Byssuvinir skjóta á Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. mars 2018 06:53 Frá fundi forsetans með fulltrúum beggja flokkanna á þingi þar sem rætt var um breytingar á skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna. Vísir/Getty Félagsmenn í Samtökum bandarískra byssueigenda, NRA, fara ófögrum orðum um Donald Trump Bandaríkjaforseta og hugmyndir hans um breytingar á skotvopnalöggjöfinni vestanhafs.Á opnum fundi með fulltrúum beggja flokkanna á Bandaríkjaþingi sagðist forsetinn opinn fyrir því að hækka aldurstakmörk fyrir kaup á tilteknum byssum og að lögreglumenn geti gert skotvopn upptæk á meðan sakamál eru til meðferðar í dómskerfinu. Byssuvinir eru ekki hrifnir af þessum hugmyndum og segja þær vera „heimskulegar“ og „svik“ við kjósendahóp sem staðið hafi þétt við bakið á Trump.Sjá einnig: Trump hvetur þingmenn til að endurskoða skotvopnalög„Þetta er heimskulegasta hugmynd sem ég hef nokkurn tímann heyrt,“ segir Joe Biggs, meðlimur í NRA og ritstjóri íhaldsmiðilsins Rogue Right. „Ég vona að þetta hafi bara verið tímabundin heimska, dómgreindarbrestur. Ég vona að einhver hafi dregið hann á bakvið og sagt: „Þú varst rétt í þessu að missa helming kjósenda þinna með því að segja eitthvað svona heimskulegt.““Á fyrrnefndum fundi talaði Trump einnig fyrir frumvarpi sem gerði ráð fyrir ítarlegri bakgrunnskoðunum á byssukaupendum. Það virðist þó hafa verið hugmynd Trumps um að lögreglumenn geti gert skotvopn upptæk sem fór mest fyrir brjóstið á byssueigendum. Það sé ekkert annað en stjórnarskrárbrot.Mun kjósa einhvern annan næst „Þú heldur allt þitt líf að það verði Demókratar sem taki byssurnar þínar,“ er haft eftir Biggs á vef Guardian. „En síðan heyrirðu Trump forseta segja: „Ó, við ætlum að taka byssurnar af þér áður en málið þitt fer sína leið í réttarkefinu.““ Ritstjórinn er svo æfur að hann hyggst kjósa einhvern annan en Trump árið 2020 ef forsetinn keyrir þessar breytingar í gegn. Annar háttsettur meðlimur NRA, Dave Kopel, er einnig trylltur. „Það er reyndar ekkert sérstaklega furðulegt að hann svíki kjósendur sína,“ segir Kopel sem telur að meirihluti hinna 5 milljón meðlima NRA séu gríðarlega ósáttir. „Hvert einasta orð voru svik.“ Talsmaður NRA tók í sama streng í viðtali við Fox News. Fundur forsetans hafi verið „gott sjónvarp en léleg stefnumörkun.“ Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump hvetur þingmenn til að endurskoða skotvopnalög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti þingmenn úr báðum flokkum til þess að endurskoða skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna í kjölf mannskæðrar skotárásar í skóla Flórída þar sem 17 létust. 28. febrúar 2018 23:30 Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni Vopnaði öryggisvörðurinn, sem Bandaríkjaforseti kallaði heigul, hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. 27. febrúar 2018 05:47 Leyfa sér um að efast að Trump hefði hlaupið inn í skólann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á dögunum að hann hefði hlaupið inn í Stoneman Douglas-skólann í Flórída hefði hann verið á staðnum þegar mannskæð skotárás var framin þar fyrr í mánuðinum. 27. febrúar 2018 20:14 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Félagsmenn í Samtökum bandarískra byssueigenda, NRA, fara ófögrum orðum um Donald Trump Bandaríkjaforseta og hugmyndir hans um breytingar á skotvopnalöggjöfinni vestanhafs.Á opnum fundi með fulltrúum beggja flokkanna á Bandaríkjaþingi sagðist forsetinn opinn fyrir því að hækka aldurstakmörk fyrir kaup á tilteknum byssum og að lögreglumenn geti gert skotvopn upptæk á meðan sakamál eru til meðferðar í dómskerfinu. Byssuvinir eru ekki hrifnir af þessum hugmyndum og segja þær vera „heimskulegar“ og „svik“ við kjósendahóp sem staðið hafi þétt við bakið á Trump.Sjá einnig: Trump hvetur þingmenn til að endurskoða skotvopnalög„Þetta er heimskulegasta hugmynd sem ég hef nokkurn tímann heyrt,“ segir Joe Biggs, meðlimur í NRA og ritstjóri íhaldsmiðilsins Rogue Right. „Ég vona að þetta hafi bara verið tímabundin heimska, dómgreindarbrestur. Ég vona að einhver hafi dregið hann á bakvið og sagt: „Þú varst rétt í þessu að missa helming kjósenda þinna með því að segja eitthvað svona heimskulegt.““Á fyrrnefndum fundi talaði Trump einnig fyrir frumvarpi sem gerði ráð fyrir ítarlegri bakgrunnskoðunum á byssukaupendum. Það virðist þó hafa verið hugmynd Trumps um að lögreglumenn geti gert skotvopn upptæk sem fór mest fyrir brjóstið á byssueigendum. Það sé ekkert annað en stjórnarskrárbrot.Mun kjósa einhvern annan næst „Þú heldur allt þitt líf að það verði Demókratar sem taki byssurnar þínar,“ er haft eftir Biggs á vef Guardian. „En síðan heyrirðu Trump forseta segja: „Ó, við ætlum að taka byssurnar af þér áður en málið þitt fer sína leið í réttarkefinu.““ Ritstjórinn er svo æfur að hann hyggst kjósa einhvern annan en Trump árið 2020 ef forsetinn keyrir þessar breytingar í gegn. Annar háttsettur meðlimur NRA, Dave Kopel, er einnig trylltur. „Það er reyndar ekkert sérstaklega furðulegt að hann svíki kjósendur sína,“ segir Kopel sem telur að meirihluti hinna 5 milljón meðlima NRA séu gríðarlega ósáttir. „Hvert einasta orð voru svik.“ Talsmaður NRA tók í sama streng í viðtali við Fox News. Fundur forsetans hafi verið „gott sjónvarp en léleg stefnumörkun.“
Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump hvetur þingmenn til að endurskoða skotvopnalög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti þingmenn úr báðum flokkum til þess að endurskoða skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna í kjölf mannskæðrar skotárásar í skóla Flórída þar sem 17 létust. 28. febrúar 2018 23:30 Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni Vopnaði öryggisvörðurinn, sem Bandaríkjaforseti kallaði heigul, hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. 27. febrúar 2018 05:47 Leyfa sér um að efast að Trump hefði hlaupið inn í skólann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á dögunum að hann hefði hlaupið inn í Stoneman Douglas-skólann í Flórída hefði hann verið á staðnum þegar mannskæð skotárás var framin þar fyrr í mánuðinum. 27. febrúar 2018 20:14 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Trump hvetur þingmenn til að endurskoða skotvopnalög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti þingmenn úr báðum flokkum til þess að endurskoða skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna í kjölf mannskæðrar skotárásar í skóla Flórída þar sem 17 létust. 28. febrúar 2018 23:30
Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni Vopnaði öryggisvörðurinn, sem Bandaríkjaforseti kallaði heigul, hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. 27. febrúar 2018 05:47
Leyfa sér um að efast að Trump hefði hlaupið inn í skólann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á dögunum að hann hefði hlaupið inn í Stoneman Douglas-skólann í Flórída hefði hann verið á staðnum þegar mannskæð skotárás var framin þar fyrr í mánuðinum. 27. febrúar 2018 20:14