„Svar Rússa breytir ekki staðreyndum málsins,“ sagði May í ræðu sinni á vorþingi Íhaldsflokksins í dag.
„Við umberum ekki ógn af hendi rússnesku ríkisstjórnarinnar við líf breskra ríkisborgara og annarra á breskri grundu.“ Þá sagðist hún ætla að ráðfæra sig við bandamenn sína varðandi næstu skref í málinu.
"Russia's response doesn't change the facts of the matter" - UK PM Theresa May reacts to Russia expelling 23 British diplomats amid tensions over nerve agent attack https://t.co/ZiWvHwVOVS pic.twitter.com/4VWIq3TQqQ
— BBC News (UK) (@BBCNews) March 17, 2018
Í yfirlýsingunni sagði að bresku erindrekunum verði vísað úr landi innan viku. Auk þess verður breska ráðgjafarnefndin í Rússlandi lögð niður og leyfi til opnunar á ræðismannsskrifstofu Breta í Sankti Pétursborg afturkallað. Breska ráðgjafarnefndin hefur lýst yfir „gríðarlegum vonbrigðum“ með ákvörðun Rússa.