Barcelona steig enn eitt skrefið í átt að spænska meistaratitlinum með 2-0 sigri á Athletic Bilbao á heimavelli í dag.
Francisco Alcacer kom Barcelona yfir á áttundu mínútu með marki frá bakverðinum Jordi Alba.
Eftir hálftíma leik var svo röðin komin að Lionel Messi sem tvöfaldaði forystuna og lokatölur 2-0.
Barcelona er í fyrsta sæti, með ellefu stiga forskot á Atletico Madrid, en Madrídarliðið á leik til góða.
