Búa til krúsir í baráttu gegn krabba Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. mars 2018 20:00 Vinkonurnar fimm eru í frumkvöðlaáfanga í Verzlunarskólanum þar sem verkefnið er að stofna fyrirtæki og framleiða vöru. Þær ákváðu að búa til hundrað keramikbolla, selja þá á fimm þúsund krónur stykkið og láta ágóðann renna til Krabbameinsfélagsins. Málefnið stendur þeim nærri en móðir einnar þeirra, Önnu Maríu Pálsdóttur, hefur greinst með krabbamein í brjósti tvisvar sinnum. „Svo það sem skýrði að hún fengi krabbamein svona ört er að núna 2017 greindist hún með gallað bracca 1 gen,“ segir Anna María sem er að sjálfsögðu meðvituð um að hún gæti sjálf borið genið. „Ég þarf að vera undir eftirliti og bróðir minn líka.“ Móðir Elfu Falsdóttur háir baráttu við krabbamein þessa dagana og er í erfiðri lyfjameðferð. „Hún er með eitlakrabbamein sem hafði dreift sér í bein sem gerði þetta alvarlegra en það hefði þurft að vera,“ segir Elfa. Stelpunum fannst því við hæfi að láta orðið Von standa á botninum á bollunum. „Þetta er stutt orð en hefur mikla þýðingu fyrir marga, aðstandendur og þá sem eru að kljást við þetta“ segir Anna María.Á botninum stendur Von - sem er eitthvað sem aðstandendur og þeir sem berjast við krabbamein þurfa að hafa nóg af, að mati stúlknanna.vísir/einarSetja hjartað í framleiðsluna Til að gera bolla þarf að gera mót, setja leirinn í, láta þorna, taka úr móti, láta þorna aftur, fínpússa og setja í hrábrennslu. Svo þarf að mála hvern bolla með níu umferðum og setja hann tvisvar í brennslu. Frænka Önnu Maríu, Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, starfar við keramikgerð og hefur hjálpað stelpunum við verkefnið. „Við hefðum ekki getað ímyndað okkur hve flókið þetta ferli er og við erum búnar að læra heilmikið af henni," segir Anna María og segist ekki sjá eftir þeim tíma sem verkefnið hefur tekið. „Við stefnum á hálfa milljón og erum að styrkja Krabbameinsfélagið. Þannig að það verður bara geggjað að afhenda þennan pening og þá verður þetta allt þess virði," segir hún. Elfa bætir við að það sé líka huggulegt og gaman að mála og dunda með bestu vinkonum sínum. „Við setjum mikla tilfinningu í að gera þessa bolla og það er mikil einlægni í gangi," segir hún. Nú þegar hafa fjörutíu manns pantað bolla án þess að einn einasti bolli sé tilbúinn. Fólk hefur sent skilaboð á Facebook- eða Instagramsíðu verkefnisins en stelpurnar hafa ekki auglýst bollana. „Við erum smá stressaðar þegar við förum að auglýsa að það sé hægt að kaupa að við eigum ekki nóg af bollum. Við þurfum að spýta í lófana og herða á framleiðslunni. Jafnvel framleiða meira en þessi hundrað stykki," segir Elfa. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Vinkonurnar fimm eru í frumkvöðlaáfanga í Verzlunarskólanum þar sem verkefnið er að stofna fyrirtæki og framleiða vöru. Þær ákváðu að búa til hundrað keramikbolla, selja þá á fimm þúsund krónur stykkið og láta ágóðann renna til Krabbameinsfélagsins. Málefnið stendur þeim nærri en móðir einnar þeirra, Önnu Maríu Pálsdóttur, hefur greinst með krabbamein í brjósti tvisvar sinnum. „Svo það sem skýrði að hún fengi krabbamein svona ört er að núna 2017 greindist hún með gallað bracca 1 gen,“ segir Anna María sem er að sjálfsögðu meðvituð um að hún gæti sjálf borið genið. „Ég þarf að vera undir eftirliti og bróðir minn líka.“ Móðir Elfu Falsdóttur háir baráttu við krabbamein þessa dagana og er í erfiðri lyfjameðferð. „Hún er með eitlakrabbamein sem hafði dreift sér í bein sem gerði þetta alvarlegra en það hefði þurft að vera,“ segir Elfa. Stelpunum fannst því við hæfi að láta orðið Von standa á botninum á bollunum. „Þetta er stutt orð en hefur mikla þýðingu fyrir marga, aðstandendur og þá sem eru að kljást við þetta“ segir Anna María.Á botninum stendur Von - sem er eitthvað sem aðstandendur og þeir sem berjast við krabbamein þurfa að hafa nóg af, að mati stúlknanna.vísir/einarSetja hjartað í framleiðsluna Til að gera bolla þarf að gera mót, setja leirinn í, láta þorna, taka úr móti, láta þorna aftur, fínpússa og setja í hrábrennslu. Svo þarf að mála hvern bolla með níu umferðum og setja hann tvisvar í brennslu. Frænka Önnu Maríu, Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, starfar við keramikgerð og hefur hjálpað stelpunum við verkefnið. „Við hefðum ekki getað ímyndað okkur hve flókið þetta ferli er og við erum búnar að læra heilmikið af henni," segir Anna María og segist ekki sjá eftir þeim tíma sem verkefnið hefur tekið. „Við stefnum á hálfa milljón og erum að styrkja Krabbameinsfélagið. Þannig að það verður bara geggjað að afhenda þennan pening og þá verður þetta allt þess virði," segir hún. Elfa bætir við að það sé líka huggulegt og gaman að mála og dunda með bestu vinkonum sínum. „Við setjum mikla tilfinningu í að gera þessa bolla og það er mikil einlægni í gangi," segir hún. Nú þegar hafa fjörutíu manns pantað bolla án þess að einn einasti bolli sé tilbúinn. Fólk hefur sent skilaboð á Facebook- eða Instagramsíðu verkefnisins en stelpurnar hafa ekki auglýst bollana. „Við erum smá stressaðar þegar við förum að auglýsa að það sé hægt að kaupa að við eigum ekki nóg af bollum. Við þurfum að spýta í lófana og herða á framleiðslunni. Jafnvel framleiða meira en þessi hundrað stykki," segir Elfa.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?