Frétti af launahækkun forstjórans í fjölmiðlum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. mars 2018 08:00 Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs. Vísir/Gva „Þetta voru fréttir fyrir mig líka, ég vissi ekki af þessu þannig að við höfum ekki náð að skoða þetta,“ segir Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, um launahækkanir forstjóra N1 sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Gildi lífeyrissjóður er næststærsti hluthafi N1. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær hækkuðu laun og hlunnindi Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra N1, um sem nemur rúmri milljón á mánuði í fyrra frá árinu áður. Málið hefur vakið hörð viðbrögð úr röðum verkalýðsforystunnar en hinir ýmsu lífeyrissjóðir eiga rúm 50 prósent í félaginu sem skráð er í Kauphöllina.Sjá einnig: Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuðiStærstu hluthafar félagsins eru Lífeyrissjóður verslunarmanna með 13,3 prósenta hlut og Gildi með 9,2 prósenta hlut. Fréttablaðið sendi fyrirspurnir á framkvæmdastjóra þeirra um hvort athugasemdir hefðu verið gerðar við þessar hækkun, með tilliti til meðal annars hluthafastefnu sjóðanna. Gildi samþykkti nýja hluthafastefnu fyrir stórar fjárfestingar árið 2015, sem teljast 0,5 prósent af heildareignum sjóðsins, 5 prósent eða meira í hverju félagi eða að sjóðurinn sé meðal fimm stærstu hluthafa. Í henni eru sett fram viðmið um upplýsingagjöf hvað varðar starfskjör og starfskjarastefnu og kveðið á um að stuðla að auknum og gagnkvæmum samskiptum við stjórnir félaga. Í stefnunni segir að áhersla sé lögð á að ávallt liggi fyrir „greinargóðar upplýsingar og rök fyrir starfskjörum stjórnenda og starfsmanna, m.a. árangurstengdum launagreiðslum s.s. kaupaukum“.Sjá einnig: Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“Kjarabót forstjórans upp á rúm 20 prósent og fjögurra framkvæmdastjóra upp á tæp 16 prósent virðist hins vegar hafa komið forsvarsmönnum Gildis í opna skjöldu. „Við eigum eftir að ræða þetta innan sjóðsins þannig að ég get ekkert sagt eins og staðan er núna. Bara „no comment“ í bili,“ segir Árni. Guðmundur Þ. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, hefur ekki svarað fyrirspurn Fréttablaðsins. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00 Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 15. mars 2018 09:57 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
„Þetta voru fréttir fyrir mig líka, ég vissi ekki af þessu þannig að við höfum ekki náð að skoða þetta,“ segir Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, um launahækkanir forstjóra N1 sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Gildi lífeyrissjóður er næststærsti hluthafi N1. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær hækkuðu laun og hlunnindi Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra N1, um sem nemur rúmri milljón á mánuði í fyrra frá árinu áður. Málið hefur vakið hörð viðbrögð úr röðum verkalýðsforystunnar en hinir ýmsu lífeyrissjóðir eiga rúm 50 prósent í félaginu sem skráð er í Kauphöllina.Sjá einnig: Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuðiStærstu hluthafar félagsins eru Lífeyrissjóður verslunarmanna með 13,3 prósenta hlut og Gildi með 9,2 prósenta hlut. Fréttablaðið sendi fyrirspurnir á framkvæmdastjóra þeirra um hvort athugasemdir hefðu verið gerðar við þessar hækkun, með tilliti til meðal annars hluthafastefnu sjóðanna. Gildi samþykkti nýja hluthafastefnu fyrir stórar fjárfestingar árið 2015, sem teljast 0,5 prósent af heildareignum sjóðsins, 5 prósent eða meira í hverju félagi eða að sjóðurinn sé meðal fimm stærstu hluthafa. Í henni eru sett fram viðmið um upplýsingagjöf hvað varðar starfskjör og starfskjarastefnu og kveðið á um að stuðla að auknum og gagnkvæmum samskiptum við stjórnir félaga. Í stefnunni segir að áhersla sé lögð á að ávallt liggi fyrir „greinargóðar upplýsingar og rök fyrir starfskjörum stjórnenda og starfsmanna, m.a. árangurstengdum launagreiðslum s.s. kaupaukum“.Sjá einnig: Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“Kjarabót forstjórans upp á rúm 20 prósent og fjögurra framkvæmdastjóra upp á tæp 16 prósent virðist hins vegar hafa komið forsvarsmönnum Gildis í opna skjöldu. „Við eigum eftir að ræða þetta innan sjóðsins þannig að ég get ekkert sagt eins og staðan er núna. Bara „no comment“ í bili,“ segir Árni. Guðmundur Þ. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, hefur ekki svarað fyrirspurn Fréttablaðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00 Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 15. mars 2018 09:57 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00
Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 15. mars 2018 09:57