Ritstjóri Stundarinnar furðar sig á málflutningi Páls Magnússonar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2018 23:06 Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, kemur pistlahöfundi miðilsins, Braga Páli Sigurðssyni, til varnar á Facebook-síðu sinni eftir að Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kallaði Braga Pál og Stundina "endaþarm íslenskrar blaðamennsku.“ Með henni á myndinni er Jón Trausti Reynisson sem einnig er ritstjóri Stundarinnar. Vísir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ristjóri Stundarinnar, furðar sig á málflutningi Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um Braga Pál Sigurðsson og Stundina en færsla Páls, sem Vísir fjallaði um fyrr í dag, þar sem hann lýsir furðu sinni yfir pistlaskrifum Braga Páls hefur vakið töluverða athygli. Sagði Páll Braga og Stundina saman vera endaþarm íslensrar blaðamennsku og að pistill Braga Páls sé meinfýsinn, hlaðinn mannfyrirlitningu og rætni.Pistillinn birtist á vef Stundarinnar á föstudag en Bragi Páll fór á landsfund Sjálfstæðisflokksins og lýsir í pistlinum upplifun sinni af fundinum sem var heldur nöturleg. Í færslu á Facebook-síðu sinni kemur Ingibjörg Dögg Braga Páli til varnar og bendir á að þingmaður í valdastöðu hafi ráðist að pistlahöfundinum Braga Páli og afskrifað fjölmiðil vegna þess að honum líkaði ekki skoðanapistill umrædds pistlahöfunds.Kemur á óvart að fyrrverandi útvarpsstjóri skuli bjóða upp á slíkan málflutning „Merkilegt að sjá þingmann, í valdastöðu, virðulegan kjörinn fulltrúi á Alþingi, formann allsherjar- og menntamálanefndar, leyfa sér að stimpla nafngreindan mann, sem þingmaðurinn hélt að væri blaðamaður, sem „endaþarm íslenskrar blaðamennsku“ vegna þess að honum mislíkaði skoðanagrein // ádeila // pólitísk satíra hans. Þingmaðurinn lætur sér ekki nægja að uppnefna höfundinn svo rækilega heldur tekur hann alla sem á miðlinum starfa fyrir og afgreiðir fjölmiðilinn sem fékk nýlega verðlaun sem blaðamenn ársins líka sem „endaþarm íslenskrar blaðamennsku“. Ég get rétt ímyndað mér viðbrögðin við því ef ritstjóri fjölmiðils leyfði sér að útnefna og uppnefna nafngreindan þingmann og alla hans samflokksmenn endaþarm íslenskra stjórnmála vegna starfa sinna,“ segir Ingibjörg Dögg. Hún segir að svo virðist sem ansi margt leyfist þegar kemur að umræðu um fjölmiðla og fólkið sem starfar á fjölmiðlum. Þá bendir ritstjórinn á að til dæmis núverandi og fyrrverandi ráðherrar hafi „lækað“ við færslu Páls Magnússonar og þannig samþykkt málflutning hans. „Verð samt að viðurkenna að það kemur á óvart að fyrrverandi útvarpsstjóri skuli bjóða upp á slíkan málflutning og geri engar athugasemdir við að á þræði hans sé nafngreindur maður, valdalaus einyrki og skáld, þekktur fyrir gjörninga og satíru, sagður: „fársjúkur reiður og hatursfullur maður,“ „mjög alvarlega sjúkur,“ „helsjúkur maður“. „Illa upplýstur og illa meinandi,“ „mannaumingi“. „Einstakur drullusokkur,“ „aumur,“ „vesalingur“ og „viðbjóður þessi „blaðamaður““ - „ef blaðamann skildi kalla“. Þá er hugarheimur hans sögð „klár illska,“ „hugarástandið sorglegt,“ „ekkert nema hatur, „mannfyrirlitning og heimska“. Þetta skrifar fólk um nafngreindan mann vegna þess að því mislíkaði skrif hans. Eins og ekkert sé eðlilegra,“ segir Ingibjörg Dögg.Eitt að gagnrýna skrif einhvers, annað að ráðast á persónu viðkomandi Í lok færslu sinnar segir hún að vissulega hafi mátt búast við harkalegum viðbrögðum við jafn afgerandi skrifum og pistli Braga Páls. Eitt sé hins vegar að gagnrýna skrif einhvers og annað að ráðast að persónu viðkomandi. „Það er heilbrigt og eðlilegt að gagnrýna, ræða mörkin, hvenær gengið er of langt. En eitt er að gagnrýna skrif einhvers og annað að ráðast að persónu hans með órökstuddum fullyrðingum um að hann sé fársjúkur, kalla hann drullusokk og saka um illsku. Þó að það sé kannski einfaldara að bregðast við ádeilu með því að afgreiða hana sem „viðbjóðslega og rætna,“ „sóðaskap,“ „skít,“ „ógeð,“ „soraskrif“ og „ruddaskrif,“ „blindandi heift“ og „hatursfullt efni,“ eins og gert hefur verið, er líka hægt að velja aðrar leiðir og horfast í augu við að sumum hefur sviðið framganga valdhafa. Eins og honum, eins og stúlkunum sem urðu fyrir barðinu á barnaníðingum sem fengu síðan uppreist æru. Orð stjórnmálamanna og athafnir hafa áhrif á viðhorf til flokksins sem þeir starfa fyrir. Og það er ekki sambærilegt að gagnrýna þá sem hafa völdin og að jaðarsetja þá sem engin völd hafa.“ Tengdar fréttir „Meinfýsi, mannfyrirlitning og ótrúleg rætni“ Páll Magnússon furðar sig á umdeildum pistli Braga Páls Sigurðssonar. 19. mars 2018 13:21 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ristjóri Stundarinnar, furðar sig á málflutningi Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um Braga Pál Sigurðsson og Stundina en færsla Páls, sem Vísir fjallaði um fyrr í dag, þar sem hann lýsir furðu sinni yfir pistlaskrifum Braga Páls hefur vakið töluverða athygli. Sagði Páll Braga og Stundina saman vera endaþarm íslensrar blaðamennsku og að pistill Braga Páls sé meinfýsinn, hlaðinn mannfyrirlitningu og rætni.Pistillinn birtist á vef Stundarinnar á föstudag en Bragi Páll fór á landsfund Sjálfstæðisflokksins og lýsir í pistlinum upplifun sinni af fundinum sem var heldur nöturleg. Í færslu á Facebook-síðu sinni kemur Ingibjörg Dögg Braga Páli til varnar og bendir á að þingmaður í valdastöðu hafi ráðist að pistlahöfundinum Braga Páli og afskrifað fjölmiðil vegna þess að honum líkaði ekki skoðanapistill umrædds pistlahöfunds.Kemur á óvart að fyrrverandi útvarpsstjóri skuli bjóða upp á slíkan málflutning „Merkilegt að sjá þingmann, í valdastöðu, virðulegan kjörinn fulltrúi á Alþingi, formann allsherjar- og menntamálanefndar, leyfa sér að stimpla nafngreindan mann, sem þingmaðurinn hélt að væri blaðamaður, sem „endaþarm íslenskrar blaðamennsku“ vegna þess að honum mislíkaði skoðanagrein // ádeila // pólitísk satíra hans. Þingmaðurinn lætur sér ekki nægja að uppnefna höfundinn svo rækilega heldur tekur hann alla sem á miðlinum starfa fyrir og afgreiðir fjölmiðilinn sem fékk nýlega verðlaun sem blaðamenn ársins líka sem „endaþarm íslenskrar blaðamennsku“. Ég get rétt ímyndað mér viðbrögðin við því ef ritstjóri fjölmiðils leyfði sér að útnefna og uppnefna nafngreindan þingmann og alla hans samflokksmenn endaþarm íslenskra stjórnmála vegna starfa sinna,“ segir Ingibjörg Dögg. Hún segir að svo virðist sem ansi margt leyfist þegar kemur að umræðu um fjölmiðla og fólkið sem starfar á fjölmiðlum. Þá bendir ritstjórinn á að til dæmis núverandi og fyrrverandi ráðherrar hafi „lækað“ við færslu Páls Magnússonar og þannig samþykkt málflutning hans. „Verð samt að viðurkenna að það kemur á óvart að fyrrverandi útvarpsstjóri skuli bjóða upp á slíkan málflutning og geri engar athugasemdir við að á þræði hans sé nafngreindur maður, valdalaus einyrki og skáld, þekktur fyrir gjörninga og satíru, sagður: „fársjúkur reiður og hatursfullur maður,“ „mjög alvarlega sjúkur,“ „helsjúkur maður“. „Illa upplýstur og illa meinandi,“ „mannaumingi“. „Einstakur drullusokkur,“ „aumur,“ „vesalingur“ og „viðbjóður þessi „blaðamaður““ - „ef blaðamann skildi kalla“. Þá er hugarheimur hans sögð „klár illska,“ „hugarástandið sorglegt,“ „ekkert nema hatur, „mannfyrirlitning og heimska“. Þetta skrifar fólk um nafngreindan mann vegna þess að því mislíkaði skrif hans. Eins og ekkert sé eðlilegra,“ segir Ingibjörg Dögg.Eitt að gagnrýna skrif einhvers, annað að ráðast á persónu viðkomandi Í lok færslu sinnar segir hún að vissulega hafi mátt búast við harkalegum viðbrögðum við jafn afgerandi skrifum og pistli Braga Páls. Eitt sé hins vegar að gagnrýna skrif einhvers og annað að ráðast að persónu viðkomandi. „Það er heilbrigt og eðlilegt að gagnrýna, ræða mörkin, hvenær gengið er of langt. En eitt er að gagnrýna skrif einhvers og annað að ráðast að persónu hans með órökstuddum fullyrðingum um að hann sé fársjúkur, kalla hann drullusokk og saka um illsku. Þó að það sé kannski einfaldara að bregðast við ádeilu með því að afgreiða hana sem „viðbjóðslega og rætna,“ „sóðaskap,“ „skít,“ „ógeð,“ „soraskrif“ og „ruddaskrif,“ „blindandi heift“ og „hatursfullt efni,“ eins og gert hefur verið, er líka hægt að velja aðrar leiðir og horfast í augu við að sumum hefur sviðið framganga valdhafa. Eins og honum, eins og stúlkunum sem urðu fyrir barðinu á barnaníðingum sem fengu síðan uppreist æru. Orð stjórnmálamanna og athafnir hafa áhrif á viðhorf til flokksins sem þeir starfa fyrir. Og það er ekki sambærilegt að gagnrýna þá sem hafa völdin og að jaðarsetja þá sem engin völd hafa.“
Tengdar fréttir „Meinfýsi, mannfyrirlitning og ótrúleg rætni“ Páll Magnússon furðar sig á umdeildum pistli Braga Páls Sigurðssonar. 19. mars 2018 13:21 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
„Meinfýsi, mannfyrirlitning og ótrúleg rætni“ Páll Magnússon furðar sig á umdeildum pistli Braga Páls Sigurðssonar. 19. mars 2018 13:21