Boltabulla á konungsstól Stefán Pálsson skrifar 3. mars 2018 10:00 Napóleon III Frakklandskeisari mælti með hentugum þýskum prinsi, sem lá á lausu. Hann hlaut titilinn Carol fyrsti. Hvert yrði þitt fyrsta verk ef þú vaknaðir dag einn sem konungur? – Endurskipuleggja herinn og bæta samgöngur í landinu? Já, mögulega. Gera nákvæma úttekt á stöðu heilbrigðis- og menntakerfisins og vinna metnaðarfulla umbótaáætlun? Jú, ekki slæmt. En svo væri líka bara hægt að taka að sér stjórn fótboltalandsliðsins. Það er í það minnsta það sem Carol 2. Rúmeníukonungur ákvað að gera þegar hann komst til valda árið 1930. Og eftir á að hyggja var það kannski ein af hans skástu ákvörðunum. Stjórnmálasaga Evrópu á árunum milli heimsstyrjaldanna tveggja hefur að geyma marga kynlega kvisti. Stjórnarfar ýmissa ríkja var afar brothætt og þótt heita ætti að einhvers konar þingræðisstjórnarfar væri víðast hvar við lýði, voru gömlu konungsættirnar enn valdamiklar og tóku fullan þátt í stjórnmálalífinu. Carol annar (eða Karl annar eins og nefna mætti hann á íslensku) var þannig furðuleg blanda af nítjándu aldar kóngafólki og popúlískum fasistaleiðtoga millistríðsáranna. Út í þá skringilegu blöndu mátti svo hræra vænum skammti af kvensemi, glaumgosalíferni og já, fótbolta. Saga rúmensku konungsættarinnar er ekki ýkja löng og tengslin við Rúmeníu ekki mikil í fyrstu. Rúmenar öðluðust sjálfstæði sitt undan Ottómanaveldinu á nítjándu öld, ekki hvað síst með stuðningi Frakka. Fengu Rúmenar margir hverjir sérstakt dálæti á franskri menningu og sér þess enn stað í fána landsins sem er eins og sá franski nema með gulum lit í staðinn fyrir hvítan. Valdastéttin í Rúmeníu tileinkaði sér alla þá frönsku siði sem hún gat, talaði helst ekki nema frönsku og leit á París sem sína andlegu höfuðborg. Þjóðríkið Rúmenía stóð veikum fótum og logaði í illdeilum héraðshöfðingja og ættarvelda. Nauðsynlegt var því talið að sækja þjóðhöfðingja út fyrir landið. Slíkt var raunar alsiða á þessum árum og ekki þótti verra að sækja slíkan konung inn í evrópska háaðalinn til að tryggja sér í leiðinni sambönd og ættartengsl. Napóleon III Frakklandskeisari mælti með hentugum þýskum prinsi, sem lá á lausu. Hann hlaut titilinn Carol fyrsti. Carol hafði varla heyrt um Rúmeníu getið þegar hann var krýndur þar konungur. Sama má segja um bróðurson hans, Ferdínand, sem var gerður að krónprinsi þegar ljóst varð að kónginum yrði ekki sonar auðið. Ferdínand tók síðar við af frænda sínum og ríkti sem Ferdínand fyrsti frá 1914 til dauðadags árið 1927. Báðir voru þeir frændur alla tíð útlendingar í sínu eigin ríki, án nokkurra sérstakra tengsla við rúmenskt samfélag þótt þeir reyndu að stýra landinu eftir bestu getu. Öðru máli gegndi um Carol yngri, son Ferdínands og framtíðarerfingja konungsveldisins. Hann fæddist og ólst upp í Rúmeníu og sá hlutina með talsvert öðrum augum en faðir hans og frændi. Hafa ýmsir af ævisöguriturum Carols annars viljað kenna uppvaxtarárum prinsins unga um margar af þeim ógöngum sem hann átti eftir að rata í á ævinni.Spjátrungur og gosi Carol fyrsti leit á nafna sinn sem soninn sem hann aldrei eignaðist og spillti honum með eftirlæti, en um leið fékk drengurinn ekki að eiga eðlilegt samband við sína réttu foreldra. Hjónaband þeirra stóð líka á brauðfótum, þar sem María, eiginkona Ferdínands, átti í ástarsamböndum við ýmsa menn, meira og minna fyrir opnum tjöldum. Upplifði Carol ungi þetta sem mikla niðurlægingu föður síns og lagðist það þungt á hann. Óánægjan með framhjáhaldsævintýri móðurinnar varð þó ekki til þess að gera soninn að sérstökum siðapostula. Strax á táningsárum var Carol orðinn alræmdur fyrir svall og kvennafar. Hann eignaðist börn utan hjónabands, en það olli þó Rúmenum mun minna hugarangri en barnið sem hann tók upp á að eignast í hjónabandi! Sumarið 1918 stakk krónprinsinn af úr herþjónustu og hélt til Úkraínu með dóttur rúmensks hershöfðingja og kvæntist henni á laun. Carol var þá 24 ára en unnustan, „Zizi“, tvítug. Fyrir utan þá lítt konunglegu hegðun að stinga af úr hernum, var hjúskapurinn reginhneyksli. Zizi var fjarri því nógu ættgöfug til að giftast krónprinsi, auk þess sem stjórnarskrá landsins bannaði það hreinlega að þjóðhöfðinginn kvæntist Rúmena. (Þessi sérkennilega regla hefur væntanlega átt að tryggja valdajafnvægi milli helstu valdaætta landsins.) Vorið eftir tókst fjölskyldu Carols að fá hann ofan af þessu gönuhlaupi sínu og hjónabandið var úrskurðað ógilt. Rétt rúmum níu mánuðum síðar eignaðist Zizi þó dóttur og sá rúmenska ríkið um að greiða framfærslu þeirra beggja. Um tíma virtist Carol ætla að snúa baki við glaumgosalífinu þegar hann varð ástfanginn af Helen frænku sinni, systur Alexanders Grikklandskonungs. Þau giftust í skyndi vorið 1921 eftir stutt kynni og sjö mánuðum síðar eignuðust þau soninn Mikael. Allt fór þó fljótlega í sama farið hjá Carol prins. Hann svallaði, naut lífsins og eignaðist nýjar og nýjar ástkonur. Hafa sagnritarar prinsins bent á að Carol virðist fremur hafa leiðst stúlkur úr sinni eigin stétt, en þess í stað fallið fyrir konum af „lægri“ stéttum, þar sem þær hafi verið óheflaðri, hispurslausari og líflegri í háttum. Að lokum kynntist hann svo konu sem átti eftir að fanga hjarta hans til æviloka, hún hér Elena Lupescu. Elena, sem raunar var kölluð „Magda“, var lyfsaladóttir úr efri millistétt. Faðir hennar var gyðingur, en hafði snúist til kaþólskrar trúar. Gyðinglegi uppruninn átti þó eftir að reynast afdrifaríkur.Hafa sagnritarar prinsins bent á að Carol virðist fremur hafa leiðst stúlkur úr sinni eigin stétt, en þess í stað fallið fyrir konum af „lægri“ stéttum, þar sem þær hafi verið óheflaðri, hispurslausari og líflegri í háttum.Ítalskt hneyksli Sagnfræðingar sem kannað hafa sögu Rúmeníu á þriðja og fjórða áratugnum viðurkenna að nær vonlaust sé að draga upp óbrenglaða mynd af Mögdu Lupescu. Svo miklu hefur verið logið um hana, jafnt til lofs eða lasts. Lengi vel var henni lýst sem einhvers konar norn sem hefði getað stjórnað ástsjúkum unnusta sínum eins og strengjabrúðu og ráðið öllu sem hún vildi. Í dag er þó fremur litið á hana sem lífsnautnakonu sem notaði hvert tækifæri til að maka krókinn en kærði sig að öðru leyti lítið eða ekkert um stjórnmál. Samband prinsins og Mögdu vakti almenna hneykslan við hirðina í Búkarest, en almenningur hafði litla hugmynd um hvað gekk á. Opinberlega var allt í himnalagi í hjónabandi Carols og Helenar. Blaðamenn vissu svo sem eitt og annað, en ströng ritskoðunarlög í landinu komu í veg fyrir að fregnir af opinberu framhjáhaldi krónprinsins rötuðu á prent. En í loks árs 1925 varð fjandinn laus. Alexandra Bretadrottning, eiginkona Játvarðs sjöunda, lést og var jarðsungin í Lundúnum. Hún var náskyld meira og minna öllu kóngafólki Evrópu og var Carol krónprins sendur í útförina sem fulltrúi rúmensku hirðarinnar. Hann fór einn í ferðina. Á bakaleiðinni ákvað prinsinn að rétt væri að staldra við á Ítalíu og gera sér glaðan dag. Og hver hafði komið þangað til fundar við hann önnur en Magda Lupescu? Skötuhjúin nutu tilverunnar á Ítalíu og sinntu næturlífinu af krafti. Þau gerðu enga tilraun til að leynast fyrir ítölskum blaðamönnum og ljósmyndurum og fljótlega kom í ljós að ritstjórum ítalskra blaða stóð hjartanlega á sama um rúmensk ritskoðunarlög. Allur heimurinn vissi nú af hinni fölleitu, rauðhærðu og seiðandi ástkonu Carols krónprins. Rúmenía logaði stafnanna á milli þegar Carol sneri aftur heim úr fríinu. Leiðtogar valdaflokksins í landinu, Frjálslynda þjóðarflokksins, sem var hægrisinnaður flokkur borgarastéttarinnar, kröfðust afsagnar krónprinsins. Höfðu flokksmenn og krónprinsinn raunar lengi eldað grátt silfur vegna annarra mála. Almenningur hafði líka litla samúð með ríkisarfanum sem hafði niðurlægt vinsæla eiginkonu sína með opinberu framhjáhaldi og þjóðernissinnarnir litu á það sem sérstaka synd að hjákonan væri gyðingur. Carol átti því þann kost einan að afsala sér ríkiserfðum til sonar síns og flytja úr landi. Hann fluttist til Parísar og bjó þar með Mögdu sinni án þess að gera minnstu tilraun til þess að fela samband þeirra. Að nafninu til stóð hjónaband hans og Helenar prinsessu þó til ársins 1928 þegar hún sótti um skilnað. Konungsskipti urðu í Rúmeníu um mitt ár 1927 þegar Ferdínand fyrsti lést. Við valdataumunum tók Mikael litli, þá rétt á sjötta ári. Drengurinn hélt þó ekki sjálfur um valdataumana, heldur var dagleg stjórn ríkisins í höndum þriggja manna ráðs, í þeim hópi var föðurbróðir hans, Nikulás. Stýrði ráðið í ágætri sátt við valdaflokk landsins, Frjálslynda þjóðarflokkinn. Þegar skýjabakkar heimskreppunnar tóku að hrúgast upp jókst pólitískur óstöðugleiki í Rúmeníu og þegar formaður Frjálslynda þjóðarflokksins féll frá, hrundi fylgi flokksins í kosningum. Bændaflokkurinn tók við völdum, en hann sótti fylgi sitt einkum til sveita, Stefna hans hvíldi á þjóðlegum rúmenskum gildum og tortryggni í garð yfirstéttarinnar og dálæti hennar á vesturevrópskum og þá einkum frönskum siðum. Við þessar aðstæður sá hinn útlægi fyrrverandi krónprins sér leik á borði. Sumarið 1930 sneri Carol aftur til heimalandsins og ruddi hinum barnunga syni sínum til hliðar með fulltingi nýju ríkisstjórnarinnar. Hann tók sér embættistitilinn Carol annar og hóf þegar að leggja drög að valdatíma sínum. En nú kynni einhver að spyrja: hvað með fótboltann? Átti þessi pistil ekki að fjalla um knattspyrnuóðan kóng sem hlutaðist til um fótboltalandslið þjóðar sinnar? Jú, jú, en það verður ekki fyrr en í næsta hluta, eftir viku. Birtist í Fréttablaðinu Saga til næsta bæjar Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hvert yrði þitt fyrsta verk ef þú vaknaðir dag einn sem konungur? – Endurskipuleggja herinn og bæta samgöngur í landinu? Já, mögulega. Gera nákvæma úttekt á stöðu heilbrigðis- og menntakerfisins og vinna metnaðarfulla umbótaáætlun? Jú, ekki slæmt. En svo væri líka bara hægt að taka að sér stjórn fótboltalandsliðsins. Það er í það minnsta það sem Carol 2. Rúmeníukonungur ákvað að gera þegar hann komst til valda árið 1930. Og eftir á að hyggja var það kannski ein af hans skástu ákvörðunum. Stjórnmálasaga Evrópu á árunum milli heimsstyrjaldanna tveggja hefur að geyma marga kynlega kvisti. Stjórnarfar ýmissa ríkja var afar brothætt og þótt heita ætti að einhvers konar þingræðisstjórnarfar væri víðast hvar við lýði, voru gömlu konungsættirnar enn valdamiklar og tóku fullan þátt í stjórnmálalífinu. Carol annar (eða Karl annar eins og nefna mætti hann á íslensku) var þannig furðuleg blanda af nítjándu aldar kóngafólki og popúlískum fasistaleiðtoga millistríðsáranna. Út í þá skringilegu blöndu mátti svo hræra vænum skammti af kvensemi, glaumgosalíferni og já, fótbolta. Saga rúmensku konungsættarinnar er ekki ýkja löng og tengslin við Rúmeníu ekki mikil í fyrstu. Rúmenar öðluðust sjálfstæði sitt undan Ottómanaveldinu á nítjándu öld, ekki hvað síst með stuðningi Frakka. Fengu Rúmenar margir hverjir sérstakt dálæti á franskri menningu og sér þess enn stað í fána landsins sem er eins og sá franski nema með gulum lit í staðinn fyrir hvítan. Valdastéttin í Rúmeníu tileinkaði sér alla þá frönsku siði sem hún gat, talaði helst ekki nema frönsku og leit á París sem sína andlegu höfuðborg. Þjóðríkið Rúmenía stóð veikum fótum og logaði í illdeilum héraðshöfðingja og ættarvelda. Nauðsynlegt var því talið að sækja þjóðhöfðingja út fyrir landið. Slíkt var raunar alsiða á þessum árum og ekki þótti verra að sækja slíkan konung inn í evrópska háaðalinn til að tryggja sér í leiðinni sambönd og ættartengsl. Napóleon III Frakklandskeisari mælti með hentugum þýskum prinsi, sem lá á lausu. Hann hlaut titilinn Carol fyrsti. Carol hafði varla heyrt um Rúmeníu getið þegar hann var krýndur þar konungur. Sama má segja um bróðurson hans, Ferdínand, sem var gerður að krónprinsi þegar ljóst varð að kónginum yrði ekki sonar auðið. Ferdínand tók síðar við af frænda sínum og ríkti sem Ferdínand fyrsti frá 1914 til dauðadags árið 1927. Báðir voru þeir frændur alla tíð útlendingar í sínu eigin ríki, án nokkurra sérstakra tengsla við rúmenskt samfélag þótt þeir reyndu að stýra landinu eftir bestu getu. Öðru máli gegndi um Carol yngri, son Ferdínands og framtíðarerfingja konungsveldisins. Hann fæddist og ólst upp í Rúmeníu og sá hlutina með talsvert öðrum augum en faðir hans og frændi. Hafa ýmsir af ævisöguriturum Carols annars viljað kenna uppvaxtarárum prinsins unga um margar af þeim ógöngum sem hann átti eftir að rata í á ævinni.Spjátrungur og gosi Carol fyrsti leit á nafna sinn sem soninn sem hann aldrei eignaðist og spillti honum með eftirlæti, en um leið fékk drengurinn ekki að eiga eðlilegt samband við sína réttu foreldra. Hjónaband þeirra stóð líka á brauðfótum, þar sem María, eiginkona Ferdínands, átti í ástarsamböndum við ýmsa menn, meira og minna fyrir opnum tjöldum. Upplifði Carol ungi þetta sem mikla niðurlægingu föður síns og lagðist það þungt á hann. Óánægjan með framhjáhaldsævintýri móðurinnar varð þó ekki til þess að gera soninn að sérstökum siðapostula. Strax á táningsárum var Carol orðinn alræmdur fyrir svall og kvennafar. Hann eignaðist börn utan hjónabands, en það olli þó Rúmenum mun minna hugarangri en barnið sem hann tók upp á að eignast í hjónabandi! Sumarið 1918 stakk krónprinsinn af úr herþjónustu og hélt til Úkraínu með dóttur rúmensks hershöfðingja og kvæntist henni á laun. Carol var þá 24 ára en unnustan, „Zizi“, tvítug. Fyrir utan þá lítt konunglegu hegðun að stinga af úr hernum, var hjúskapurinn reginhneyksli. Zizi var fjarri því nógu ættgöfug til að giftast krónprinsi, auk þess sem stjórnarskrá landsins bannaði það hreinlega að þjóðhöfðinginn kvæntist Rúmena. (Þessi sérkennilega regla hefur væntanlega átt að tryggja valdajafnvægi milli helstu valdaætta landsins.) Vorið eftir tókst fjölskyldu Carols að fá hann ofan af þessu gönuhlaupi sínu og hjónabandið var úrskurðað ógilt. Rétt rúmum níu mánuðum síðar eignaðist Zizi þó dóttur og sá rúmenska ríkið um að greiða framfærslu þeirra beggja. Um tíma virtist Carol ætla að snúa baki við glaumgosalífinu þegar hann varð ástfanginn af Helen frænku sinni, systur Alexanders Grikklandskonungs. Þau giftust í skyndi vorið 1921 eftir stutt kynni og sjö mánuðum síðar eignuðust þau soninn Mikael. Allt fór þó fljótlega í sama farið hjá Carol prins. Hann svallaði, naut lífsins og eignaðist nýjar og nýjar ástkonur. Hafa sagnritarar prinsins bent á að Carol virðist fremur hafa leiðst stúlkur úr sinni eigin stétt, en þess í stað fallið fyrir konum af „lægri“ stéttum, þar sem þær hafi verið óheflaðri, hispurslausari og líflegri í háttum. Að lokum kynntist hann svo konu sem átti eftir að fanga hjarta hans til æviloka, hún hér Elena Lupescu. Elena, sem raunar var kölluð „Magda“, var lyfsaladóttir úr efri millistétt. Faðir hennar var gyðingur, en hafði snúist til kaþólskrar trúar. Gyðinglegi uppruninn átti þó eftir að reynast afdrifaríkur.Hafa sagnritarar prinsins bent á að Carol virðist fremur hafa leiðst stúlkur úr sinni eigin stétt, en þess í stað fallið fyrir konum af „lægri“ stéttum, þar sem þær hafi verið óheflaðri, hispurslausari og líflegri í háttum.Ítalskt hneyksli Sagnfræðingar sem kannað hafa sögu Rúmeníu á þriðja og fjórða áratugnum viðurkenna að nær vonlaust sé að draga upp óbrenglaða mynd af Mögdu Lupescu. Svo miklu hefur verið logið um hana, jafnt til lofs eða lasts. Lengi vel var henni lýst sem einhvers konar norn sem hefði getað stjórnað ástsjúkum unnusta sínum eins og strengjabrúðu og ráðið öllu sem hún vildi. Í dag er þó fremur litið á hana sem lífsnautnakonu sem notaði hvert tækifæri til að maka krókinn en kærði sig að öðru leyti lítið eða ekkert um stjórnmál. Samband prinsins og Mögdu vakti almenna hneykslan við hirðina í Búkarest, en almenningur hafði litla hugmynd um hvað gekk á. Opinberlega var allt í himnalagi í hjónabandi Carols og Helenar. Blaðamenn vissu svo sem eitt og annað, en ströng ritskoðunarlög í landinu komu í veg fyrir að fregnir af opinberu framhjáhaldi krónprinsins rötuðu á prent. En í loks árs 1925 varð fjandinn laus. Alexandra Bretadrottning, eiginkona Játvarðs sjöunda, lést og var jarðsungin í Lundúnum. Hún var náskyld meira og minna öllu kóngafólki Evrópu og var Carol krónprins sendur í útförina sem fulltrúi rúmensku hirðarinnar. Hann fór einn í ferðina. Á bakaleiðinni ákvað prinsinn að rétt væri að staldra við á Ítalíu og gera sér glaðan dag. Og hver hafði komið þangað til fundar við hann önnur en Magda Lupescu? Skötuhjúin nutu tilverunnar á Ítalíu og sinntu næturlífinu af krafti. Þau gerðu enga tilraun til að leynast fyrir ítölskum blaðamönnum og ljósmyndurum og fljótlega kom í ljós að ritstjórum ítalskra blaða stóð hjartanlega á sama um rúmensk ritskoðunarlög. Allur heimurinn vissi nú af hinni fölleitu, rauðhærðu og seiðandi ástkonu Carols krónprins. Rúmenía logaði stafnanna á milli þegar Carol sneri aftur heim úr fríinu. Leiðtogar valdaflokksins í landinu, Frjálslynda þjóðarflokksins, sem var hægrisinnaður flokkur borgarastéttarinnar, kröfðust afsagnar krónprinsins. Höfðu flokksmenn og krónprinsinn raunar lengi eldað grátt silfur vegna annarra mála. Almenningur hafði líka litla samúð með ríkisarfanum sem hafði niðurlægt vinsæla eiginkonu sína með opinberu framhjáhaldi og þjóðernissinnarnir litu á það sem sérstaka synd að hjákonan væri gyðingur. Carol átti því þann kost einan að afsala sér ríkiserfðum til sonar síns og flytja úr landi. Hann fluttist til Parísar og bjó þar með Mögdu sinni án þess að gera minnstu tilraun til þess að fela samband þeirra. Að nafninu til stóð hjónaband hans og Helenar prinsessu þó til ársins 1928 þegar hún sótti um skilnað. Konungsskipti urðu í Rúmeníu um mitt ár 1927 þegar Ferdínand fyrsti lést. Við valdataumunum tók Mikael litli, þá rétt á sjötta ári. Drengurinn hélt þó ekki sjálfur um valdataumana, heldur var dagleg stjórn ríkisins í höndum þriggja manna ráðs, í þeim hópi var föðurbróðir hans, Nikulás. Stýrði ráðið í ágætri sátt við valdaflokk landsins, Frjálslynda þjóðarflokkinn. Þegar skýjabakkar heimskreppunnar tóku að hrúgast upp jókst pólitískur óstöðugleiki í Rúmeníu og þegar formaður Frjálslynda þjóðarflokksins féll frá, hrundi fylgi flokksins í kosningum. Bændaflokkurinn tók við völdum, en hann sótti fylgi sitt einkum til sveita, Stefna hans hvíldi á þjóðlegum rúmenskum gildum og tortryggni í garð yfirstéttarinnar og dálæti hennar á vesturevrópskum og þá einkum frönskum siðum. Við þessar aðstæður sá hinn útlægi fyrrverandi krónprins sér leik á borði. Sumarið 1930 sneri Carol aftur til heimalandsins og ruddi hinum barnunga syni sínum til hliðar með fulltingi nýju ríkisstjórnarinnar. Hann tók sér embættistitilinn Carol annar og hóf þegar að leggja drög að valdatíma sínum. En nú kynni einhver að spyrja: hvað með fótboltann? Átti þessi pistil ekki að fjalla um knattspyrnuóðan kóng sem hlutaðist til um fótboltalandslið þjóðar sinnar? Jú, jú, en það verður ekki fyrr en í næsta hluta, eftir viku.
Birtist í Fréttablaðinu Saga til næsta bæjar Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira