Segir meiri umferð af íbúabyggð en spítala Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. mars 2018 09:00 Uppbygging Landspítala við Hringbraut er í fullum gangi en enn er deilt um staðsetninguna. Vísir/Anton Brink „Það eru mjög eðlileg fyrstu viðbrögð að hafa efasemdir um staðsetninguna,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri aðspurður um niðurstöður könnunar um afstöðu borgarbúa til staðsetningar nýs Landspítala sem birtar voru í Fréttablaðinu í gær. Niðurstöðurnar sýna að 47 prósent þeirra sem taka afstöðu telja spítalann ekki eiga að rísa á núverandi stað við Hringbraut.„Það var líka reynslan í umfjöllun borgarstjórnar á sínum tíma en eftir að hafa farið ítarlega yfir öll sjónarmið og gögn í málinu, þá var líka merkilegt að það varð þverpólitísk samstaða í borgarstjórninni um að þessi staðsetning væri rétt,“ segir Dagur og vísar til samstöðu á síðasta kjörtímabili er þessi hluti skipulags fyrir viðbótina var kláraður. „Það var ekki allt óumdeilt í því deiliskipulagi en það varð þverpólitísk sátt um staðsetninguna, þó svo hafi ekki verið í upphafi umræðunnar,“ segir Dagur. „Í fyrsta lagi þá er nauðsynlegt að velja framtíðarstaðsetningu fyrir spítalann og fara í staðarvalsgreiningu sem fyrst um framtíðaruppbyggingu Landspítalans,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Eyþór segir staðsetningu spítalans í dag hafa ákveðna galla, bæði hvað varðar rými og samgöngur. Hún hafi upphaflega verið í útjaðri er borgin var miklu minni en í dag. „Til framtíðar eigum við að stefna á að bæði stofnanir og fyrirtæki séu líka austarlega í borginni. Það er betri og heilbrigðari þróun sem léttir á samgöngukerfinu og styttir ferðatíma fyrir okkur,“ segir Eyþór. Aðspurður segir Eyþór mikilvægt að tefja ekki framkvæmdir sem þegar séu á framkvæmdastigi. „En umferðarlega er spítalinn á röngum stað og þess vegna er mikilvægt að staðarvalið fari fram, þannig að spítalinn sjálfur og aðrir geti hugað að uppbyggingunni á nýjum stað,“ segir Eyþór. „Þessi staðarvalsgreining þarf ekki að taka mjög langan tíma en þarf að vera gerð faglega og þá sjá menn uppbygginguna til framtíðar.“Dagur segir raunveruleikann um samgöngurnar í rauninni allt annan en halda mætti af umræðunni. „Vaktaskipti á spítalanum eru utan háannatíma í umferðinni til dæmis á morgnana, inniliggjandi sjúklingar ferðast lítið á milli staða og gestakomur dreifast á allan daginn. Umferðarröskun er því ekki eins mikil eins og halda mætti af umræðunni,“ segir Dagur og bætir við: Þegar farið var yfir þetta þá var líka skoðað hver áhrifin yrðu af því að hafa aðra atvinnustarfsemi eða íbúabyggð á svæðinu ef spítalinn færi annað. Og í ljós kom að undantekningarlaust hefði önnur uppbygging skapað meiri umferð á svæðinu en uppbygging spítalans mun hafa í för með sér. Það myndi auðvitað hafa mjög miklar afleiðingar fyrir verkefnið og ég held að þeir, sem er alvara um verkefnið, hljóti að nálgast alla slíka umræðu af ábyrgð,“ segir Dagur inntur eftir því hvort raunhæft sé að breyta staðsetningunni. „En þetta er stór ákvörðun og gildir til langs tíma og eðlilegt að menn hafi efasemdir í fyrstu. En þeirri umfjöllun borgarstjórnar lauk með því að allir voru sammála um að staðsetningin styddist við mjög traust rök og ítarlega skoðun.“Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.Eyþór Arnalds oddviti framboðslista Sjálfstæðismanna kallar eftir greiningu á staðarvali fyrir Landspítalann.Vísir/Anton Brink Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
„Það eru mjög eðlileg fyrstu viðbrögð að hafa efasemdir um staðsetninguna,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri aðspurður um niðurstöður könnunar um afstöðu borgarbúa til staðsetningar nýs Landspítala sem birtar voru í Fréttablaðinu í gær. Niðurstöðurnar sýna að 47 prósent þeirra sem taka afstöðu telja spítalann ekki eiga að rísa á núverandi stað við Hringbraut.„Það var líka reynslan í umfjöllun borgarstjórnar á sínum tíma en eftir að hafa farið ítarlega yfir öll sjónarmið og gögn í málinu, þá var líka merkilegt að það varð þverpólitísk samstaða í borgarstjórninni um að þessi staðsetning væri rétt,“ segir Dagur og vísar til samstöðu á síðasta kjörtímabili er þessi hluti skipulags fyrir viðbótina var kláraður. „Það var ekki allt óumdeilt í því deiliskipulagi en það varð þverpólitísk sátt um staðsetninguna, þó svo hafi ekki verið í upphafi umræðunnar,“ segir Dagur. „Í fyrsta lagi þá er nauðsynlegt að velja framtíðarstaðsetningu fyrir spítalann og fara í staðarvalsgreiningu sem fyrst um framtíðaruppbyggingu Landspítalans,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Eyþór segir staðsetningu spítalans í dag hafa ákveðna galla, bæði hvað varðar rými og samgöngur. Hún hafi upphaflega verið í útjaðri er borgin var miklu minni en í dag. „Til framtíðar eigum við að stefna á að bæði stofnanir og fyrirtæki séu líka austarlega í borginni. Það er betri og heilbrigðari þróun sem léttir á samgöngukerfinu og styttir ferðatíma fyrir okkur,“ segir Eyþór. Aðspurður segir Eyþór mikilvægt að tefja ekki framkvæmdir sem þegar séu á framkvæmdastigi. „En umferðarlega er spítalinn á röngum stað og þess vegna er mikilvægt að staðarvalið fari fram, þannig að spítalinn sjálfur og aðrir geti hugað að uppbyggingunni á nýjum stað,“ segir Eyþór. „Þessi staðarvalsgreining þarf ekki að taka mjög langan tíma en þarf að vera gerð faglega og þá sjá menn uppbygginguna til framtíðar.“Dagur segir raunveruleikann um samgöngurnar í rauninni allt annan en halda mætti af umræðunni. „Vaktaskipti á spítalanum eru utan háannatíma í umferðinni til dæmis á morgnana, inniliggjandi sjúklingar ferðast lítið á milli staða og gestakomur dreifast á allan daginn. Umferðarröskun er því ekki eins mikil eins og halda mætti af umræðunni,“ segir Dagur og bætir við: Þegar farið var yfir þetta þá var líka skoðað hver áhrifin yrðu af því að hafa aðra atvinnustarfsemi eða íbúabyggð á svæðinu ef spítalinn færi annað. Og í ljós kom að undantekningarlaust hefði önnur uppbygging skapað meiri umferð á svæðinu en uppbygging spítalans mun hafa í för með sér. Það myndi auðvitað hafa mjög miklar afleiðingar fyrir verkefnið og ég held að þeir, sem er alvara um verkefnið, hljóti að nálgast alla slíka umræðu af ábyrgð,“ segir Dagur inntur eftir því hvort raunhæft sé að breyta staðsetningunni. „En þetta er stór ákvörðun og gildir til langs tíma og eðlilegt að menn hafi efasemdir í fyrstu. En þeirri umfjöllun borgarstjórnar lauk með því að allir voru sammála um að staðsetningin styddist við mjög traust rök og ítarlega skoðun.“Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.Eyþór Arnalds oddviti framboðslista Sjálfstæðismanna kallar eftir greiningu á staðarvali fyrir Landspítalann.Vísir/Anton Brink
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira