Mickelson vann sitt fyrsta mót í fjögur ár eftir bráðabana | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2018 08:00 Phil Mickelson var kampakátur í gærkvöldi. vísir/getty Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson stóð uppi sem sigurvegari á WGC-mótinu í gærkvöldi eftir bráðabana gegn Justin Thomas en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni. Lokahringurinn var magnaður en Thomas kláraði fyrstur af þeim sem var líklegur til sigurs á 16 höggum undir pari. Hann var á fjórtán höggum undir pari þegar kom að öðru högginu á átjándu og síðustu holunni. Thomas átti þá algjört draumahögg sem fór rétt yfir holuna en rúllaði til baka ofan í holuna fyrir erni og Bandaríkjamaðurinn mættur í hús á 16 höggum undir pari. Þá átti Phil Mickelson enn þá slatta eftir. Mickelson, sem varð í gær elsti maðurinn til að vinna WGC-mót 47 ára að aldri, var kominn á 16 högg undir pari áður en kom að lokaholunni þar sem hann átti ekki gott högg inn á flöt. Hann kláraði hana á pari og fór í bráðabana við Thomas. Á 17. flötinni í bráðabananum tókst Justin Thomas ekki að bjarga pari og ætlaði allt um koll að keyra þegar að hinn vinsæli Phil Mickelson vann sitt fyrsta mót í fjögur ár en hann var búinn að spila 96 mót án þess að vinna sigur. „Þessi sigur skiptir miklu máli. Ég get eiginlega ekki lýst þessu eftir alla þessa erfiðu tíma undanfarin fjögur ár. Það hefur verið erfitt að komast aftur á þennan stall en loksins tókst það og það skiptir mig máli,“ sagði auðmjúkur Phil Mickelson að sigri loknum. Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson stóð uppi sem sigurvegari á WGC-mótinu í gærkvöldi eftir bráðabana gegn Justin Thomas en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni. Lokahringurinn var magnaður en Thomas kláraði fyrstur af þeim sem var líklegur til sigurs á 16 höggum undir pari. Hann var á fjórtán höggum undir pari þegar kom að öðru högginu á átjándu og síðustu holunni. Thomas átti þá algjört draumahögg sem fór rétt yfir holuna en rúllaði til baka ofan í holuna fyrir erni og Bandaríkjamaðurinn mættur í hús á 16 höggum undir pari. Þá átti Phil Mickelson enn þá slatta eftir. Mickelson, sem varð í gær elsti maðurinn til að vinna WGC-mót 47 ára að aldri, var kominn á 16 högg undir pari áður en kom að lokaholunni þar sem hann átti ekki gott högg inn á flöt. Hann kláraði hana á pari og fór í bráðabana við Thomas. Á 17. flötinni í bráðabananum tókst Justin Thomas ekki að bjarga pari og ætlaði allt um koll að keyra þegar að hinn vinsæli Phil Mickelson vann sitt fyrsta mót í fjögur ár en hann var búinn að spila 96 mót án þess að vinna sigur. „Þessi sigur skiptir miklu máli. Ég get eiginlega ekki lýst þessu eftir alla þessa erfiðu tíma undanfarin fjögur ár. Það hefur verið erfitt að komast aftur á þennan stall en loksins tókst það og það skiptir mig máli,“ sagði auðmjúkur Phil Mickelson að sigri loknum.
Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira