Valitor ekki greitt út í arð fyrir útboð Arion Hörður Ægisson skrifar 15. mars 2018 06:00 Stjórn Arion hefur lagt áform um að ráðstafa hlutabréfum í kortafyrirtækinu í arðgreiðslu til hliðar í bili VÍSIR/STEFÁN Ekkert verður af því að Valitor Holding, dótturfélag Arion banka, verði aðgreint frá bankanum, áður en kemur að útboði og skráningu, þannig að hlutabréf greiðslukortafyrirtækisins verði að stærstum hluta greidd út í formi arðs til hluthafa. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur stjórn Arion banka sett þau áform til hliðar, að minnsta kosti fram yfir fyrirhugað útboð bankans síðar á árinu. Meirihluti hluthafa, vogunarsjóðir og Kaupþing, hefur sóst nokkuð eftir að Valitor yrði aðskilið frá samstæðunni með arðgreiðslu. Við þá ráðstöfun myndu sjóðirnir og Goldman Sachs, sem eiga um 32 prósent í Arion banka, jafnframt eiga kauprétt að 21,4 prósenta hlut til viðbótar í Valitor af Kaupþingi. Er kauprétturinn á talsvert hærra verði en sem nemur bókfærðu virði Valitors í reikningum Arion banka. Slíkar arðgreiðsluhugmyndir hafa mætt nokkurri mótstöðu. Þannig hafði Bankasýslan, sem þangað til fyrir skemmstu hélt um 13 prósenta hlut ríkisins í bankanum, komið þeirri skoðun sinni skýrt á framfæri að stofnunin væri mótfallin því að ráðstafa hlutabréfum Valitors í formi arðgreiðslu. Fremur ætti að selja fyrirtækið í opni söluferli. Í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings er þó sérstaklega gert ráð fyrir því, sem lið í því að fá sem hæst verð fyrir hlut Kaupþings í Arion banka, að hægt sé að aðgreina einstakar eignir eða eignarhluti bankans frá honum í aðdraganda og undirbúningi að sölu hlutabréfa. Tryggt er í samningnum að hann nái einnig utan um hinar aðgreindu eignir, svo sem Valitor. Ríkið myndi þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins í formi hærra stöðugleikaframlags, þótt félagið yrði aðgreint frá bankanum með sérstakri arðgreiðslu. Samkvæmt tillögum stjórnar fyrir aðalfund Arion banka, sem fer fram í dag, verður enginn arður greiddur á þessu ári vegna reksturs síðasta árs, að svo stöddu. Í tillögunum, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir að stjórnin hafi tekið til ítarlegrar skoðunar þann möguleika að arðgreiðsla fari fram til hluthafa með hlutabréfum í Valitor. Hún sé hins vegar þeirrar skoðunar að sú ráðstöfun þarfnist ítarlegra mats. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kyrrsetningarbeiðni á eignum Valitor hafnað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions á eignum Valitor. 9. mars 2018 11:59 Gætu virkjað ákvæði um gjaldfellingu Ákvæði um gjaldfellingu í lánasamningum Valitors gætu virkjast ef eignir fyrirtækisins verða kyrrsettar. Forstjórinn segir Valitor ekki vera með nein langtímalán í efnahagsreikningi sínum. Lögmaður krefst þess að FME stöðvi áform 1. mars 2018 06:00 Ríkissjóður nýtur góðs af sölu Valitors Tryggt er í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings að hann nái til virðis og mögulegrar virðisaukningar Valitors ef félagið er aðgreint frá Arion banka. Ríkið mun þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins 28. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Ekkert verður af því að Valitor Holding, dótturfélag Arion banka, verði aðgreint frá bankanum, áður en kemur að útboði og skráningu, þannig að hlutabréf greiðslukortafyrirtækisins verði að stærstum hluta greidd út í formi arðs til hluthafa. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur stjórn Arion banka sett þau áform til hliðar, að minnsta kosti fram yfir fyrirhugað útboð bankans síðar á árinu. Meirihluti hluthafa, vogunarsjóðir og Kaupþing, hefur sóst nokkuð eftir að Valitor yrði aðskilið frá samstæðunni með arðgreiðslu. Við þá ráðstöfun myndu sjóðirnir og Goldman Sachs, sem eiga um 32 prósent í Arion banka, jafnframt eiga kauprétt að 21,4 prósenta hlut til viðbótar í Valitor af Kaupþingi. Er kauprétturinn á talsvert hærra verði en sem nemur bókfærðu virði Valitors í reikningum Arion banka. Slíkar arðgreiðsluhugmyndir hafa mætt nokkurri mótstöðu. Þannig hafði Bankasýslan, sem þangað til fyrir skemmstu hélt um 13 prósenta hlut ríkisins í bankanum, komið þeirri skoðun sinni skýrt á framfæri að stofnunin væri mótfallin því að ráðstafa hlutabréfum Valitors í formi arðgreiðslu. Fremur ætti að selja fyrirtækið í opni söluferli. Í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings er þó sérstaklega gert ráð fyrir því, sem lið í því að fá sem hæst verð fyrir hlut Kaupþings í Arion banka, að hægt sé að aðgreina einstakar eignir eða eignarhluti bankans frá honum í aðdraganda og undirbúningi að sölu hlutabréfa. Tryggt er í samningnum að hann nái einnig utan um hinar aðgreindu eignir, svo sem Valitor. Ríkið myndi þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins í formi hærra stöðugleikaframlags, þótt félagið yrði aðgreint frá bankanum með sérstakri arðgreiðslu. Samkvæmt tillögum stjórnar fyrir aðalfund Arion banka, sem fer fram í dag, verður enginn arður greiddur á þessu ári vegna reksturs síðasta árs, að svo stöddu. Í tillögunum, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir að stjórnin hafi tekið til ítarlegrar skoðunar þann möguleika að arðgreiðsla fari fram til hluthafa með hlutabréfum í Valitor. Hún sé hins vegar þeirrar skoðunar að sú ráðstöfun þarfnist ítarlegra mats.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kyrrsetningarbeiðni á eignum Valitor hafnað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions á eignum Valitor. 9. mars 2018 11:59 Gætu virkjað ákvæði um gjaldfellingu Ákvæði um gjaldfellingu í lánasamningum Valitors gætu virkjast ef eignir fyrirtækisins verða kyrrsettar. Forstjórinn segir Valitor ekki vera með nein langtímalán í efnahagsreikningi sínum. Lögmaður krefst þess að FME stöðvi áform 1. mars 2018 06:00 Ríkissjóður nýtur góðs af sölu Valitors Tryggt er í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings að hann nái til virðis og mögulegrar virðisaukningar Valitors ef félagið er aðgreint frá Arion banka. Ríkið mun þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins 28. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Kyrrsetningarbeiðni á eignum Valitor hafnað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions á eignum Valitor. 9. mars 2018 11:59
Gætu virkjað ákvæði um gjaldfellingu Ákvæði um gjaldfellingu í lánasamningum Valitors gætu virkjast ef eignir fyrirtækisins verða kyrrsettar. Forstjórinn segir Valitor ekki vera með nein langtímalán í efnahagsreikningi sínum. Lögmaður krefst þess að FME stöðvi áform 1. mars 2018 06:00
Ríkissjóður nýtur góðs af sölu Valitors Tryggt er í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings að hann nái til virðis og mögulegrar virðisaukningar Valitors ef félagið er aðgreint frá Arion banka. Ríkið mun þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins 28. febrúar 2018 07:00