Tiger heldur enn í vonina Einar Sigurvinsson skrifar 18. mars 2018 09:45 Tiger Woods. vísir/getty „Ég á enn möguleika ef ég spila mjög, mjög góðan hring á morgun. Það gæti gefið mér möguleika á stela óvæntum sigri,“ sagði Tiger Woods að loknum þriðja keppnishring Arnold Palmer boðsmótsins sem fer fram á Bay Hill í Flórída. Mótið er hluti af bandarísku PGA-mótaröðinni. Tiger Woods lék hringinn á þremur höggum undir pari. Hann er sjö höggum á eftir Svíanum Henrik Stenson sem er 12 höggum undir pari að loknum þremur hringjum. Stenson lék hringinn á einu höggi undir pari þrátt fyrir að fá þrjá skolla. Einu höggi á eftir Stenson er hinn 24 ára gamli Bryson DeChambeau en hann lék hringinn á pari. Næstur á eftir honum er goðsögnin Rory McIlroy sem er 10 undir pari eftir þrjá hringi. McIlroy spilaði frábært golf í gær og fór þriðja hringinn fimm höggum undir pari. „Ég byrjaði daginn rétt fyrir neðan tíu efstu sætin og vildi að minnsta kosti eiga möguleika fyrir morgundaginn, svo þetta var frábær dagur. Ég gat ekki beðið um meira,“ sagði McIlroy í lok dagsins. Bein útsending frá lokadegi mótsins hefst á Golfstöðinni í kvöld klukkan 16:30. Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
„Ég á enn möguleika ef ég spila mjög, mjög góðan hring á morgun. Það gæti gefið mér möguleika á stela óvæntum sigri,“ sagði Tiger Woods að loknum þriðja keppnishring Arnold Palmer boðsmótsins sem fer fram á Bay Hill í Flórída. Mótið er hluti af bandarísku PGA-mótaröðinni. Tiger Woods lék hringinn á þremur höggum undir pari. Hann er sjö höggum á eftir Svíanum Henrik Stenson sem er 12 höggum undir pari að loknum þremur hringjum. Stenson lék hringinn á einu höggi undir pari þrátt fyrir að fá þrjá skolla. Einu höggi á eftir Stenson er hinn 24 ára gamli Bryson DeChambeau en hann lék hringinn á pari. Næstur á eftir honum er goðsögnin Rory McIlroy sem er 10 undir pari eftir þrjá hringi. McIlroy spilaði frábært golf í gær og fór þriðja hringinn fimm höggum undir pari. „Ég byrjaði daginn rétt fyrir neðan tíu efstu sætin og vildi að minnsta kosti eiga möguleika fyrir morgundaginn, svo þetta var frábær dagur. Ég gat ekki beðið um meira,“ sagði McIlroy í lok dagsins. Bein útsending frá lokadegi mótsins hefst á Golfstöðinni í kvöld klukkan 16:30.
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira