„Þessi hestur er alltaf í uppáhaldi,“ sagði Sylvía um Héðinn Skúla eftir forkeppnina, en þau stóðu efst fyrir úrslitin með 7,13 í einkunn.
Sjá má sýningu Sylvíu í forkeppninni í meðfylgjandi myndskeiði, en bein útsending var frá mótinu á Stöð 2 sport.
Niðurstöður A-úrslita voru eftirfarandi:
1. Jakob Svavar Sigurðsson, Skýr frá Skálakoti - 7,55 stig
2. Sylvía Sigurbjörnsdóttir, Héðinn Skúli frá Oddhóli - 7,12
3. Þórarinn Ragnarsson, Hildingur frá Bergi - 7,12
4. Teitur Árnason Sjóður, frá Kirkjubæ - 7,10
5. Viðar Ingólfsson, Óskahringur frá Miðási - 6,95
6. Guðmundur Friðrik Björgvinsson, Þór frá Votumýri 2 - 6,69
Sylvía náði sér í mikilvæg stig fyrir liðið sitt, Auðsholtshjáleigu, sem nú stendur efst í liðakeppninni með 132,5 stig.
Staðan í liðakeppninni er eftirfarandi:
Auðsholtshjáleiga 132,5 stig
Gangmyllan 126,5
Top Reiter 125,5
Hrímnir/Export hestar 125,5
Lífland 122,5
Árbakki/Hestvit/Sumarliðabær 103
Ganghestar/Margrétarhof/Equitec 98,5
Oddhóll/Þjóðólfshagi/Efsta-Sel 66