Konur taka við völdum í fyrirtæki Weinstein Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. mars 2018 08:34 Athafnakonan Maria Contreras-Sweet fer fyrir fjárfestahópnum. Vísir/Getty Konur munu fara með tögl og hagldir í fyrirtækinu sem stofnað var af kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Þær ætla sér meðal annars að greiða þolendum Weinstein skaðabætur út úr félaginu. Greint var frá því fyrr í vikunni að framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company væri á barmi gjaldþrots. Það kom svo í ljós í gær að fjárfestar hefðu stigið fram og lýst yfir áhuga á að kaupa allar eignir félagsins, þar með talinn réttinn að 277 kvikmyndum sem fyrirtækið hefur framleitt í gegnum árin. Athafnakonan Maria Contreras-Sweet fer fyrir fjárfestahópnum sem er sagður reiðubúinn að greiða um 50 milljarða íslenskra króna fyrir eignasafn Weinstein-félagsins. Inn í þeirri upphæð eru 9 milljarðar sem verja á í skaðabætur til þolenda Harveys Weinstein. Tugir kvenna hafa stigið fram og ásakað kvikmyndaframleiðandann um kynferðislega áreitni og misnotkun. Sjá einnig: Fyrirtæki Weinstein gjaldþrotaContreras-Sweet segir að nýja fyrirtækinu sem reist verður á rústum Weinstein-félagsins verði stýrt af nýrri framkvæmdastjórn sem að mestu verður skipuð konum. Konur munu hafa meirihluta atkvæða í fyrirtækinu og þannig hafa úrslitaáhrif á allar stærri ákvarðanir fyrirtækisins. Ætlunin er sögð vera að byggja upp öflugt kvikmyndaframleiðslufyrirtæki og bjarga 150 störfum. Fráfarandi stjórn The Weinstein Company segist sátt með málalyktir og að hin erfiða staða sem komin var upp virðist ætla að leysast farsællega. Contreras-Sweet, sem fór með málefni lítilla fyrirtækja í stjórn Baracks Obama Bandaríkjaforseta, segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar þegar hún heyrði af brotum Weinstein. Því hafi verið ákveðið að láta hluta kaupverðsins renna til þolenda kvikmyndaframleiðandans. Bandaríkin Mál Harvey Weinstein MeToo Tengdar fréttir Fyrirtæki Weinstein gjaldþrota Framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem stofnað var af Harvey Weinstein, stefnir í gjaldþrot. 26. febrúar 2018 08:36 Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Konur munu fara með tögl og hagldir í fyrirtækinu sem stofnað var af kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Þær ætla sér meðal annars að greiða þolendum Weinstein skaðabætur út úr félaginu. Greint var frá því fyrr í vikunni að framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company væri á barmi gjaldþrots. Það kom svo í ljós í gær að fjárfestar hefðu stigið fram og lýst yfir áhuga á að kaupa allar eignir félagsins, þar með talinn réttinn að 277 kvikmyndum sem fyrirtækið hefur framleitt í gegnum árin. Athafnakonan Maria Contreras-Sweet fer fyrir fjárfestahópnum sem er sagður reiðubúinn að greiða um 50 milljarða íslenskra króna fyrir eignasafn Weinstein-félagsins. Inn í þeirri upphæð eru 9 milljarðar sem verja á í skaðabætur til þolenda Harveys Weinstein. Tugir kvenna hafa stigið fram og ásakað kvikmyndaframleiðandann um kynferðislega áreitni og misnotkun. Sjá einnig: Fyrirtæki Weinstein gjaldþrotaContreras-Sweet segir að nýja fyrirtækinu sem reist verður á rústum Weinstein-félagsins verði stýrt af nýrri framkvæmdastjórn sem að mestu verður skipuð konum. Konur munu hafa meirihluta atkvæða í fyrirtækinu og þannig hafa úrslitaáhrif á allar stærri ákvarðanir fyrirtækisins. Ætlunin er sögð vera að byggja upp öflugt kvikmyndaframleiðslufyrirtæki og bjarga 150 störfum. Fráfarandi stjórn The Weinstein Company segist sátt með málalyktir og að hin erfiða staða sem komin var upp virðist ætla að leysast farsællega. Contreras-Sweet, sem fór með málefni lítilla fyrirtækja í stjórn Baracks Obama Bandaríkjaforseta, segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar þegar hún heyrði af brotum Weinstein. Því hafi verið ákveðið að láta hluta kaupverðsins renna til þolenda kvikmyndaframleiðandans.
Bandaríkin Mál Harvey Weinstein MeToo Tengdar fréttir Fyrirtæki Weinstein gjaldþrota Framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem stofnað var af Harvey Weinstein, stefnir í gjaldþrot. 26. febrúar 2018 08:36 Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Fyrirtæki Weinstein gjaldþrota Framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem stofnað var af Harvey Weinstein, stefnir í gjaldþrot. 26. febrúar 2018 08:36