Tólf ára drengur hlaut djúpan skurð á höfði í trampólíngarði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. mars 2018 14:59 Sauma þurfti fimm spor í höfuð sonar Öldu. Vísir/Samsett Sauma þurfti fimm spor í höfuð sonar Öldu Steingrímsdóttir eftir að hann fór í heljarstökk á trampólíni í trampólíngarðinum Skypark í Kópavogi. Hún er þakklát fyrir að sjúkraflutningamaður hafi verið á staðnum.„Hann er að taka heljarstökk og skýst þarna undir dýnuna og festir höfuðið á milli gorma, og rýfur það svo til baka,“ segir Alda í samtali við Vísi. Við það hlaut hann djúpan skurð á höfði. Á myndbandi sem hún birtir á Facebook má sjá hvernig sonur hennar skýst af trampólínu og undir samskeyti á milli trampólína.Slysið gerðist síðdegis í gær og segir Alda að starfsmenn garðsins hafi hringt í hana og greint henni frá slysinu.„Það var faðir þarna með dóttur sinni sem er sjúkraflutningamaður. Hann tekur strax boltann og vefur höfuðið á honum og stoppar blæðinguna. Það náttúrulega blæddi svakalega úr þessu,“ segir Alda sem gagnrýnir samskiptaleysi starfsmanna garðsins.„Þegar ég kem þarna standa þeir og segja ekki neitt, almennilegir strákar sem voru greinilega miður sín. Svo tók ég strákana og fór. Það voru engin samskipti þannig, ég bara dreif mig í burtu,“ segir Alda. Þar sem sjúkraflutningamaðurinn hafði búið um sárið dreif hún son sinn á Landspítalann þar sem saumuð voru fimm spor. Segir hún að læknarnir sem sinntu syni hennar hafi sagt við hana að hann hafi sloppið vel. „Þeim fannst þetta mjög alvarlegt. Hann hefði getað fengið gríðarlega höfuðáverka,“ segir Alda. Svo virðist því sem að betur hafi farið en á horfðist og er sonur hennar á batavegi.Sjá einnig: Móðir tvíbrotinnar stúlku vill meira eftirlit með trampólíngarðiGreint hefur verið frá því að tíðni þeirra sem leiti á Landspítalann vegna trampólínslysa hafi aukist, ekki síst á haustmánuðum síðasta árs en þangað til garðurinn opnaði var trampólíniðkun nær eingöngu stunduð á sumrin. Samkvæmt tölum frá Landspítalanum hefur lítið verið um trampólínslys á haustin og veturna undanfarin ár, þangað til garðurinn opnaði síðasta sumar.Í samtali við Vísi segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans, að þetta þurfi ekki endilega að koma á óvart, þar sem ekki sé óeðlilegt að tíðni íþróttaslysa aukist, þegar fjöldi þeirra sem stundi tiltekna íþrótt verði fleiri, eins og virðist hafa gerst þegar garðurinn opnaði síðastliðið sumar.Þá sýna tölur Landspítalans að það sem af er ári virðist fjöldi trampólínslysa hafa farið fækkandi en í síðasta mánuði leituðu þrír á slysa- og bráðadeild Landspítalans vegna trampólínslysa, samanborið við 20 í október og 12 í nóvember.Greint var frá því í Fréttablaðinu í febrúarað forsvarsmenn garðsins sem um ræðir hefðu ekki sent Heilbrigðiseftirlitinu fullnægjandi gögn hvernig öryggi gesta er tryggt meðan á dvöl stendur og neyðaráætlun ef slys verða, því væri ekki búið að gefa út starfsleyfi vegna garðsins.Í samtali við Vísi staðfestir Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis að eftirlitinu hefðu borist gögnin sem um ræðir. Ekki væri hins vegar búið að gefa út starfsleyfi, en það væri í eðlilegu ferli hjá nefndinni. Neytendur Tengdar fréttir Móðir tvíbrotinnar stúlku vill meira eftirlit með trampólíngarði Læknar segja mikla fjölgun alvarlegra trampólínslysa tengjast Trampólíngarðinum og móðir stúlku sem tvífótbrotnaði um helgina í garðinum kallar eftir auknu eftirliti. 15. nóvember 2017 19:56 Skortir gögn um trampólíngarð Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðisins hefur ekki fengið umbeðin gögn frá trampólíngarðinum Skypark. Há slysatíðni ástæða athugunar. 10. febrúar 2018 09:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Sauma þurfti fimm spor í höfuð sonar Öldu Steingrímsdóttir eftir að hann fór í heljarstökk á trampólíni í trampólíngarðinum Skypark í Kópavogi. Hún er þakklát fyrir að sjúkraflutningamaður hafi verið á staðnum.„Hann er að taka heljarstökk og skýst þarna undir dýnuna og festir höfuðið á milli gorma, og rýfur það svo til baka,“ segir Alda í samtali við Vísi. Við það hlaut hann djúpan skurð á höfði. Á myndbandi sem hún birtir á Facebook má sjá hvernig sonur hennar skýst af trampólínu og undir samskeyti á milli trampólína.Slysið gerðist síðdegis í gær og segir Alda að starfsmenn garðsins hafi hringt í hana og greint henni frá slysinu.„Það var faðir þarna með dóttur sinni sem er sjúkraflutningamaður. Hann tekur strax boltann og vefur höfuðið á honum og stoppar blæðinguna. Það náttúrulega blæddi svakalega úr þessu,“ segir Alda sem gagnrýnir samskiptaleysi starfsmanna garðsins.„Þegar ég kem þarna standa þeir og segja ekki neitt, almennilegir strákar sem voru greinilega miður sín. Svo tók ég strákana og fór. Það voru engin samskipti þannig, ég bara dreif mig í burtu,“ segir Alda. Þar sem sjúkraflutningamaðurinn hafði búið um sárið dreif hún son sinn á Landspítalann þar sem saumuð voru fimm spor. Segir hún að læknarnir sem sinntu syni hennar hafi sagt við hana að hann hafi sloppið vel. „Þeim fannst þetta mjög alvarlegt. Hann hefði getað fengið gríðarlega höfuðáverka,“ segir Alda. Svo virðist því sem að betur hafi farið en á horfðist og er sonur hennar á batavegi.Sjá einnig: Móðir tvíbrotinnar stúlku vill meira eftirlit með trampólíngarðiGreint hefur verið frá því að tíðni þeirra sem leiti á Landspítalann vegna trampólínslysa hafi aukist, ekki síst á haustmánuðum síðasta árs en þangað til garðurinn opnaði var trampólíniðkun nær eingöngu stunduð á sumrin. Samkvæmt tölum frá Landspítalanum hefur lítið verið um trampólínslys á haustin og veturna undanfarin ár, þangað til garðurinn opnaði síðasta sumar.Í samtali við Vísi segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans, að þetta þurfi ekki endilega að koma á óvart, þar sem ekki sé óeðlilegt að tíðni íþróttaslysa aukist, þegar fjöldi þeirra sem stundi tiltekna íþrótt verði fleiri, eins og virðist hafa gerst þegar garðurinn opnaði síðastliðið sumar.Þá sýna tölur Landspítalans að það sem af er ári virðist fjöldi trampólínslysa hafa farið fækkandi en í síðasta mánuði leituðu þrír á slysa- og bráðadeild Landspítalans vegna trampólínslysa, samanborið við 20 í október og 12 í nóvember.Greint var frá því í Fréttablaðinu í febrúarað forsvarsmenn garðsins sem um ræðir hefðu ekki sent Heilbrigðiseftirlitinu fullnægjandi gögn hvernig öryggi gesta er tryggt meðan á dvöl stendur og neyðaráætlun ef slys verða, því væri ekki búið að gefa út starfsleyfi vegna garðsins.Í samtali við Vísi staðfestir Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis að eftirlitinu hefðu borist gögnin sem um ræðir. Ekki væri hins vegar búið að gefa út starfsleyfi, en það væri í eðlilegu ferli hjá nefndinni.
Neytendur Tengdar fréttir Móðir tvíbrotinnar stúlku vill meira eftirlit með trampólíngarði Læknar segja mikla fjölgun alvarlegra trampólínslysa tengjast Trampólíngarðinum og móðir stúlku sem tvífótbrotnaði um helgina í garðinum kallar eftir auknu eftirliti. 15. nóvember 2017 19:56 Skortir gögn um trampólíngarð Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðisins hefur ekki fengið umbeðin gögn frá trampólíngarðinum Skypark. Há slysatíðni ástæða athugunar. 10. febrúar 2018 09:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Móðir tvíbrotinnar stúlku vill meira eftirlit með trampólíngarði Læknar segja mikla fjölgun alvarlegra trampólínslysa tengjast Trampólíngarðinum og móðir stúlku sem tvífótbrotnaði um helgina í garðinum kallar eftir auknu eftirliti. 15. nóvember 2017 19:56
Skortir gögn um trampólíngarð Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðisins hefur ekki fengið umbeðin gögn frá trampólíngarðinum Skypark. Há slysatíðni ástæða athugunar. 10. febrúar 2018 09:00