Segir Íslendinga stunda þjóðarmorð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. mars 2018 11:15 Töluverð umræða hefur átt sér stað í Bandaríkjunum vegna umfjöllunar CBS á síðasta ári. Vísir/Getty „Ísland hlýtur að vera ánægt með að vera svo nálægt því að ná árangri í þjóðarmorðsáætlun sinni,“ skrifar George F. Will, pistlahöfundur hjá bandaríska stórblaðinu Washington Post í skoðanapistli sem birtist á vefsíðu blaðsins í gær. Í pistlinum fjallar Will, sem hlaut Pulitzer-verðlaunin virtu árið 1977, um þá staðreynd að á Íslandi ákveði flestir að eyða fóstri leiði prófun í ljós litningagallann sem veldur Downs-heilkenninu.Eftir umfjöllun bandarísku sjónvarpstöðvarinnar CBS á síðasta ári hefur umræða um þetta mál farið vaxandi í Bandaríkjunum, ekki síst meðal íhaldssamra stjórnmálamanna og fylgismanna þeirra. Bent hefur verið á að umfjöllun CBS kunni að hafa verið villandi en málið hefur sérstaklega verið tekið fyrir á miðlinum Snopes, sem kannar sannleiksgildi frétta og sögusagna. „Áður en við óskum þjóðinni til hamingju með þessa lokalausn við Downs-vandamálinu ættum við að biðja Ísland um að svara spurningu: Hvað er vandamálið?“ skrifar Will í pistli sínum sem ber titilinn Hið raunverulega Downs-vandamál? Samþykki þjóðarmorðs. Greinin hefur vakið töluverða athygli ytra en alls hafa verið skrifuð hátt í 1.700 ummæli við hana frá því að hún birtist í gær.George F. Will er hér til vinstri en hann hlaut Pulitzer-verðlaunin árið 1977.Vísir/GettySetur hann tengil á umfjöllun CBS-sjónvarpstöðvarinnar þar sem rætt var Þórdísi Ingadóttur, sem árið 2009 eignaðist Ágústu, eina af þremur börnum sem fæddust með Downs-heilkenni á Íslandi það ár. Í umfjöllun CBS kom fram að heilkennið væri smám saman að hverfa á Íslandi en í kringum 80 til 85 prósent íslenskra kvenna láta prófa fyrir litningagallanum sem veldur Downs-heilkenni. „En áður en Ísland fer í vörn vegna þessarar lýsingu þá skulum við öll reyna að hugsa um þjóðarmorð á yfirvegaðan hátt, án þess að setjast í dómarasæti. Þjóðarmorð er einfaldlega kerfisbundin leið til þess að útrýma tilteknum hópi af fólki,“ skrifar Will. „Í tilviki Íslands er þessi hópur af fólki fólk með Downs-heilkennið.“ Í greininni fer Will yfir það hvernig lífslíkur einstaklinga með Downs hafi farið vaxandi undanfarna áratugi og rannsóknir sem sýnir að fólk með Downs geti lifað hamingjusömu lífi. Vísar hann aftur í umfjöllun CBS og vekur athygli á því að móðir Ágústu sé ánægð með að hún hafi ekki farið í fóstureyðingu. Þá nefnir hann einnig til sögunnar tölfræði sem bendir til þess að víða um heim sé þróunin svipuð hér á Íslandi, flestir ákveði að eyða fóstri leiði prófun í ljós litningagallann sem veldur heilkenninu. Lýkur hann greininni á að segja að það sé í raun hið raunverulega „Downs-vandamál,“ að samfélagið telji eðlilegra að eyða fóstri með Downs-heilkenni en að eignast barn með heilkennið. Tengdar fréttir Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30 Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38 Suðurríkjapresturinn sendir frá sér heimildarmynd um „bastarðaþjóðina Íslendinga“ Baptistapredikarinn Steve Anderson er mættur aftur og hann er ekki búinn að gleyma femínistahelvítinu Íslandi. 21. nóvember 2017 06:57 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
„Ísland hlýtur að vera ánægt með að vera svo nálægt því að ná árangri í þjóðarmorðsáætlun sinni,“ skrifar George F. Will, pistlahöfundur hjá bandaríska stórblaðinu Washington Post í skoðanapistli sem birtist á vefsíðu blaðsins í gær. Í pistlinum fjallar Will, sem hlaut Pulitzer-verðlaunin virtu árið 1977, um þá staðreynd að á Íslandi ákveði flestir að eyða fóstri leiði prófun í ljós litningagallann sem veldur Downs-heilkenninu.Eftir umfjöllun bandarísku sjónvarpstöðvarinnar CBS á síðasta ári hefur umræða um þetta mál farið vaxandi í Bandaríkjunum, ekki síst meðal íhaldssamra stjórnmálamanna og fylgismanna þeirra. Bent hefur verið á að umfjöllun CBS kunni að hafa verið villandi en málið hefur sérstaklega verið tekið fyrir á miðlinum Snopes, sem kannar sannleiksgildi frétta og sögusagna. „Áður en við óskum þjóðinni til hamingju með þessa lokalausn við Downs-vandamálinu ættum við að biðja Ísland um að svara spurningu: Hvað er vandamálið?“ skrifar Will í pistli sínum sem ber titilinn Hið raunverulega Downs-vandamál? Samþykki þjóðarmorðs. Greinin hefur vakið töluverða athygli ytra en alls hafa verið skrifuð hátt í 1.700 ummæli við hana frá því að hún birtist í gær.George F. Will er hér til vinstri en hann hlaut Pulitzer-verðlaunin árið 1977.Vísir/GettySetur hann tengil á umfjöllun CBS-sjónvarpstöðvarinnar þar sem rætt var Þórdísi Ingadóttur, sem árið 2009 eignaðist Ágústu, eina af þremur börnum sem fæddust með Downs-heilkenni á Íslandi það ár. Í umfjöllun CBS kom fram að heilkennið væri smám saman að hverfa á Íslandi en í kringum 80 til 85 prósent íslenskra kvenna láta prófa fyrir litningagallanum sem veldur Downs-heilkenni. „En áður en Ísland fer í vörn vegna þessarar lýsingu þá skulum við öll reyna að hugsa um þjóðarmorð á yfirvegaðan hátt, án þess að setjast í dómarasæti. Þjóðarmorð er einfaldlega kerfisbundin leið til þess að útrýma tilteknum hópi af fólki,“ skrifar Will. „Í tilviki Íslands er þessi hópur af fólki fólk með Downs-heilkennið.“ Í greininni fer Will yfir það hvernig lífslíkur einstaklinga með Downs hafi farið vaxandi undanfarna áratugi og rannsóknir sem sýnir að fólk með Downs geti lifað hamingjusömu lífi. Vísar hann aftur í umfjöllun CBS og vekur athygli á því að móðir Ágústu sé ánægð með að hún hafi ekki farið í fóstureyðingu. Þá nefnir hann einnig til sögunnar tölfræði sem bendir til þess að víða um heim sé þróunin svipuð hér á Íslandi, flestir ákveði að eyða fóstri leiði prófun í ljós litningagallann sem veldur heilkenninu. Lýkur hann greininni á að segja að það sé í raun hið raunverulega „Downs-vandamál,“ að samfélagið telji eðlilegra að eyða fóstri með Downs-heilkenni en að eignast barn með heilkennið.
Tengdar fréttir Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30 Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38 Suðurríkjapresturinn sendir frá sér heimildarmynd um „bastarðaþjóðina Íslendinga“ Baptistapredikarinn Steve Anderson er mættur aftur og hann er ekki búinn að gleyma femínistahelvítinu Íslandi. 21. nóvember 2017 06:57 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30
Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38
Suðurríkjapresturinn sendir frá sér heimildarmynd um „bastarðaþjóðina Íslendinga“ Baptistapredikarinn Steve Anderson er mættur aftur og hann er ekki búinn að gleyma femínistahelvítinu Íslandi. 21. nóvember 2017 06:57