Afli í strandveiðum stóraukinn en fáir fást til að stunda veiðar Sveinn Arnarsson skrifar 15. mars 2018 06:00 Fyrirkomulag strandveiða hefur lítið breyst frá árinu 2009. Meiri afli hefur farið inn í kerfið en tekjur sjómanna hins vegar minnkað á sama tíma. Hilmar Thorarensen gerir út frá Gjögri í Árneshreppi á Ströndum Vísir/Stefán Staða strandveiða fyrir árið 2018 er óljósari en nokkru sinni áður samkvæmt skýrslu Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Á meðan afli til veiðanna hefur verið aukinn um nærri 150 prósent hefur bátunum ekki fjölgað í takt. Afurðaverð hefur haft þau áhrif að meðafli skilar sér mun minna en áður til hafnar sem gæti bent til aukins brottkasts í kerfinu. Sjávarútvegsmiðstöð HA vann akýrsluna fyrir sjávarútvegsráðuneytið. Hún sýnir miklar brotalamir í kerfi strandveiða og að gæðum samfélagsins, í þessu tilviki aflamarki, sé ráðstafað með litlum árangri og að strandveiðar beri ýmis merki þess að vera svokölluð „hobbýsjómennska“. Í lok september í fyrra lauk níunda strandveiðisumrinu á Íslandi. Á þessum tíma hefur afli, sem farið hefur inn í kerfið, aukist úr 3.900 þorskígildistonnum í heil 9.760 tonn án þess að hið opinbera skoði hvernig nýtingin á þeim gæðum hafi verið fyrr en nú. Bátum hefur þó ekki fjölgað í takt við aukinn afla og afkoma strandveiðimanna hefur heldur ekki batnað í takt við auknar aflaheimildir. Strandveiðum var ætlað að stuðla að nýliðun og vera einhvers konar brú fyrir nýliða inn í aflamarkskerfið, þeir keyptu sér aflaheimildir og kæmust á skrið í greininni. Af skýrslunni að dæma hefur þetta markmið ekki náðst að neinu marki. „Vega þarf og meta fyrirkomulag þeirra aflaheimilda sem ríkið fer með forræði yfir, þar með talið strandveiða, með það að markmiði að tryggja betur byggðafestu og nýliðun,“ segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.Mikilvæg eða klúðursleg „Skýrslan er mikilvægt innlegg í þá vinnu sem mælt er fyrir um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Sá hluti þeirrar vinnu sem snýr að strandveiðum þarf að taka mið af þessum niðurstöðum. Að mínu mati þarf sérstaklega að skoða nýliðun í greininni og nýtingu á hráefni,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hinn dæmigerði strandveiðisjó- maður er karlmaður yfir 50 ára aldri, gerir út á bátnum sínum einn í áhöfn og með 4 rúllur um borð og hefur milljón krónur upp úr krafsinu yfir heilt sumar að mati skýrsluhöfunda. Axel Helgason, formaður Félags smábátaeigenda, gefur lítið fyrir þessa skýrslu. „Hún er frekar klúðurslega unnin og ég hnýt um margt í henni sem er ekki rétt farið með. Þetta slær mig sem einhvers konar atvinnusköpun fyrir háskólanema,“ segir Axel. „En það er bent á góða hluti þarna, meðal annars að hægt er að bæta kerfið með sóknardagakerfi. Það gekk ekki hjá síðasta ráðherra en við erum vongóðir um að það breytist núna.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Staða strandveiða fyrir árið 2018 er óljósari en nokkru sinni áður samkvæmt skýrslu Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Á meðan afli til veiðanna hefur verið aukinn um nærri 150 prósent hefur bátunum ekki fjölgað í takt. Afurðaverð hefur haft þau áhrif að meðafli skilar sér mun minna en áður til hafnar sem gæti bent til aukins brottkasts í kerfinu. Sjávarútvegsmiðstöð HA vann akýrsluna fyrir sjávarútvegsráðuneytið. Hún sýnir miklar brotalamir í kerfi strandveiða og að gæðum samfélagsins, í þessu tilviki aflamarki, sé ráðstafað með litlum árangri og að strandveiðar beri ýmis merki þess að vera svokölluð „hobbýsjómennska“. Í lok september í fyrra lauk níunda strandveiðisumrinu á Íslandi. Á þessum tíma hefur afli, sem farið hefur inn í kerfið, aukist úr 3.900 þorskígildistonnum í heil 9.760 tonn án þess að hið opinbera skoði hvernig nýtingin á þeim gæðum hafi verið fyrr en nú. Bátum hefur þó ekki fjölgað í takt við aukinn afla og afkoma strandveiðimanna hefur heldur ekki batnað í takt við auknar aflaheimildir. Strandveiðum var ætlað að stuðla að nýliðun og vera einhvers konar brú fyrir nýliða inn í aflamarkskerfið, þeir keyptu sér aflaheimildir og kæmust á skrið í greininni. Af skýrslunni að dæma hefur þetta markmið ekki náðst að neinu marki. „Vega þarf og meta fyrirkomulag þeirra aflaheimilda sem ríkið fer með forræði yfir, þar með talið strandveiða, með það að markmiði að tryggja betur byggðafestu og nýliðun,“ segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.Mikilvæg eða klúðursleg „Skýrslan er mikilvægt innlegg í þá vinnu sem mælt er fyrir um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Sá hluti þeirrar vinnu sem snýr að strandveiðum þarf að taka mið af þessum niðurstöðum. Að mínu mati þarf sérstaklega að skoða nýliðun í greininni og nýtingu á hráefni,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hinn dæmigerði strandveiðisjó- maður er karlmaður yfir 50 ára aldri, gerir út á bátnum sínum einn í áhöfn og með 4 rúllur um borð og hefur milljón krónur upp úr krafsinu yfir heilt sumar að mati skýrsluhöfunda. Axel Helgason, formaður Félags smábátaeigenda, gefur lítið fyrir þessa skýrslu. „Hún er frekar klúðurslega unnin og ég hnýt um margt í henni sem er ekki rétt farið með. Þetta slær mig sem einhvers konar atvinnusköpun fyrir háskólanema,“ segir Axel. „En það er bent á góða hluti þarna, meðal annars að hægt er að bæta kerfið með sóknardagakerfi. Það gekk ekki hjá síðasta ráðherra en við erum vongóðir um að það breytist núna.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira