokkuð skrifræðisbákn sem við höfum komist í tæri við“ Framkvæmdastjóri KSÍ er svekkt með lítið upplýsingaflæði Alþjóðaknattspyrnusambandsins. 13. mars 2018 10:00 Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira
Ekki uppselt á leikinn gegn Argentínu FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ og varar við misskilningi á orðalagi. 13. mars 2018 09:30
Þá sem vantar miða á HM fá annan séns í fyrramálið Enn einn miðasöluglugginn á HM verður opnaður í fyrramálið og nú er það fyrstur kemur, fyrstur fær. 12. mars 2018 10:00
Klara: „FIFA er þyngra en nokkuð skrifræðisbákn sem við höfum komist í tæri við“ Framkvæmdastjóri KSÍ er svekkt með lítið upplýsingaflæði Alþjóðaknattspyrnusambandsins. 13. mars 2018 10:00
Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24