Bjó fjögur ár á götunni í Marokkó Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. mars 2018 19:30 Yassine Derkaoui virðist dæmigerður unglingur, finnst ekkert gaman að gera heimilisverkin og hangir svolítið í símanum þótt hann viðurkenni það ekki alveg. Ylfu, fósturmóður Yassin, finnst mjög fyndið þegar hann segist nota símann fyrst og fremst til að læra íslensku. En hvort sem það er rétt eða ekki þá er Yassine búinn að ná ótrúlegum tökum á tungumálinu á stuttum tíma. En Yassine er nefnilega alls ekki dæmigerður 17 ára unglingur. Hann flakkaði milli landa í Evrópu í langan tíma áður en hann kom hingað til lands árið 2016, og lifði í stöðugum ótta og óöryggi. „Ég hef aldrei á ævinni átt alvöru fjölskyldu í Marokkó. Ég bjó í fjögur ár á götunni. Án móður og án föður. Fjölskyldan mín í Marokkó vildi ekki þekkja mig,“ segir hann.Ólík örlög vinanna Yassine kom til Íslands ásamt vini sínum Houssin en þar sem hann er eldri en átján ára urðu örlög hans önnur en Yassins. Fréttir voru sagðar af því þegar fangar á Litla-Hrauni réðust á hann og fyrir nokkrum vikum var hann svo sendur úr landi. Yassine fékk aftur á móti fósturfjölskyldu í Bolungarvík enda enn barn - og hann er þakklátur fyrir nýja lífið og fjölskylduna sem hann hefur alltaf þráð. „Þegar fólk spyr mig hver sé mamma mín, þá segi ég Ylfa. Ég útskýri það ekkert frekar, ég gef ekkert annað nafn og ég er stoltur af henni. Hún er líka stolt af mér og þegar hún er spurð hvort ég sé sonur hennar þá játar hún því,“ segir Yassine. Hann óskar þess að vera nýtur samfélagsþegn í framtíðinni, vera venjulegur, stunda vinnu og eiga gott heimili. Hann verður 18 ára í maí og þá formlega lögráða. „Ég vona að hann fái að vera áfram til tvítugs hjá okkur og svo á hann alltaf athvarf hjá okkur. Ég verð alltaf partur af lífi hans - ef hann verður áfram hér á Íslandi,“ segir Ylfa Mist Helgadóttir, fósturmóðir Yassine. Hún segir það hafa tekið töluverðan tíma fyrir Yassine að treysta því að hann verði ekki sendur burt af heimilinu við minnsta tilefni. Annars hafi aðlögunin gengið ótrúlega vel. „Þetta gengur náttúrulega upp og niður eins og með öll mín börn. Stundum gengur allt smurt og þægilega en stundum þarf ég að vera grýla. Það er bara svoleiðis þegar maður elur upp börn,“ segir hún. Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira
Yassine Derkaoui virðist dæmigerður unglingur, finnst ekkert gaman að gera heimilisverkin og hangir svolítið í símanum þótt hann viðurkenni það ekki alveg. Ylfu, fósturmóður Yassin, finnst mjög fyndið þegar hann segist nota símann fyrst og fremst til að læra íslensku. En hvort sem það er rétt eða ekki þá er Yassine búinn að ná ótrúlegum tökum á tungumálinu á stuttum tíma. En Yassine er nefnilega alls ekki dæmigerður 17 ára unglingur. Hann flakkaði milli landa í Evrópu í langan tíma áður en hann kom hingað til lands árið 2016, og lifði í stöðugum ótta og óöryggi. „Ég hef aldrei á ævinni átt alvöru fjölskyldu í Marokkó. Ég bjó í fjögur ár á götunni. Án móður og án föður. Fjölskyldan mín í Marokkó vildi ekki þekkja mig,“ segir hann.Ólík örlög vinanna Yassine kom til Íslands ásamt vini sínum Houssin en þar sem hann er eldri en átján ára urðu örlög hans önnur en Yassins. Fréttir voru sagðar af því þegar fangar á Litla-Hrauni réðust á hann og fyrir nokkrum vikum var hann svo sendur úr landi. Yassine fékk aftur á móti fósturfjölskyldu í Bolungarvík enda enn barn - og hann er þakklátur fyrir nýja lífið og fjölskylduna sem hann hefur alltaf þráð. „Þegar fólk spyr mig hver sé mamma mín, þá segi ég Ylfa. Ég útskýri það ekkert frekar, ég gef ekkert annað nafn og ég er stoltur af henni. Hún er líka stolt af mér og þegar hún er spurð hvort ég sé sonur hennar þá játar hún því,“ segir Yassine. Hann óskar þess að vera nýtur samfélagsþegn í framtíðinni, vera venjulegur, stunda vinnu og eiga gott heimili. Hann verður 18 ára í maí og þá formlega lögráða. „Ég vona að hann fái að vera áfram til tvítugs hjá okkur og svo á hann alltaf athvarf hjá okkur. Ég verð alltaf partur af lífi hans - ef hann verður áfram hér á Íslandi,“ segir Ylfa Mist Helgadóttir, fósturmóðir Yassine. Hún segir það hafa tekið töluverðan tíma fyrir Yassine að treysta því að hann verði ekki sendur burt af heimilinu við minnsta tilefni. Annars hafi aðlögunin gengið ótrúlega vel. „Þetta gengur náttúrulega upp og niður eins og með öll mín börn. Stundum gengur allt smurt og þægilega en stundum þarf ég að vera grýla. Það er bara svoleiðis þegar maður elur upp börn,“ segir hún.
Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira
Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45