Jóhanna vill að Samfylkingin beini spjótum sínum að „spillingarflokkunum“ Framsókn og Sjálfstæðisflokknum Ingvar Þór Björnsson skrifar 3. mars 2018 16:47 Jóhanna Sigurðardóttir segir að stjórnvöld hafi lítið sem ekkert lært af hruninu. Vísir/Arnar Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur enga trú á að núverandi ríkisstjórn endist út kjörtímabilið. Þetta sagði hún í ávarpi á landsfundi Samfylkingarinnar í dag. Þá kallaði hún eftir baráttu gegn misskiptingu auðs í heiminum og kallaði Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn spillingarflokkana. „Ríkisstjórnir undir forystu íhaldsaflanna hafa þrisvar sinnum hrökklast frá á síðastliðnu kjörtímabili vegna trúnaðarbrests, spillingar og siðrofs milli þings og þjóðar. Það er vissulega þyngra en tárum taki að þessir flokkar hafa lítið lært af hruninu eða tekið mark á rannsóknarskýrslu Alþingis,“ sagði Jóhanna. Þá sagði hún að aldrei hafi verið meiri þörf fyrir jafnréttistefnu innan Íslands enda væri ójöfnuður vaxandi í heiminum. „Það er óþolandi fyrir íslenska þjóð að Ísland sé talið spilltast Norðurlanda vegna fárra einstaklinga sem geta ekki haft taumhald á græðgi sinni.“Telur rétt að Samfylkingin beini spjótum sínum að „spillingarflokkunum“ Jóhanna sagði að mikilvæg tækifæri væru á hinu pólitíska taflborði fyrir Samfylkinguna og að flokkurinn væri aftur á leið að verða burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum. „Allir flokkar sem hafa boðið fram síðan 2013 hafa lagt höfuðáherslu á jöfnuð og velferð í kosningabaráttum en flestir gleymt þeim kosningaloforðum um leið og kjörstöðum er lokað. Þar liggja sóknarfæri jafnaðarmanna.“ Jafnframt sagði hún að flokkurinn mætti ekki vera hræddur við að leita til vinstri og ætti í auknu mæli að beina spjótum sínum að Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Við höfum í of langan tíma verið of hrædd við að skilgreina okkur sem jafnaðarmenn og vinstri flokk. Við höfum verið of mikið að reyna að sanna að við séum líka hægra megin við miðjuna. Þetta hefur breyst sem betur fer,“ segir fyrrum forsætisráðherrann. „Ég tel rétt að Samfylkingin beini meira spjótum sínum meira að Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, spillingarflokknum, en í minna mæli að Vinstri grænum þrátt fyrir að þau hafi um stund villst af leið. Þeir eru okkar samherjar og geta orðið það fyrr en okkur órar fyrir því ég hef enga trú á að þessi ríkisstjórn sitji út kjörtímabilið,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir. Stj.mál Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur enga trú á að núverandi ríkisstjórn endist út kjörtímabilið. Þetta sagði hún í ávarpi á landsfundi Samfylkingarinnar í dag. Þá kallaði hún eftir baráttu gegn misskiptingu auðs í heiminum og kallaði Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn spillingarflokkana. „Ríkisstjórnir undir forystu íhaldsaflanna hafa þrisvar sinnum hrökklast frá á síðastliðnu kjörtímabili vegna trúnaðarbrests, spillingar og siðrofs milli þings og þjóðar. Það er vissulega þyngra en tárum taki að þessir flokkar hafa lítið lært af hruninu eða tekið mark á rannsóknarskýrslu Alþingis,“ sagði Jóhanna. Þá sagði hún að aldrei hafi verið meiri þörf fyrir jafnréttistefnu innan Íslands enda væri ójöfnuður vaxandi í heiminum. „Það er óþolandi fyrir íslenska þjóð að Ísland sé talið spilltast Norðurlanda vegna fárra einstaklinga sem geta ekki haft taumhald á græðgi sinni.“Telur rétt að Samfylkingin beini spjótum sínum að „spillingarflokkunum“ Jóhanna sagði að mikilvæg tækifæri væru á hinu pólitíska taflborði fyrir Samfylkinguna og að flokkurinn væri aftur á leið að verða burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum. „Allir flokkar sem hafa boðið fram síðan 2013 hafa lagt höfuðáherslu á jöfnuð og velferð í kosningabaráttum en flestir gleymt þeim kosningaloforðum um leið og kjörstöðum er lokað. Þar liggja sóknarfæri jafnaðarmanna.“ Jafnframt sagði hún að flokkurinn mætti ekki vera hræddur við að leita til vinstri og ætti í auknu mæli að beina spjótum sínum að Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Við höfum í of langan tíma verið of hrædd við að skilgreina okkur sem jafnaðarmenn og vinstri flokk. Við höfum verið of mikið að reyna að sanna að við séum líka hægra megin við miðjuna. Þetta hefur breyst sem betur fer,“ segir fyrrum forsætisráðherrann. „Ég tel rétt að Samfylkingin beini meira spjótum sínum meira að Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, spillingarflokknum, en í minna mæli að Vinstri grænum þrátt fyrir að þau hafi um stund villst af leið. Þeir eru okkar samherjar og geta orðið það fyrr en okkur órar fyrir því ég hef enga trú á að þessi ríkisstjórn sitji út kjörtímabilið,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir.
Stj.mál Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira