Raðar inn mörkum á Ítalíu en íslensku strákarnir þurfa ekki að hafa áhyggjur af honum á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2018 10:30 Mauro Icardi fagnar marki með Internazionale. Vísir/Getty Argentínski framherjinn Mauro Icardi hefur skorað átján mörk fyrir Internazionale í ítölsku deildinni á þessu tímabili og er annar markahæsti maðurinn í Seríu A. Íslenska landsliðið þarf þó ekki að hafa miklar áhyggjur af því að þurfa stoppa þennan öfluga framherja á HM ef marka má fréttir frá Argentínu. Fjölmiðlakonan, Luciana Rubinska á Fox Sports Argentina, hefur heimildir fyrir því að landsliðsþjálfarinn Jorge Sampaoli, ætli ekki að velja einn heitasta sóknarmann ítölsku deildarinnar í HM-hóp sinn.Mauro Icardi will reportedly not be included in Argentina's 2018 World Cup squad, due to low performance and bad relationships with team mates. Imagine if England could afford to leave a player like that out! pic.twitter.com/1Un7wJP6Zr — Team FA (@TeamFA) February 28, 2018 Tvær ástæður eru gefnar upp í frétt Lucianu. Frammistaða Mauro Icardi upp á síðakstið (hefur verið meiddur) og slæmt samband hans og annarra leikmanna í argentínska landsliðinu. Mauro Icardi hefur skorað 18 mörk í 22 deildarleikjum í vetur en sextán af mörkum hans komu í fyrstu fimmtán leikjunum. Icardi spilaði síðasta deildarleik sinn í lok janúar en var á bekknum hjá Internazionale um síðustu helgi. Jorge Sampaoli mun í dag tilkynna landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleiki á móti Ítalíu og Spáni og þar verður hvorki Mauro Icardi eða Juventus-maðurinn Paulo Dybala sem hefur líka verið að glíma við meiðsli.Mauro Icardi and Paulo Dybala expected to miss out on Argentina squad tomorrow while several English Premier League based players are set to make the team. Players from Manchester United, Chelsea, West Ham and Everton. https://t.co/jhg4XGUoP1 — Roy Nemer (@RoyNemer) February 28, 2018 Mauro Icardi er 25 ára gamall og kæmist líklega í flesta aðra landsliðshópa á HM í Rússlandi. Sögusagnir eru um að samband hans við Wöndu Nara, kærustu fyrrum leikmanns í landsliðinu, hafi gert lítið fyrir liðsandann í argentínska landsliðinu.#SerieA Classement meilleurs buteurs J26 : Immobile 23 Icardi 18 Quagliarella 17 Mertens 16 Dybala 14 Higuain 14 pic.twitter.com/AOWz81xVsj — Footballogue (@Footballogue) February 26, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
Argentínski framherjinn Mauro Icardi hefur skorað átján mörk fyrir Internazionale í ítölsku deildinni á þessu tímabili og er annar markahæsti maðurinn í Seríu A. Íslenska landsliðið þarf þó ekki að hafa miklar áhyggjur af því að þurfa stoppa þennan öfluga framherja á HM ef marka má fréttir frá Argentínu. Fjölmiðlakonan, Luciana Rubinska á Fox Sports Argentina, hefur heimildir fyrir því að landsliðsþjálfarinn Jorge Sampaoli, ætli ekki að velja einn heitasta sóknarmann ítölsku deildarinnar í HM-hóp sinn.Mauro Icardi will reportedly not be included in Argentina's 2018 World Cup squad, due to low performance and bad relationships with team mates. Imagine if England could afford to leave a player like that out! pic.twitter.com/1Un7wJP6Zr — Team FA (@TeamFA) February 28, 2018 Tvær ástæður eru gefnar upp í frétt Lucianu. Frammistaða Mauro Icardi upp á síðakstið (hefur verið meiddur) og slæmt samband hans og annarra leikmanna í argentínska landsliðinu. Mauro Icardi hefur skorað 18 mörk í 22 deildarleikjum í vetur en sextán af mörkum hans komu í fyrstu fimmtán leikjunum. Icardi spilaði síðasta deildarleik sinn í lok janúar en var á bekknum hjá Internazionale um síðustu helgi. Jorge Sampaoli mun í dag tilkynna landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleiki á móti Ítalíu og Spáni og þar verður hvorki Mauro Icardi eða Juventus-maðurinn Paulo Dybala sem hefur líka verið að glíma við meiðsli.Mauro Icardi and Paulo Dybala expected to miss out on Argentina squad tomorrow while several English Premier League based players are set to make the team. Players from Manchester United, Chelsea, West Ham and Everton. https://t.co/jhg4XGUoP1 — Roy Nemer (@RoyNemer) February 28, 2018 Mauro Icardi er 25 ára gamall og kæmist líklega í flesta aðra landsliðshópa á HM í Rússlandi. Sögusagnir eru um að samband hans við Wöndu Nara, kærustu fyrrum leikmanns í landsliðinu, hafi gert lítið fyrir liðsandann í argentínska landsliðinu.#SerieA Classement meilleurs buteurs J26 : Immobile 23 Icardi 18 Quagliarella 17 Mertens 16 Dybala 14 Higuain 14 pic.twitter.com/AOWz81xVsj — Footballogue (@Footballogue) February 26, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira