„Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Kjartan Kjartansson skrifar 16. mars 2018 13:09 Johnson lét ummælin um Pútín falla við hlið Jacek Czaputowicz, utanríkisráðherra Póllands, sem fordæmdi einnig athæfi Rússa. Vísir/AFP Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir „yfirgnæfandi líkur“ á að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi persónulega gefið skipun um að eitrað skyldi fyrir fyrrverandi njósnara í Bretlandi fyrir tveimur vikum. Sergei Skripal, rússneskur fyrrverandi njósnari, og dóttir hans Yulia liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að þau komust í snertingu við rússneskt taugaeitur í bænum Salisbury um þarsíðustu helgi. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur þegar sagt að líklega hafi Rússar staðið að tilræðinu. Hún hefur jafnframt rekið 23 rússneska leyniþjónustumenn úr landi. Helstu bandalagsþjóðir Breta tóku undir að Rússar bæru ábyrgð á árásinni í gær. Johnson gekk hins vegar enn lengra í dag og bendlaði Rússlandsforseta beint við árásina. Tók hann sérstaklega fram að Bretar hefðu ekkert út á rússnesku þjóðina að setja, aðeins rússnesk stjórnvöld, að því er segir í frétt CNN. „Okkar deila er við Kreml Pútín og ákvörðun hans, og við teljum það yfirgnæfandi líklegt að þetta hafi verið hans ákvörðun, um að skipa fyrir um notkun taugaeiturs á götum Bretlands, á götum Evrópu, í fyrsta skipti frá síðari heimsstyrjöldinni,“ sagði Johnson í dag.„Ófyrirgefanlegt diplómatískt misferli“Varnarmálaráðherrann Gavin Williamsson fullyrti einnig í gær að rússnesk stjórnvöld hefðu tekið „meðvitaða pólitíska ákvörðun“ um að eitra fyrir Skripal. Talsmaður Kremlar brást ókvæða við ummælum breska utanríkisráðherrans og ítrekaði fyrri yfirlýsingar um að Rússar hefðu hvergi komið nálægt árásinni. „Allar vísanir í forseta okkar eru ekkert minna en hneykslanlegar og ófyrirgefanlegt diplómatískt misferli,“ sagði Dmitrí Peskov, talsmaður Rússlandsstjórnar. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. 15. mars 2018 13:48 Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Corbyn enn á bremsunni með að kenna Rússum um eiturárás Leiðtogi Verkamannaflokksins varar við því að hefja nýtt kalt stríð við Rússland og vill bíða eftir frekari sönnunargögnum um aðild Rússa að taugaeitursárás. 16. mars 2018 10:30 Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Sjá meira
Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir „yfirgnæfandi líkur“ á að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi persónulega gefið skipun um að eitrað skyldi fyrir fyrrverandi njósnara í Bretlandi fyrir tveimur vikum. Sergei Skripal, rússneskur fyrrverandi njósnari, og dóttir hans Yulia liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að þau komust í snertingu við rússneskt taugaeitur í bænum Salisbury um þarsíðustu helgi. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur þegar sagt að líklega hafi Rússar staðið að tilræðinu. Hún hefur jafnframt rekið 23 rússneska leyniþjónustumenn úr landi. Helstu bandalagsþjóðir Breta tóku undir að Rússar bæru ábyrgð á árásinni í gær. Johnson gekk hins vegar enn lengra í dag og bendlaði Rússlandsforseta beint við árásina. Tók hann sérstaklega fram að Bretar hefðu ekkert út á rússnesku þjóðina að setja, aðeins rússnesk stjórnvöld, að því er segir í frétt CNN. „Okkar deila er við Kreml Pútín og ákvörðun hans, og við teljum það yfirgnæfandi líklegt að þetta hafi verið hans ákvörðun, um að skipa fyrir um notkun taugaeiturs á götum Bretlands, á götum Evrópu, í fyrsta skipti frá síðari heimsstyrjöldinni,“ sagði Johnson í dag.„Ófyrirgefanlegt diplómatískt misferli“Varnarmálaráðherrann Gavin Williamsson fullyrti einnig í gær að rússnesk stjórnvöld hefðu tekið „meðvitaða pólitíska ákvörðun“ um að eitra fyrir Skripal. Talsmaður Kremlar brást ókvæða við ummælum breska utanríkisráðherrans og ítrekaði fyrri yfirlýsingar um að Rússar hefðu hvergi komið nálægt árásinni. „Allar vísanir í forseta okkar eru ekkert minna en hneykslanlegar og ófyrirgefanlegt diplómatískt misferli,“ sagði Dmitrí Peskov, talsmaður Rússlandsstjórnar.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. 15. mars 2018 13:48 Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Corbyn enn á bremsunni með að kenna Rússum um eiturárás Leiðtogi Verkamannaflokksins varar við því að hefja nýtt kalt stríð við Rússland og vill bíða eftir frekari sönnunargögnum um aðild Rússa að taugaeitursárás. 16. mars 2018 10:30 Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Sjá meira
Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. 15. mars 2018 13:48
Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32
Corbyn enn á bremsunni með að kenna Rússum um eiturárás Leiðtogi Verkamannaflokksins varar við því að hefja nýtt kalt stríð við Rússland og vill bíða eftir frekari sönnunargögnum um aðild Rússa að taugaeitursárás. 16. mars 2018 10:30
Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28