„Hann hélt alltaf áfram að öskra nafn konunnar minnar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2018 10:30 Rory McIlroy. Vísir/Getty Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy var allt annað en ánægður með framkomu áhorfanda á Arnold Palmer boðsmótinu um helgina og gagnrýndi um leið of mikla áfengissölu til áhorfenda á golfmótum. Rory McIlroy lét þetta þó ekki trufla sig og vann glæsilegan sigur á mótinu á átján höggum undir pari. McIlroy varð fyrir miklu áreiti á þriðja hringnum sínum á mótinu og þá sérstaklega frá einum manni. Telegraph sagði meðal annars frá. „Það var þarna einn gaur sem hélt alltaf áfram að öskra nafn konunnar minnar,“ sagði Rory McIlroy. Eiginkona Rory McIlroy er Erica Stoll en þau giftu sig í fyrra. „Ég ætlaði að fara til hans og ræða þetta. Þetta er orðið of mikið af því góða ef ég segi alveg eins og er. Þeir þurfa að fara að takmarka áfengissöluna á golfvellinum eða gera eitthvað í þessu. Kylfingar kvarta meira og meira undan þessu með hverri viku,“ sagði Rory McIlroy. „Ég vil ekki láta lenda einhverjum út bara til að henda honum út. Þetta er bara svo óviðeigandi. Við erum hérna út á velli til að reyna að vinna golfmót,“ sagði Justin Thomas þegar hann var spurður um málið. Rory McIlroy er ekki á móti því að fólk skemmti sér á gólfmótunum en segir að skemmtunin sé farin að snúast of mikið um fyllerí. „Ég veit að fólk vill koma hingað og njóta lífsins og ég styð það. Vandamálið er þegar öskrin og aðfinnslurnar verða persónulegar og þegar fólk er með mikil læti. Þá er þetta orðið of mikið,“ sagði McIlroy. „Einu sinni voru menn bara með bjór á vellinum en ekki áfengi. Nú er eins og allir gangi um með kokteila. Ég veit ekki hvort það væri nóg bara að skipta aftur í bjórinn. Það væri fínt en ég er svo sem ekki með lausnina,“ sagði Rory McIlroy. Golf Tengdar fréttir Læti í Tiger á lokahringnum en Rory McIlroy fagnaði sigri eftir mikinn fugladans í lokin Norður-Írinn Rory McIlroy vann sitt fyrsta mót síðan í september 2016 þegar hann tryggði sér sigur á Arnold Palmer boðsmótinu í nótt. 19. mars 2018 08:00 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy var allt annað en ánægður með framkomu áhorfanda á Arnold Palmer boðsmótinu um helgina og gagnrýndi um leið of mikla áfengissölu til áhorfenda á golfmótum. Rory McIlroy lét þetta þó ekki trufla sig og vann glæsilegan sigur á mótinu á átján höggum undir pari. McIlroy varð fyrir miklu áreiti á þriðja hringnum sínum á mótinu og þá sérstaklega frá einum manni. Telegraph sagði meðal annars frá. „Það var þarna einn gaur sem hélt alltaf áfram að öskra nafn konunnar minnar,“ sagði Rory McIlroy. Eiginkona Rory McIlroy er Erica Stoll en þau giftu sig í fyrra. „Ég ætlaði að fara til hans og ræða þetta. Þetta er orðið of mikið af því góða ef ég segi alveg eins og er. Þeir þurfa að fara að takmarka áfengissöluna á golfvellinum eða gera eitthvað í þessu. Kylfingar kvarta meira og meira undan þessu með hverri viku,“ sagði Rory McIlroy. „Ég vil ekki láta lenda einhverjum út bara til að henda honum út. Þetta er bara svo óviðeigandi. Við erum hérna út á velli til að reyna að vinna golfmót,“ sagði Justin Thomas þegar hann var spurður um málið. Rory McIlroy er ekki á móti því að fólk skemmti sér á gólfmótunum en segir að skemmtunin sé farin að snúast of mikið um fyllerí. „Ég veit að fólk vill koma hingað og njóta lífsins og ég styð það. Vandamálið er þegar öskrin og aðfinnslurnar verða persónulegar og þegar fólk er með mikil læti. Þá er þetta orðið of mikið,“ sagði McIlroy. „Einu sinni voru menn bara með bjór á vellinum en ekki áfengi. Nú er eins og allir gangi um með kokteila. Ég veit ekki hvort það væri nóg bara að skipta aftur í bjórinn. Það væri fínt en ég er svo sem ekki með lausnina,“ sagði Rory McIlroy.
Golf Tengdar fréttir Læti í Tiger á lokahringnum en Rory McIlroy fagnaði sigri eftir mikinn fugladans í lokin Norður-Írinn Rory McIlroy vann sitt fyrsta mót síðan í september 2016 þegar hann tryggði sér sigur á Arnold Palmer boðsmótinu í nótt. 19. mars 2018 08:00 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Læti í Tiger á lokahringnum en Rory McIlroy fagnaði sigri eftir mikinn fugladans í lokin Norður-Írinn Rory McIlroy vann sitt fyrsta mót síðan í september 2016 þegar hann tryggði sér sigur á Arnold Palmer boðsmótinu í nótt. 19. mars 2018 08:00