Stjörnuleikmenn PSG hrynja niður í aðdraganda Real Madrid leiksins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2018 08:00 Kylian Mbappe. Vísir/Getty Það hefur kostað sitt fyrir franska stórliðið Paris Saint Germain að vinna Marseille tvisvar sinnum á síðustu fjórum dögum. Tvær stórstjörnur liðsins hafa meiðst í leikjunum og framundan er seinni leikurinn við Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Paris Saint-Germain vann 3-0 sigur í báðum leikjunum á móti Marseille á síðustu fjórum dögum, sá fyrri var í deildinni en leikurinn í gærkvöldi var bikarleikur. Fyrir leikinn kom í ljós að Brasilíumaðurinn Neymar þarf að gangast undir aðgerð á fæti vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í deildarleiknum á sunnudagskvöldið. Neymar verður frá í margar vikur og missir örugglega af Real Madrid leiknum.He'll miss the Real Madrid game and more. Neymar will be having surgery in Brazil. Full story: https://t.co/YYeLrRxzWApic.twitter.com/TntKj50ARf — BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2018 Neymar fer í aðgerðina í Brasilíu en Brasilíumenn hafa einnig áhyggjur af sínum manni enda rétt rúmir hundrað dagar í heimsmeistarakeppnina í Rússlandi þar sem hann mun leið landslið þjóðarinnar. Í gærkvöldi meiddist síðan franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe og fór hann af velli í hálfleik eftir að hafa fengið högg. Það er ekki ljóst hversu alvarleg þessi meiðsli eru.First Neymar, now Kylian Mbappe... The injury concerns are mounting for PSG. More: https://t.co/K0YUPtLTGBpic.twitter.com/XfxEncfMEc — BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2018 Hinn 19 ára gamli Kylian Mbappe er á eins árs láni frá Mónakó en PSG hefur forkaupsrétt á honum í sumar ef félagið er tilbúið að borga 165,7 milljónir punda fyrir hann. Parísarliðið þarf á einhverjum göldrum að halda í seinni leiknum á móti Real Madrid eftir að spænska liðið vann 3-1 sigur í fyrri leiknum á Santiago Bernabéu. Það að tveir „galdramenn“ séu dottnir út eða tæpir er mikið áfall fyrir liðið. Neymar og Kylian Mbappe eru einmitt hjá félaginu til að hjálpa liðinu að komast loksins alla leið í Meistaradeildinni og engin óskastaða að missa þá báða út fyrir þennan mikilvæga leik. Það er þó ekki víst að Kylian Mbappe geti ekki spilað í leiknum sem fer fram í næstu viku. Angel Di Maria skoraði tvívegis í gær og þriðja markið skoraði Edinson Cavani níu mínútum fyrir leikslok. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Það hefur kostað sitt fyrir franska stórliðið Paris Saint Germain að vinna Marseille tvisvar sinnum á síðustu fjórum dögum. Tvær stórstjörnur liðsins hafa meiðst í leikjunum og framundan er seinni leikurinn við Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Paris Saint-Germain vann 3-0 sigur í báðum leikjunum á móti Marseille á síðustu fjórum dögum, sá fyrri var í deildinni en leikurinn í gærkvöldi var bikarleikur. Fyrir leikinn kom í ljós að Brasilíumaðurinn Neymar þarf að gangast undir aðgerð á fæti vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í deildarleiknum á sunnudagskvöldið. Neymar verður frá í margar vikur og missir örugglega af Real Madrid leiknum.He'll miss the Real Madrid game and more. Neymar will be having surgery in Brazil. Full story: https://t.co/YYeLrRxzWApic.twitter.com/TntKj50ARf — BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2018 Neymar fer í aðgerðina í Brasilíu en Brasilíumenn hafa einnig áhyggjur af sínum manni enda rétt rúmir hundrað dagar í heimsmeistarakeppnina í Rússlandi þar sem hann mun leið landslið þjóðarinnar. Í gærkvöldi meiddist síðan franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe og fór hann af velli í hálfleik eftir að hafa fengið högg. Það er ekki ljóst hversu alvarleg þessi meiðsli eru.First Neymar, now Kylian Mbappe... The injury concerns are mounting for PSG. More: https://t.co/K0YUPtLTGBpic.twitter.com/XfxEncfMEc — BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2018 Hinn 19 ára gamli Kylian Mbappe er á eins árs láni frá Mónakó en PSG hefur forkaupsrétt á honum í sumar ef félagið er tilbúið að borga 165,7 milljónir punda fyrir hann. Parísarliðið þarf á einhverjum göldrum að halda í seinni leiknum á móti Real Madrid eftir að spænska liðið vann 3-1 sigur í fyrri leiknum á Santiago Bernabéu. Það að tveir „galdramenn“ séu dottnir út eða tæpir er mikið áfall fyrir liðið. Neymar og Kylian Mbappe eru einmitt hjá félaginu til að hjálpa liðinu að komast loksins alla leið í Meistaradeildinni og engin óskastaða að missa þá báða út fyrir þennan mikilvæga leik. Það er þó ekki víst að Kylian Mbappe geti ekki spilað í leiknum sem fer fram í næstu viku. Angel Di Maria skoraði tvívegis í gær og þriðja markið skoraði Edinson Cavani níu mínútum fyrir leikslok.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira