Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir var kjörin nýr varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi nú í dag. Embættið hefur verið laust síðan Ólöf Nordal féll frá í fyrra.
Bjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari flokksins.
Landsfundi Sjálfstæðisflokksins var slitið fyrir nú áðan eftir val á forystu flokksins og afgreiðslu stjórnmálaályktunar.
Bjarni var kjörinn formaður með 710 atkvæðum, 96,2%, en aðrir fengu alls 28 atkvæði.
Þórdís Kolbrún var kjörin nýr varaformaður Sjálfstæðisflokksins, en Þórdís Kolbrún fékk 730 atkvæði eða 95,7% atkvæða.
Áslaug Arna var endurkjörin sem ritari flokksins með 664 atkvæðum eða 93,5% atkvæða.

